Læknablaðið - 01.07.1979, Síða 35
LÆKNABLAÐIÐ
Í37'
Ólafur F. Magnússon
TAUGABÓLGA (POLYNEURITIS) AF VÖLDUM
ALLOPURINOLS ?
Margþættar orsakir eru fyrir taugabólgu.
Af þekktum orsökum má nefna vítamín-
skort, sykursýki, ofneyzlu áfengis, ýmis
efni og efnasambönd, eitranir, illkynja sjúk-
dóma, bandvefssjúkdóma og ýmis lyf. Hér
verður lýst sjúkratilfelli, þar sem sterkar
líkur benda til þess, að neyzla á 200 mg. á
dag af allopurinoli í 1 ár hafi valdið tauga-
bólgu.
Sjúkratilfelli: Um er að ræða 57 ára mann,
sem var við góða heilsu á yngri árum, ef frá
eru skilin bakóþægindi í nokkur ár með leiðslu-
verk niður í vi. ganglim. Árið 1970 greindist
háþrýstingur hjá sjúklingi og var hann þá sett-
ur á lyfjameðferð vegna þess. Þrem árum síðar
greindist þvagsýruhækkun einnig, en þar sem
hún var einkennalaus var hún ekki meðhöndluð
með lyfjum. Snemma árs 1977 var hjartagang-
ráður græddur við sjúkling í kjölfar einkenna,
sem reyndust stafa af of hægum hjartslætti.
í sömu sjúkrahúslegu var taugasérfræðingur
fenginn til að líta á sjúkling vegna upphafins
ökklaviðbragðs vinstra megin. Fundust engin
önnur einkenni frá taugakerfi hjá sjúklingi.
Um haustið 1977 lagðist sjúklingur aftur inn á
sjúkrahús vegna ristilkrampa (colon irritabile).
Þar sem þvagsýra mældist í þessari legu mun
hærri en áður, eða allt að 12,1 mg per ml, var
sjúklingur settur á lyfjameðferð vegna þvag-
sýruhækkunarinnar. Við útskrift var fengið
álit taugasérfræðings vegna viðkvæms bletts á
vinstra læri sjúklings og var það greint sem
meralgia paresthetica. Eins og áður var sjúk-
lingur með upphafið ökklaviðbragð vinstra
megin, en engin önnur taugaeinkenni. Lyf við
útskrift voru tabl. Apurin 0,1 g x 2 á dag, tabl.
colchicin i/2 mg x 3 á dag í eina viku, tabl.
Inderal 40 mg x 3 á dag, tabl. Centyl 1 x 2 á
dag, tabl. Kaleorid 1 x 2 á dag og tabl. Librax
1 x 3 á dag. Sjúklingur hætti fljótlega að taka
Librax og var hann síðan tekinn af Inderaii
og settur á Tenormin 1 x 1 á dag i staðinn.
A.ö.l. var lyfjameðferð haldið áfram óbreyttri.
Eftir að sjúklingur kom heim, fór smám saman
að bera á minnkaðri göngugetu, magnleysi og
verkjum i fótum og um skeið verk i mjóbaki.
Sjúklingur hafði á nokkurra mánaða fresti
farið í eftirlit vegna hjartagangráðs til hjarta-
Frá Endurhæfingadeild Borgarspítalans.
Barst ritstjórn 12/02/79. Send i prentsmiðju
01/03/79.
sérfræðings, sem sendi sjúkling nú til tauga-
sérfræðings vegna einkenna hans. Taugasér-
fræðingur ráðlagði sjúklingi að taka sér hvíld
og hresstist hann heldur um tíma, en versnaði
síðan aftur. Það var svo þann 3.10. 78, þegar
sjúklingur kom i eftirlit vegna hjartagangráðs-
ins, að tekið var eftir því, að sjúklingur hafði
„droppfót", og var hann lagður inn á Skurð-
lækningadeild Borgarspítalans grunaður um
brjósklos i mjóhrygg, sem var útilokað m.a. með
myelographiu. Sex dögum síðar var sjúklingur
lagður inn á Endurhæfingadeild Borgarspítal-
ans til frekari rannsóknar og meðferðar.
Skoðun við komu leiddi i ljós væga-verulega
slappa lömun í ganglimum, einkum í fótum og
upphafin taugaviðbrögð i ganglimum. Húðskyn
var minnkað neðan við miðja kálfa beggja
megin (sokkaútbreiðsla) Djúpskyn var eðlilegt.
Ennfremur hafði sjúklingur mjög auman blett
utanvert á vinstra læri, svarandi til nervus
cutaneus lateralis femoris sin.
HelzUi rannsóknir: Venjulegur blóðhagur var
eðlilegur. Blóðsykur og S-kreatinin var einnig
eðlilegt. Gigtarpróf voru neikvæð og antinu-
clear factor ekki til staðar. Luespróf var nei-
kvætt. S-mælingar á vítamíni B12 og folinsýru
voru eðlilegar. Þvagstatus sýndi vott af eggja-
hvítu í þvagi tvisvar, en ekki í þriðju mælingu.
Þvagsýra mældist 6,2 við komu, en 2 vikum
eftir að allopurinol-gjöf var hætt mældist þvag-
sýran 8,0 og 7,1 6 vikum eftir að sjúklingur
hætti að taka lyfið.
Gerð voru vöðvarit og taugaleiðnimælingar
á nokkrum útlimavöðvum og taugum. Leiðslu-
hraði var eðlilegur í nervus ulnaris sin. og
nervus medianus bilateralt. Ekkert svar fékkst
frá musculus extensor digitorum brevis við raf-
ertingu á nervus peroneus sin. og samsvarandi
rannsókn hægra megin sýndi lágspennt svar og
leiðsluhraðinn í neðri mörkum, um 40 m/sek.
Vöðvarit í m. tibialis ant. bil. og quadriceps
femoris sýndu gisna voluntera virkni, stórar
einingar, fibrillationir og positivar skarpar
bylgjur, þ.e.a.s. merki um taugaskemmd. Nið-
urstöður þessara mælinga samræmdust vel
dreifðri taugaskemmd í ganglimum. Sjúkdóms-
greiningin varð því taugabólga með iömunum
og skyntruflunum í ganglimum.
Ekkert fannst í sögu sjúklings eða við rann-
sókn, er orsakað gæti einkenni hans, annað en
allopurinol, og var því gjöf lyfsins hætt. Sjúk-
lingur var síðan i sjúkraþjálfun með almennt
styrkjandi æfingum og gönguæfingum. Fór
honum smám sarnan fram, og við útskrift eftir