Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.12.1978, Page 78

Læknablaðið - 01.12.1978, Page 78
208 LÆKNABLAÐIÐ Árni B. Stefánsson, Bjarni Hannesson SJÚKRATILFELLÍ FRÁ SKURÐLÆKNISDEILD BORGARSPÍTALA AÖdragándi innlagnar Kona, 55 ára var lögð inn bráða innlögn af heimilislækni í samráði við lækna skurðdeildar, til rannsókna vegna ákveðins gruns um mið- læga fyrirferðaraukningu í eða við heilastofn. Saga 3 til 4 vikur í fyrstu hægt vaxandi óljós ein- kenni frá miðtaugakerfi, en vikuna fyrir inn- lögn hrakaði sjúkl. verulega. Einkenni voru: 1. Óstöðugleiki við gang, svimi. 2. Kiaufska í höndum. 3. Óskýrleiki í hugsun, gleymska, hratt vax- andi eina til tvær vikur. 4. Þvöglumælgi u.þ.b. ein vika, hratt versn- andi. 5. Verkir í og bak við augu ca. viku, sérstak- lega versnandi síðustu 2 til 3 daga fyrir innlögn. 6. Ljósfælni, vaxandi í 2—3 daga. Þessi sjúkl. hefur leitað með allar sínar kvartanir til sama heimilislæknis á undanförnu ári a.m.k. og var ekki vitað um lyfjatöku sem skýrt gátu einkenni hennar. Hún var því innlögð bráða innlögn með grun um miðlæga fyrirferðaraukningu í höfði þar sem að nákvæm skoðun hafði ekki leitt i Ijós nein staðbundin brottfallseinkenni. Fyrri saga Saga um ofnotkun áfengis á köflum og í seinni tíð á 3 til 4 mán. fresti um eina helgi í einu. Saga um fyrra svimakast ári áður og hafði það lagast á tabl. Thorecan 1x3. Saga um truflun á starfsemi skjaldkirtils ’65, var á lyfjum í 1 ár. SkoÖun viö komu Er sjúkl. kom á deildina staðfesti skoðun að mestu fyrri skoðun heimilislæknis. Sjúkl. var syfjuleg, þvöglumælt, hreyfingar óöruggar og gangur var dál. óstöðugur og gleiðspora. Augn- hreyfingar voru óöruggar og sjúkl. gat ekki samhverft, hún hafði væga slímhúðarbólgu í augum, og nokkra ljósfælni. Rhomberg var jákvæður. Tveggja punkta mismuna skyn var dál. minnkað og fingur-nefpróf dái. óöruggt. Engin ákveðin brottfallseinkenni komu fram. Almennt álit var að um ákaflega dreifð ein- kenni frá miðtaugakerfi væri að ræða og engin hliðarvísandi einkenni komu fram. Þá þótti koma sterklega til greina að sjúkl. væri undir áhrifum lyfja. Gangur og meöferö Engin ákveðin saga var um lyfjamisnotkun. Ástæða var að ætla að sjúkl. fengi öll sín lyf hjá heimilislækni sem voru: Tabl. Mogadon undir svefn, tabl. Thorecan 1x3 og fjölvitamin mixtirra. Vegna Þessa og hversu einkenni sjúkl. fóru hratt versnandi var tekin sú stefna að láta sjúkl. ganga eins hratt og mögulegt væri i gegnum rannsóknir með tilliti til fyrirferðar- aukningar í höfði, en lyfjaáhrif voru þó höfð í huga. Blóðhagur var eðlil., deilitalning einnig. Blóðsölt voru eðlil., nema s-klorið var hækkað eða 116 mekv. T-4 var eðlil. Rtg.mynd af cranium og upptökumynd voru eðlil. Á 2. degi legu voru pöntuð mælanleg ávanalyf í blóð- vökva, heilarit og beðið um álit HNE-lækna. Á 4. degi legu var pantað s-brom og loft-ence- phalografia. Að morgni 7. dags var gerð loft- encephalografia sem reyndist neg. og skömmu eftir þá rannsókn barst niðurstaða af s-bromi sem var 256 mgr.% eða um 28 mekv. og grein- ingin þannig komin. Heilarit var óeðlil., ósam- ræmt, hægara og háspenntara vi.megin og kom fram svæði með deltabylgjum eftir djúpa önd- un. (Samrýmist reyndar brom eitrun). Strax og greining var ljós var sjúkl. sett á tabl. Natrium Klorið 6 gr. á dag og gengu einkenni hennar hratt til baka. Því miður mun sýni vegna mæl- anlegra ávanalyfja í blóðvökva hafa misfarist, en ekki þykir ástæða til að ætla að sjúkl. hafi tekið önnur lyf en Mixtura Nervina. Niöurstaöa Ekki er ástæða til að ætla að sjúkl. þessi hafi notað önnur lyf en brom, en brom fékk hún í handsali sem Mixtura Nervina í lyfjabúð s.l. sumar, er hún kvartaði um erfiðleika við svefn. Þetta lyf hefur hún síðan tekið að kvöldi undir svefn í sopatali. Eitrunar einkenni komu ekki fram fyrr en nokkrum mán. eftir að sjúkl. byrjaði töku lyfsins og voru þá hratt vaxandi, ef til vill vegna þess að sjúkl. jók við sig skammtinn er hún átti verra með svefn, og/eða dómgreind hennar minnkaði. Eitrunareinkenni Þau koma fram við 20 til 25 mekv. í serum og fyrr hjá veikluðum einstaklingum. I. Ta-ugakerfi: A. GeÖlœg einkenni: 1. Erfiðleikar við hugs-

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.