Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.07.1979, Síða 29

Læknablaðið - 01.07.1979, Síða 29
LÆKNABLAÐIÐ 135 joniserandi og hefur við rannsóknir á dýr- um reynst ótrúlega lítið eitrað. Metriza- mide var í fyrstu notað eingöngu við rann- sóknir á skúmsholi (cavum subarachnoi- dale), en allra seinustu árin hefur það ver- ið notað í tilraunaskyni við útlimaæðaskoð- anir á fólki og hafa þær æðaskoðanir reynst með öllu sársaukalausar að vægri hitatilfinningu undantekinni.14 Efnið er ennþá mjög dýrt og kemur ekki til greina í daglegri notkun. Ýmislegt hefur verið gert til að lina ó- þægindi þau, sem æðaskoðun með skugga- gjafa er samfara, með svæfingu, með hæg- fara innspýtingu skuggaefnisupplausnar eða með notkun lítils magns skuggaefnis, t.d. 20—30 ml. í senn. Það mun hafa verið í upphafi þessa ára- tugs sem byrjað var að nota lidocain sem deyfingarlyf í æð við útlimaæðaskoðanir með joðupplausn og hefur notagildi þess- arar aðferðar verið gerð skil í mörgum rit- smíðum.6 7 30 11 Lidocain (Xylocain) hefur löngum verið notað til staðdeyfingar, til innspýtingar í bláæð við hjartaóreglu og til inndælingar í slagæð til að koma í veg fyrir æðasam- drátt við æðaþræðingar.11 Lidocain er mjög fljótvirkt efni og með fáar aukaverkanir í venjulegum skömmtum. Helmingunartími þess í blóði er u.þ.b. 30 mín. Lidocain sog- ast mjög fljótt burt og getur náð mikilli þéttni utan æða (ekstravasculert) sér í lagi í heilavef. Aukaverkanir lidocain eru sljóleiki, ert- ing á heila, kippir eða krampar, öndunar- örðugleikar, meðvitundarleysi og lost. Skammtur sem getur valdið forstigi að krömpum (sub-convulsive) hjá heilbrigð- um manni, er talinn liggja í krigum 750 mg. i.v. á 20 mínútum. Skammta upp í 880 mg.—1040 mg i.v. á 8—10 mínútum þarf til að valda allverulegum fylgikvillum.5 Um verkunarmáta Lidocains er lítið vit- að, en talið er að efnið deyfi innanþekju æðaveggjanna og auki þar með sársauka- þröskuld þeirra við efnafræðilegri ertingu skuggaefna. Verkunin á sér stað á auga- bragði og tilraunir hafa sýnt jafngóða eða jafnvel betri deyfandi verkun lidocains, sé því sprautað samtímis skuggaefninu, en nokkrum sekúndum á undan því.° 10 Lido- cain hefur ýmist verið notað sem 1% eða 2% upplausn, 1 ml. á móti hverjum 10 ml. skuggagjafa, en samkvæmt heimildum munu deyfingaráhrif hvorrar upplausnar í æð vera mjög svipuð.8 7 10 Ef notuð er 2% upplausn Lidocains og Angiografin í hlut- föllunum 1:10 og sprautað er 50 ml. skuggagjafa í einu, sem er stærsti skammt- ur í einni innspýtingu (t.d. við ósæðar- og útlimaæðaskoðun) og tvær tökur gerðar á u.þ.b. 20—30 mínútna fresti verður heild- armagn lidocains 200 mg., eða langt fyrir neðan krampavaldandi skammtinn. Við rannsókn okkar hefur samanlagður skammtur lidocains aldrei farið yfir 100 mg. á 20—30 mínútum og er það vel undir hámarksskammti, sem er 120 mg. í einni innspýtingu, samkvæmt skoðun ýmissa greinarhöfunda.0 Með hugsanlegum fylgi- kvilla í huga er þó talið skynsamlegt að setja efri leyfilegu mörk samanlagðs skammts við 200 mg. lidocain í æð á 20— 30 mínútum. Við þessa ákvörðun er ekki tekið tillit til þeirra 50—60 mg. lidocains 1%, sem notuð eru til staðdeyfingar. Ef svona hóflegt magn er notað, eru frábend- ingar á notkun lidocains við útlimaskoðan- ir engar, að frátöldum sino-atrial, atrio- ventriculer eða intraventriculer leiðslu- truflun á háu stigi og ofnæmi við staðdeyf- ingarlyfjum. Við æðaskoðun á handl. með þræðingu ber að gæta þess að endinn á æðaleggnum sé staðsettur fjarlægt við upp- tök hálsæðastofna.3 Á Röntgendeild Landspítalans hefur ver- ið notað 50 ml. Angiografin + 5 ml. lido- cain 1% við aortofemoral-angiografíu, 12— 14 ml., 1:10 lidocain/skuggaefnisblöndu við sérinnspýtingu í æð og 10 ml. 1:10 lidocain /skuggaefnisblöndu við eina æðaskoðun á griplim. Blandan; skuggaefni + deyfingarlyf, rýrir á engan hátt gæði æðaskoðunar. Skuggaefnisþéttni í æðum er sú sama hvort lidocain er notað eða ekki. Vegna deyfandi áhrifa lidocains er unnt að notast við stærri skammta en 50 ml. ef þörf krefur, víða er notað mun meira magn skuggaefnis eða allt upp í 80—120 ml. í einni innspýtingu. Lidocain ætti í raun og veru í krafti fljótvirkrar útvíkkunar smærri æða að gera það að verkum að minni æðar t.d. á

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.