Læknablaðið - 01.07.1979, Blaðsíða 38
140
LÆKNABLAÐIÐ
lítið eitt frábrugðin talningu, sem N.D. birti
árið 1957.2
Skipulagðar krufningar í Reykjavík hóf-
ust árið 1932 og á þeim sem dóu á Elliheim-
ilinu Grund í Reykjavik árið 1950, en þar
að auki voru gerðar tvær krufningar, sem
skráðar eru árið 1930, en engin er skráð
árið 1931. Mætti því deila um, hvort rétt
hefði verið að hefja þessa athugun árið
1930 í stað 1932. Ástæða þess, að byrjað
var 1930, er sú, að á þann hátt hafa allar
skráðar skýrslur R.H. verið teknar með í
þessari athugun. Ekki er hægt að segja
með vissu núna hve margir sullir hafa ver-
ið lifandi við krufningu, þar sem þess er
Mynd 1. — Framhluti lifrar með stórum
sulli í hægri lappa, og minni í neðri brún
vinstri lappa. Auk þess sjást meinvörp frá
nýrnakrabbameininu í v. lappanum.
Mynd 2. — Skurðflötur stærri sullsins.
Sullblöðrurnar eru til vinstri á myndinni.
sjaldan getið sérstaklega í lýsingu. Flestir
voru þetta þó gamlir og kalkaðir lifrarsull-
ir og því sennilega dauðir. Staðsetning var
algengust í hægri lappa lifrarinnar. Önnur
lígfæri, sem sullir fundust í voru: hjarta,
lífhimna, kviðarhol, milta, garnir, bris,
mesocolon, hægra nýra og mjaðmarbein,
einn á hverjum stað.
Framkvæmdar voru 7840 krufningar og
fundust 196 tilfelli af sullaveiki, þar af
voru 108 konur og 88 karlar.
Af fólki, sem fæðst hefur eftir síðustu
aldamót, hafa 5 manns tekið sullaveiki, svo
vitað sé sbr. krufningaskýrslur. Síðasti lif-
andi sullurinn (sullungar), sem talið er að
fundizt hafi, fram að þessu hér á landi,
fannst þann 26. september 1969.
Á töflu II má sjá hve ört krufning-
um hefur fjölgað síðustu árin. Þar sést
einnig hve fleiri sullatilfelli fundust við
krufningar eftir 1950, en það ár var byrjað
á skipulögðum krufningum frá Elliheimil-
inu Grund í Reykjavík. Á töflu I er skipt-
ing milli kynja mjög svipuð, en þar eru
karlar þremur fleiri en konur. Á töflu II
eru konur 23 umfram karla. Gæti það bent
á að konur væru langlífari. Á töflu III sést,
að á tímabilinu frá 1930 til 1948 finnast
TABLE I.
Autopsies 1930— -1948.
Number of
Numbcrr of cases voith
Year autopsies hydatid discase
1930 2 i
1932 32 5
1933 74 3
1934 71 4
1935 96 3
1936 91 1
1937 118 7
1938 115 1
1939 88 6
1940 98 4
1941 116 6
1942 121 8
1943 85 4
1944 125 9
1945 149 6
1946 146 3
1947 136 2
1948 177 4
Total 18/0 77
M/F ratio iO/87 = 1.08