Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.07.1979, Side 56

Læknablaðið - 01.07.1979, Side 56
148 LÆKNABLAÐIÐ ekki sennilegt, vegna þess að það heiti var ekki notað á þeim tímum, að minnsta kosti er það ekki í þeim tveim, orðabókum, yfir skurðlæknisfræði er mér eru tiltækar, ann- arri eftir R. James (5) frá miðbiki 18. ald- ar og hinni frá upphafi þeirrar 19., eftir S. Cooper (2), heldur aðeins gastrotomia, sem jafngildir gasterotomia, sem líklegast er að Bjarni hafi ætlað að rita. Um gastro- tomia segir: is a Cutting of the Abdomen and Uterus as in Cæsarean Section“ (5) og „The operation of opening the abdomen and uterus, The Cæsarean operation. It also signifies opening the abdomen for other purpose" (2). Af þessu liggur beinast við að álykta, að Bjarni hafi skorið til sullsins á dóttur Gríms, eins og Jón, Magnússon gerir á Arn- björgu „skar eg hana á qvidinn“ (6, bls. 24). Viðvíkjandi paracentesis þá gengur V.J. út frá því að Bjarni hafi gert hana á sama veg og í dag, með holsting (troikart), en svo þarf ekki að vera. S.P. talar um lækn- ingu með búktöppun (paracenthesis (ab- dominis) við greftri inn á milli þarmanna eftir miltissótt (11, bls. 23) og ennfremur við vatnssýki (hydrops, Vattersot) þar sem hann segir: „Töppun vatnssýkis á at ské sem fyrst, en ecki má það vanda verk lídaz vorum vogunarfullu svo nefndu grædurum, , edr lækningum, sem hædni sumra er farin ad kalla líflækna, því betra er at deya undir drottins hendi enn þeirra“ (11, bls. 69). Þar sem vísað er til græðara má ætla að aðgerðin sé gerð með hnífi eins og þær sem V.J. greinir frá (6, bls. 17—18), en engu að siður nefnir S.P. hana paracentesis. Um bessa aðgerð segir R. James: „Paracentesis to make a Perfor- ation. The Name of chirugial Operation, 'which consists in making a Perforation in the Abdomen, in a Dropsy, in order to evacuats the Water in an Ascites. See Hvdrops. The Perforation of the Breast, in order to iet out extravaseted Blood, Water, or Pus“ (5) og S. Cooper segir um nara- centesis: „Surgeons. at present restrict the meaning of this word to two opreations, viz. tanping the abdomen, and making an onening into the chest“ (2). Þegar um er að ræða brjóstholið (paracentesis thoracis) geta þessir höfundar ekki annarra aðgerða en með hnífi, og er þá skorið milli 6. og 7. rifs rétt utan við hryggréttir og sett inn pípa eða ekki, eftir ástæðum. Búktöppun paracentesis abdominis) gerir S. Cooper að- eins með holsting og segir: „When the water is very viscid, the only thing we can do is to introduce a larger trocar, if doing so should promise to facilitate evacuation. Also, when hydatids obstruct the cannula, a larger instrument might allow them to escape. In encysted dropsies, the practiti- oner of course, can only let the fluid out of such cavities, as he can safely puncture" (2 bls. 748). R. James lýsir búktöppun nánar undir heitinu Hydrops og segir: „There are several different Methods of performing this Operation. The first and most modern, is this“ og þá fylgir lýsing á aðgerðum með holsting. Síðan kemur lýs- ing á aðgerð forngrísku læknanna sem brenndu með brennslujárni gegnum húð- ina eða skáru með hnífi gegnum hana, og síðan áfrarn inn úr lífhimnunni o-g þá sett blý- eða bronspípa í opið og vökvinn lát- inn renna út. Pípan var síðan tekin, eða taopi settur í hana og hún látin vera áfram í sárinu, ef það hentaði betur. Það var brennt í gegnum húðina ef ráðgert var að halda sárinu opnu og einnig var ætíð brennt gegnum lifrarvef vegna blæðingar- hættu úr honum. En hvort heldur aðgerðín var gerð með holsting eða hnífi bá varð að hafa í huga eftirfarandi aphorismus Hippokratesar: „Whenever cases of empyema or dropsy are treated bv the knife or cautery, if the pus or waterflow away all at once, a fatal results is certain“ Í3 bls. 185). Brodd- Helgi er fvrsti íslendingurjnn. sem sagnir eru af að hafi beitt skurðaðgerð við vatns- sótt og er auðsætt að hann hefur ekki gætt varnaðar Hiopokratesar, af bví sem Váonfirðingasaga hermir um siðustu við- skipti Brodd-Helga o.g Höllu konu hans: Hon bað hann at hann skvldi siá meinit. Hann gerði svo, ok kvazk honum bungt hu.gr um segia. Hann hlevnir út vatni miklu úr sullinum, ok varð hon mát+lítil eotir betta . . . Halla lifði litla stund síðan“ (1. bls. 44 V Gegn því losti, sem hin öra tæming olli, var hamlað með tvennum hætti, annars vegar með því að hafa breitt belti með að-

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.