Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.07.1979, Qupperneq 28

Læknablaðið - 01.07.1979, Qupperneq 28
134 LÆKNABLAÐIÐ aldri einstaklinga og var gefin u.þ.b. klukkutíma fyrir skoðun. Sem staðdeyf- ingarlyf var notað lidocain 1% án adrena- lins, 5—6 ml. Við hverja skoðun voru gerðar tvær skuggagjafainnspýtingar, önnur með, en hin án Lidocains. Ef um aortofemoral angiografiu var að ræða var notað 50 ml angiografin 65% (meglumine diatri- zoate, 306 mg Jodine/ml), en 10—12 ml við sérinnspýtingu í útlimaæð. Notað var 1 ml lidocain 1% á móti hverjum 10 ml angio- grafins. Hvorttveggja var dregið upp í sömu sprautuna. Hvorki sjúklingar eða læknar vissu fyr- irfram hvenær lidocaini hafði verið bætt út í skuggaefnisupplausnina, en áður en myndatakan hófst voru sjúklingum gefin fyrirmæli um að lýsa, eftir hverja mynda- töku, einkennum samfara innspýtingu, svo sem vægum hita, þolanlegum hita óþægi- legum brunaverk eða óbærilegum sárs- auka. Fylgst var náið með fótahreyfingum. Á þeim sjúklingum sem höfðu áður undir- gengist útlimaæðaskoðun var þegar í fyrstu töku og án vitundar þeirra notað lidocain og þeir beðnir um að bera saman óþægind- in, ef einhver voru, við fyrri reynslu, strax að innspýtingu lokinni. NIÐURSTÖÐUR Þeir sjúklingar, sem var í fersku minni óbærilegur sársauki frá fyrri skoðun, spurðu strax að myndatöku lokinni og af fyrra bragði, hvort sama skuggaefni hefði verið notað og áður. Allir sögðust hafa fundið til vægs eða „þægilegs“ hita í lend- um og á lærum, í stað kvalafulls bruna- verks áður. Af 25 sjúklingum, sem spenntu sig og hreyfðu fæturna, vegna mikils sársauka í baki og fótum eftir innspýtingu á skugga- efni eingöngu, hreyfðu tveir fæturna eftir lidocain-angiografin gjöf, en allir töldu óþægindi mun minni eða frá því að vera óþægileg/óbærileg til að vera þolanleg eða væg, og þá aðallega bundin við bakið og lendar. Átta sjúklingar töldu hitann þolanlegan eða óþægilegan án lidocains, en vægan eða ,,þægilegan“ með lidocain. Hjá 2 sjúkling- um var hitinn (vægur) óbreyttur hvort heldur lidocain var notað eða ekki. Einum sjúklinganna fannst skoðunin óbærileg, með og án lidocains og hjá einum var sárs- aukinn mun meiri eftir lidocain gjöf. Af ofangreindum tölum er ljóst að lidocain hafði tilætlaða deyfandi verkun hjá 34 af 38 sjúklingum eða yfir 90%. Þeir 2 sjúklingar, sem fengu óbærilegan sársauka með og án lidocains, eða meiri verk í fótum eftir lidocain-angiografin gjöf, voru karlmenn 58 og 67 ára gamlir með æðasigg, æðaþrengsli og -stíflur á mjög háu stigi, bæði í grindarholsæðum og lær- æðum og með gríðarlegri hliðaræðanetju frá ósæð og niður fyrir hné. í slíkri hlið- aræðablóðrás er mikið af slagæðlingum og stærri háræðum, sem eru taldar mjög næm- ar fyrir víkkandi verkun lidocains, en af- leiðing slíkrar æðaþenslu verður mun stærri æðaflötur, sem verður fyrir ertandi áhrifum skuggaefnis. Allir, nema einn sjúklinganna, reyndust vera með hrörnunarsjúkdóm í útlimum á mismunandi stigi. Af þessum hópi voru all- ir reykingafólk, nema ein kona 55 ára göm- ul. Hjá einni 47 ára gamalli konu, sem reykti, var skoðunin alveg neikvæð. UMRÆÐA Algengur fylgikvilli skuggaefnisinnspýt- ingar í æð, er annars vegar hiti og hins vegar mismunandi slæmur brunaverkur frá þeim svæðum, sem skuggaefnisblandað blóð streymir um. Öll skuggaefni sem notuð eru til inn- spýtingar í slagæð, valda þenslu á æðum og um leið hita. Fysiologisk saltvatnsupp- lausn víkkar einnig æðar og orsakar hita- tilfinningu, ef nægilegu magni er sprautað í æðina. Efnasamsetning skuggagjafaupp- lausnarinnar sem sársaukavaldar skiptir mjög miklu máli, þegar velja á skugga- gjafa til inndælingar í æð. Sársaukinn er talinn að nokkru leyti stafa af efnafræði- legri ertingu efnisins á skyntaugaenda í innanþekju æðaveggjanna og að þessi ert- ing standi í beinu hlutfalli við hyperosmo- laritet efnisins gagnvart blóði.8 Öll nútíma skuggaefni eru joniserandi vatnsuppleysanleg tri-joderuð sölt af mis- munandi lífrænum sýrum og eru hyperton gagnvart blóði og ertandi. Metrizamide (Amipaque) er eitt tiltölulega nýtt vatns- uppleysanlegt joðsamband, sem ekki er
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.