Læknablaðið - 01.07.1979, Side 6
122
LÆKNABLAÐIÐ
LAÐIÐ
THE ICELANDIC MEDICAL JOURNAL
Læknafclag íslands- og l|r
Læknafclag Rcykjavikur
65. ÁRG. — JÚLÍ 1979
UM LÆKNARING
Á aðalfundi Læknafélags íslands árið
1977 var samþykkt tillaga frá Félagi ís-
lenskra lækna í Bretlandi þess efnis, að
stefna skuli að því að halda læknaþing eitt-
hvað í líkingu við það, sem Svíar halda ár-
lega og kalla ,,Riksstámmu“. Stjórn L. í.
afhenti tillögu þessa Námskeiðs- og fræðslu-
nefnd læknafélaganna, sem tók að sér fram-
kvæmdir í málinu og svo sem læknum er
kunnugt, hefur nú verið ákveðinn staður og
stund fyrir þingið.
Markmiðið með þingi sem þessu er að
gefa sem flestum læknum tækifæri til að
hittast og kynnast störfum hvers annars.
Jafnframt gæti þing sem þetta, ef vel tekst
til, gefið nokkra þverskurðarmynd af fræði-
legri stöðu íslenskrar læknisfræði eins og
hún er nú. Að þessu sinni hefur verið
ákveðið að þingið standi aðeins í 2 daga,
en á eftir því komi hið árlega námskeið
fræðslunefndarinnar. Takist hins vegar vel
til er hugsanlegt, að í framtiðinni verði þing
haldið annað hvert ár og þingtíminn jafnvel
lengdur um einn dag, ef nægilegt efni berst
að.
Þessar línur eru skrifaðar til að minna
lækna á þingið og til að minna á, að það
er undir þátttöku þeirra, ekki aðeins óvirkri,
heldur líka virkri, hvernig til tekst. Það er
ástæða til að beina þeirri áskorun sérstak-
lega til lækna á Reykjavíkursvæðinu, sem
fjölmennasta svæðahópsins, að gera sem
fyrst ráðstafanir til að fá staðgengla, svo
að þeir geti sem flestir tekið þátt í öllu
þinginu, því að það hefur viljað brenna við,
að læknar á þessu svæði hafi tekið þátt i
fundum og þingum, sem haldin hafa verið
hér í Reykjavík, á hlaupum, en þannig þátt-
taka í tilvonandi læknaþingi getur á engan
hátt talist sæma þeim læknahópi, sem er
á Reykjavíkursvæðinu.
Nefndin vili einnig vekja athygli á, að
auk hinnar fræðilegu dagskrár er ákveðið,
eins og raunar kemur fram í auglýsingu,
að hafa kvöldskemmtun fyrir þátttakendur,
væntanlega á Hótel Sögu. — Þessi kvöld-
skemmtun er nýstárleg að því leyti, að hér
er ekki um að ræða hefðbundið borðhald
með hástemmdum ræðuhöldum og dansi á
eftir, heldur verður snæddur léttur kvöld-
verður og nemendur og/eða kennarar Söng-
skólans í Reykjavík ásamt hljóðfæraleikur-
um munu skemmta gestum með söng og
hljóðfæraleik í mismunandi léttum dúr í
eina og hálfa til tvær klukkustundir. Á eftir
gefsí síðan tækifæri til að sitja og skrafa
saman yfir glasi fram undir miðnætti. Er
það von nefndarinnar að þingheimur taki
þessari nýbreytni vel og fjölmenni á kvöld-
skemmtunina.
Nefndin vill skora á alla íslenska lækna
nær og fjær, að reyna að mæta til þessa
fyrsta læknaþings, svo að tilgangi þess,
sem er að efla fræðilegan og félagslegan
skilning innan stéttarinnar, verði náð.
Árni Björnsson.