Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.07.1979, Page 70

Læknablaðið - 01.07.1979, Page 70
158 LÆKNABLAÐIÐ menntunin verði samræmd eins og auðið er á Norðurlöndum og d) að löggjöf um starfsfólk í heilbrigðisþjónustu verði samræmd eins og frekast er kostur. Þá er tekið fram i samningn- um að sá sem hlotið hefur lækningaleyfi í einu Norðurlandanna, og er norðurlandabúi, geti á- unnið sér lækningaleyfi í öðru. Frá 1976 hefur einnig gilt að sá sem áunnið hefur sér sér- fræðiréttindi í einu Norðurlandanna geti feng- ið sömu réttindi í öðru ef a) hann hefur áunnið sér lækningaleyfi i viðkomandi landi og b) sérgreinin er til í viðkomandi landi. Það skiptir höfuðmáli að einstaklingurinn sé ríkisborgari í einu Norðurlandanna og með lækningaleyfi í heimalandinu til að ávinna sér réttindi á öðr- um Norðurlöndum. Það hefur ekki þýðingu hvar viðkomandi hefur hlotið menntun sína eftir að eitt Norðurlandanna hefur viðurkennt hana. Þannig geta bandaríkjamenntaðir sér- fræðingar fengið fulla viðurkenningu á öllum Norðurlöndunum en það hefur hingað til verið vissum erfileikum bundið fyrir islenska lækna. Það fer því ekki á milli mála að samningur þessi hefur gífurlega þýðingu fyrir íslenska lækna. Samkvæmt spá landiæknis verða nán- ast 40% allra íslenskra lækna erlendis 1981. Elcki veitir því af að við höfum aðgang að stórum vinnumarkaði. Samningurinn hefur líka mikla þýðingu hvað varðar samræmda stefnu í menntun lækna. Við sem sækjum nán- ast alla okkar sérfræðimenntun til útlanda, nú i seinni tíð oftast til Svíþjóðar, verðum að spyrja okkur hvað það er sem við sækjumst eftir erlendis. Er mikið af þeim tima sem við erum erlendis betur varið heima? Þetta er auðvitað breytilegt eftir sérgreinum. 1 sumum er hægt að fá verulega reynslu heima, í öðrum mjög takmarkaða. Með vaxandi samvinnu Norðurlandaþjóða á sviði framhaldsmenntunar ættu að skapast góðir möguleikar á samræmdu framhaldsnámi bæði heima og erlendis sem yrði mun mark- vissara en nú er oftast. Þannig er t.d. vel mögulegt í framtíðinni að íslenskir læknar sem að öllu leyti eða að verulegum hluta hljóta framhaldsmenntun heima geti sótt námskeið (NLV-kurser) á öðrum Norðurlöndum. Innan stjórnar FÍLÍS hefur farið fram nokkur umræða um þjálfun lækna í rann- sóknarstarfi (forskarutbildning). Æskilegt væri að rannsóknarstarfsemi sem hafin er heima geti fengið áframhaldandi stuðning í því landi sem viðkomandi flytur til vegna fram- haldsnáms þannig að tengslin við heimalandið rofni ekki. Stjórnin álítur að gera verði ráð fyrir að þjálfun í rannsóknarstarfi þurfi um langa framtíð að fara fram erlendis. Með þvi móti að halda tengslunum við heimalandið og verkefni sem þegar væru hafin þar gæti það verið rannsóknum heima veruleg lyftistöng. Á vegum Norðurlandaráðs er starfandi nefnd sem nefnist Nordiska samarbetsnámnden för medicinsk forskning (NOS-M). I reglugerð fyrir nefnd þessa er sagt að það skuli vera hlutverk hennar að stuðla að og hleypa af stokkunum samvinnuverkefnum í læknisfræði- legum rannsóknum á Norðurlöndum. Þá skal nefndin stuðla að skipulegri nýtingu á aðstöðu til rannsókna sem fyrir hendi er á Norður- löndum. Það hefur komið okkur á óvart að íslendingar hafa aðeins áheyrnarfulltrúa í nefndinni og geta ekki orðið fullgildir með- limir fyrr en Islendingar eignast sitt eigið læknisfræðilega rannsóknarráð. Eftir því sem næst verður komist eru skoðanir manna á Islandi mjög skiptar um það hvernig rann- sóknarmálum skuli yfirleitt hagað og tefur stofnun slíks rannsóknarráðs. Það er skoðun stjórnar FlLlS að það sé þýðingarmikið fyrir íslenska læknisfræði að til sé sjálfstætt lækn- isfræðilegt rannsóknarráð sem markað getur stefnu í lækningarannsóknum á íslandi. 1 raun- inni eru Islendingar bundnir af þvi að stofna slíkt ráð ef við ætlum að halda eðlilegum sam- skiptum á sviði lækningarannsókna eins og fram kemur í starfsreglum NOS-M. Könnun á búsetu og sérgreinavaX: Guðjón Magnússon hefur á vegum stjórnar FlLlS haldið áfram þeirri könnun sem hófst fyrir ári sem miðar að þvi að fá sem gleggstar upplýsingar um væntanlegan námstima manna og sérgreinaval ásamt búsetu. Stjórnin vill leggja áherslu á hversu þýðingarmikil þessi könnun er bæði fyrir þá sem hefja vilja sérnám og hina sem vinna að skipulagningu heilbrigð- ismála á Islandi. Niðurstöður könnunar þessar- ar eru mjög marktækar um fyrirætlanir ís- lenskra lækna erlendis vegna hins mikla fjölda sem starfa í Svíþjóð. Það er ætlun stjórnar- innar að könnun sem þessi fari fram a.m.k. á tveggja ára fresti. Tjánsteársrátt Norrænir læknar sem koma til starfa í Svi- þjóð geta fengið viðurkennt læknisstarf í heimalandinu eftir læknispróf fyrst eftir að sænskt lækningaleyfi er fengið. Nefnist það „tjánsteársrátt". Þetta gildir ekki um önnur lönd en Norðurlönd og þarf þá Socialstyrelsen ekki að taka tillit til læknisstarfs sem unnið er í viðkomandi landi. Það er athyglisvert að Islendingar urðu þessa réttar sem aðrar Norð- urlandaþjóðir hafa fyrst aðnjótandi 1976 en þá áleit Socialstyrelsen að líta mætti á störf unn- in á Islandi jafngild læknisstörfum á öðrum Norðurlöndum. Ástæðan fyrir því að „tjánste- ársrátt" fæst fyrst metinn eftir að sænskt lækningaleyfi er fengið er sú að svo er kveðið á í „allmánna lákarinstruktionen“ grein 9, 3. málsgrein. Þýðingin fyrir þvi að fá „tjánste- ársrátt" metinn er þríþætt. Hægt er að fá starfstímann metinn þegar sótt er um sérfræði- réttindi, stöðu eða launaflokk. I reynd er það þannig að landsþingin túlka áðurnefnd ákvæði mismunandi en flest munu þó horfa fram hjá þeim þegar norrænir læknar eru metnir i launaflokka. Undantekningar eru til og veldur það þá tekjutapi.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.