Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.07.1979, Qupperneq 46

Læknablaðið - 01.07.1979, Qupperneq 46
144 LÆKNABLAÐIÐ talte tvende Slags Obstructioner d0e vel ikke synderlig mange plutseligen, heller trækkes dermed lang eller kort Tid, indtil der slaaer sig til andre f0rnævnte eller dem lignende Tilfælde. Hos Fruent0mm- erne er her altfor meget giængse den maanedlige Reenselses Udeblivelse med mange deraf f01gende slæmme Suiter og hos nogle Uformaaenhed til Folkeformeer- elsen. Nogle d0er og reent deraf • . .“ (7, bls. 13-14). Um þetta álit farast Guðmundi Magnús- syni (G. M.) svO' orð: ,,Hjá Bjarna kem- ur ljóslega fram, að hann álítur allan þorra þessara langvinnu landlægu sjúk- dóma koma af stíflu, og er það að nokkru leyti í samræmi við kenningar þeirra tíma um vessa líkamans og breytingu á þeim og óreglu sem aðalorsök flestra sjúkdóma. Stíflan getur þá verið í kverkum, eða í lifur, þörmum, lungum eða getnaðarfær- um“. (7, bls. 13). Síðar, þegar G. M. er búinn að kxyfja til mergjar það sem næstu starfandi lækn- ar á íslandi eftir B. P. létu eftir sig um sullaveiki, sem einkum er að finna í rit- um Jóns Péturssonar og Sveins Pálssonar, þá verður niðurstaða hans þessi: „Þótt þessir læknar gefi miklu betri lýsingar á sullaveiki en Bjarni, hefur hvorugur þeirra neina hugmynd um e'ðli veikinnar. Jón Pétursson og Sveinn Pálsson álita sullina vessasamdrátt, og afleiðing af lungnabólgu, sem ekki hafði verið farið rjettilega með, eða afleiðing af gallstíflu.“ (7, bls. 18). Þetta mat G. M. á þekkingu B. P. á sullum byggist eingöngu á því, sem bréfa- bók landlæknisembættisins og ferðabók Bggerts og Bjarna hafa um það efni, en eftir að Vilmundur Jónsson (V. J-) gróf upp dagbókarslitur B. P. (Lbs. I.B. 9 fol.) var af þeim ljóst, að hann vissi síst minna um sullaveiki en þeir Jón og Sveinn (6, bls. 11-20) og seinna sýndi V.J. fram á, að þessi þekking íslensku læknanna á sullum væri innlend og kæmi fram í lækn- ingabók Jóns Magnússonar frá árinu 1725, þar sem segir í kaflanum um vatnssótt: „Áður enn eg hier vid skilie, verd eg á þad ad minnast, sem eg siálfur sied og reynt hefe, ad á þeim sem hier í lande fá þann siúkdóm, ad vjsu nockrum, vaxa í qvidnum vatnssuller med seigu hulstre utannumm, sumer stórer, sumer smáer; hefe eg þá á þremur dögum (á einum manne, sem eg opnade á qvidnum) út- teked yfer tvö hundrud. Enn á annare qvennsvipt, tók eg þá út, ecke einasta ótal marga smáa, helldur jafnvel í bland suma so stóra, sem ad vjsu hafa innehallded hver 1 pott vatns og mörg sullahús sprungenn, enn vatned óhóflega miked úr þeim sprungnu sullum- Og sama slags hef- ur mier fortaled eirn gódur vin (í þeirre kunst vellærdur) umm tvær persónur, sem hann giörde sama vid, og er þad výst, ad vid þá, sem so eru, duger eingenn læknis- dómur innvortis tekenn og eckert annad enn ad opna qvidenn; hvad aungvan- neigenn er vogande nema þeim, sem lærd- ur er vel í öllu þar ad lútande, so hann sie viss umm, ad sá veike deye ecke fyrer hans gáleyse edur kunnáttuleyse.“ (6, bls. 25). Þetta er góð lýsing á kviðarholssullum, jafnvel á nútíma mælikvarða, en hún seg- ir manni ekki hvaða hugmyndir höfund- ur gerir sér um orsakir sulla og það sem kemur fram um þær í sambandi við lungnasulli „briósterfidi hefur sín upptök af samansöfnudum óhreinindum í lungun- um, sem verda ad sullum og stundum springa þeir upp med grefte og blód- gange“ (6, bls. 25), bendir ekki til þess, að Jón Magnússon hafi litið á sullaveiki sem sjálfstæðan sjúkdóm, frekar en fyrsta embættislæknakynslóðin hér. Vilmundur Jónsson finnur vandkvæði á að koma saman hinni raunsæju skoðun B.P. á sullum og aðgerðum hans við þeim, og svo orsakasamhengi þeirra eins og það birtist í bréfum hans til erlendra lækna og landskommissionarinnar, en hann gef- ur eftirfarandi skýringu á því: „Ráðgáta er það að vísu, en engan veginn óræð gáta, hvers vegna Bjarna Pálssyni er þekking sín á sullaveiki í mönnum og sullskurðir sínir svo mikið feimnis- og þagnarmál, er hann ræðir við hálærða lækna og háttsett yfirvöld, en hins vegar skilur hann eftir sig, eins og af hendingu, órækan vitnisburð um hvort tveggja á ólíklegri og lítið áberandi stöðum. Það auðveldar ráðningu gátunnar, að naum- ast getur verið um nema eina lausn að
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.