Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.07.1979, Qupperneq 55

Læknablaðið - 01.07.1979, Qupperneq 55
LÆKNABLAÐIÐ 147 lifrar- og miltissótt í þessari merkingu í samband við sullaveiki, sem engum mundi koma til hugar að kalla tímabundna. . . . Hann viðhefur orðatiltækin meinlæti og sullur í sambandi við þessar sóttir, og bendir það á tvískinnung í skoðun hans á sullaveiki. Að hann hafi þekt hana (í nú- tíðarmerkingu) í lungum og í kviðnum, er ótvírætt, en hann telur þessa sjúkdóma undir „sóttleysu veikiur“, þ. e. sjúkdóma, sem eru ekki samfara hitaveiki.“ (7, bls. 17). Um tvískinnung í skoðun Sveins á sulla- veiki er að ræða í nútíðarmerkingu, en ekki á hans dögum, þegar skil milli ein- kennis .og sjúkdóms voru á reiki, svo sullaveiki gat þá bæði verið sóttleysu- veiki og sóttveiki, ef í sullinum gróf. Það sem forðaði J.P. frá þessu mati S.P. á sullum, var að í lækningabók J.P. er notað miklu fábrotnara flokkunarkerfi sjúkdóma en Sveinn gerir í ritgerð sinni, og hefur það vissulega kosti þegar fátt er vitað um orsakir sjúkdóma, en ein- hlítt er það ekki til mats á lækniskunn- áttu. Það er ekki unnt að setja tímabundn- ar sóttir í samband við sullaveiki, en það verður heldur ekki gert ,,um marið og blánað hörund (contusio)“ eins og J.P. gerir þegar hann segir: ,.Þeckt hefir eg ýmsa menn, sem á ungdóms árum hafa biltur fengið, og að mörgum árum liðn- um hafa fundið afleiðing þeirra; upp úr sumum hefir gengið blóð og grþftur með miklum harmqvælum, en niður af sum- um. Þetta eru almennt k»ílluð Mein- lætí . . .“ (13, bls. 162). Við lestur þeirra staða er átt geta við sullaveiki í tilvitn- uðum ritum J.P, og S.P.. fæ ég ekki bet- ur séð en lýsing Sveins á sullum sé fullt svo góð sem hjá Jóni. Þá skulu athugaðar þær heimildir um skurðaðgerðir B.P., er V.J. dró fram og vjkið var að hér að framan. Úr dagbók B.P. (Lbs. Í.B., 9 fol.) vitnar V.J. til eftirfarandi útdráttar úr bréfi. d. 20. des. 1755, til Gríms Eiríkssonar í Njarðvík: ,,Grime Eyríkssyne 1° umm stulkuna litlu med fyllena, mín meining ad einasta hialne gasterostomia (orðið virðist mis- ritað: gasterotsomia, en Bjarna Pálssyni hætti stundum til svipaðra pennaglapa) og eigenn innvortes medol“ (6, bls. 11). Úr sömu heimild 4. febr. 1756, þar sem rakið er efni bréfs séra Magnúsar Péturs- scnar um son sinn: „Sra Magnús Peturs- son af 27. 9br. . . . 2°. Talar umm litla Gunnlaug ad saman sie groed sared aftur enn hann hafe þó grennst umm sponn sidann i sumar eg opnade lifed, enn ecke hafe þorad ad láta Halldór Diakna opna þad aftur i haust er hann kom. Hann hefur feinged goda matarlyst og sitt yfir- bragd.“ (6, bls. 12). Þann 10. marz s. á. svarar Bjarni séra Magnúsi: „Sra Magn- úse Peturssyne 1° umm Gunnlaug óska eg hefde þad vitad þá nordanad kom þetta ræd eg a) banded umm lifed sie jafnann þraungt bunded sem þoler |3) takest jafn- miked af Riúpnalaufe og blódbergi se gört decoctum ad i latnu litlu vine, hvört hann skal drekka kvold og morgna, so svare vinglase, hann skal movera sig fordast kullda enn vaxe samt fyllen þarf aftur á ad stinga“ (6, bls. 12—13). Ennfremur vísar V.J. til spurningar á prófi hjá B.P. 1763 „Gasterotomia qvid?“ (6, bls. 15) og reynir síðan á grundvelli þessarar tilvitn- ana, að leiða líkur að því hvað fólst í sullaðgerð B.P., nefnilega: „Um tvennt getur verið að ræða: ástungu (þ. e. með holsting-troikart) eða skurð með venjulegu eggjárni" (6, bls. 14), og heldur síðan áfram: „En því verður þó að hafna, að að- gerð hans hafi verið þvílík ástunga og þegar af þeirri ástæðu, að honum gat þá ekkert verið að vanbúnaði að nefna hana réttu heiti (paracentesis). Paracentesis abdominis er, að vitni Sveins Pálssonar, ein af aðgerðum þeim, sem Bjarni Pálsson á að hafa leyst af hendi, og nafnið er hon- um tamt“ (6, bls. 15). „Qvid est paracent- esis abdominis?" spyr Bjarni Pálsson á læknaprófi 27. apríl 1767“ (6, bls. 15 nm). Það er ákaflega ólíkleet að S.P., sem segir að lækningamáti B.P. siáist best af dagbókunum við landfysikatið (9, bls. 93) og bekkir almanök hans, sem hann færði reglulega inn í frá 1743 til 15 dögum fvrir andlát sitt (9, bls. 31), hafi ekki vitað um sullaðgerðir Bjarna eða hvaða nafngift beim hæfðu. Tvö fræðiheiti skifta hér meg- inmáli, gasterostomia og paracentesis. Því miður er hið fyrra óöruggt, bar virðist skrifað gasterotsomia, sem V.-T. telur pennaglöp fyrir gasterostomia. Þetta er
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.