Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.07.1979, Page 36

Læknablaðið - 01.07.1979, Page 36
138 LÆKNABLAÐIÐ 8 vikna dvöld á deildinni var skyn orðið eðli- legt og kraftar höfðu batnað talsvert. Við eftir- lit tæpum 2 mánuðum eftir úskrift var lítill merkjanlegur bati. Sjúklingi var sagt, að hann gæti vænzt áframhaldandi bata í allt að 1 ár, en þennan tíma mætti hann ekki taka allo- purinol. Ályktanir: Árið 1966 lýstu tveir brezkir læknar sjúkratilfelli, sem bar yfirskriftina „Peripheral neuropathy due to Allopuri- nol“.2 Þetta mun hafa verið í fyrsta sinn, sem þessi sjúkdómsmynd er tengd þessu lyfi. Síðan er taugabólga talin hugsanleg aukaverkun lyfsins.3 4 Greiningin var í þessu tilviki staðfest með taugaleiðnimæl- ingum. Engar rannsóknarniðurstöður lágu fyrir um bein tengsl milli notkunar lyfsins og taugabólgu. Átta árum síðar gerðu þýzkir læknar ítarlegar rannsóknir á áhrifum allopurinols á leiðsluhraða í peripherum taugum.5 Tals- verður fjöldi sjúklinga á allopurinol-með- ferð var rannsakaður. Enginn þessara sjúk- linga hafði klinisk einkenni um taugabólgu. Niðurstöður mælinga sýndu engin mark- tæk frávik frá eðlilegum leiðsluhraða. Sú ályktun var af þessu dregin, að með öllu væri ósannað, að allopurinol ylli tauga- bólgu, Mörg dæmi sýna, að þvagsýra er oft beint eða óbeint meinvaldandi (patho- geniskur) þáttur í margvíslegum tauga- sjúkdómum.0 Þess ber þó að geta, að ekki er vitað til, að þetta geti orsakast á annan hátt en með myndun þvagsýruútfellinga, sem síðar þrengja að taugum, þar sem lítið rúm er fyrir þær. Þekktasta dæmið er þrýstingur á nervus medianus við úlnlið- inn („carpal tunnel syndrom“), en nervus ulnaris, nervus tibialis posterior og tauga- greinar fram í tákjúkur eru einnig oft út- settar fyrir þessu. Örsjaldan getur þvag- sýrugigt valdið þrýstingi á mænu, en að- eins í mjög skæðum tilfellum.1 Því hefur verið haldið fram, að tíðni neurologiskra fyrirbrigða í þvagsýrugigt mætti minnka með allopurinolmeðferð.6 Ekki hefur þó verið sýnt fram á, að í þvagsýrugigt verði marktækar breytingar á taugaleiðnihraða, en hafi sjúklingur með þvagsýrugigt leynda eða ljósa sykursýki, of háa blóðfitu, fitu- lifur eða nýrnaskemmdir, er tíðni sjúklegr- ar taugaleiðni aukin.0 Hvað sem þessum hugleiðingum líður, er ljóst, að í því sjúkratilfelli, sem hér er lýst, bendir sag- an sterklega til þess, að notkun 200 mg. af allopurinoli á dag í 1 ár hafi valdið tauga- bólgu. Byggist þetta ekki sízt á því að sjúk- lingi batnaði verulega af einkennum sínum eftir að lyfjagjöfinni var hætt. Ekki þykir því verjandi að setja sjúkling aftur á lyfið, enda þótt það gæti rökstutt gruninn um lyf- ið sem orsakavald enn betur. SUMMARY A 57 year old male was admitted to a hospital because of „drop foot“ on both sides. The patient’s one year long history of increasing burning sensations, aches and loss of power in both feet were shown to be due to neuropathy. Together with peripheral paresis in the legs he had glove and stocking anesthesia there. After thorough investigation it became appe- rent that the most probable cause of his symptoms was the use of 200 mg. af Allopurinol daily for one year. After the drug had been withdrawn and the patient had had physio- therapy for 8 weeks the sensory disturbances had disappeared and he had regained much of his former muscle strength. HEIMILDIR 1. Aita, J.A.: Neurologic manifestations of general diseases. Springfield, Illinois, U.S.A. 1964 (398-399). 2. Glyn, J.H., Crofts, P.A.: Peripheral Neuro- pathy due to Allopurinol. British Medical Journal 1966 (1531). 3. Goodman, L.S.. Gilman, A.: The Pharmaco- logical basis of Therapeutics. 4. Edition, 1970 (344). 4. Kutzner, M., Sziegoleit, W. Nebenwirkungen von Allopurinol. Árzt Fortbild 1976 70/19 (1017-1020). 5. Láhoda, L., Ross, A.: Neurographisehe Unter- suchungen unter Allopurinol therapie. Med. MSCHR 1974 28/11 (505-507).. 6. Láhoda, F., Ross, A.: Neuroilogische Kompli- kationen bei der Urikopathie. Munch. med. Wschr. 1972, 144 (441-444).

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.