Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.10.1979, Síða 6

Læknablaðið - 01.10.1979, Síða 6
226 LÆKNABLAÐIÐ Frá norrænum ritstjórnaríundi læknablaðanna Síðast í ágústmánuði komu saman til árlegs fundar fulltrúar læknablaðanna á Norðurlönd- unum og var fundurinn haldinn í Bolkesjö í Noregi. Var fundur þessi síðast haldinn á Ak- ureyri, en á beim skiptast ritstjórnirnar á upp- lýsingum og fréttum og fengnir eru fyrirlesar- ar til að ræða um ákveðin efni. Aðalfyrirlesari að þessu sinni var Stephen Lock ritstjóri British Medical Journal. Ræddi hann einkum meðhöndlun aðsendra greina áð- ur en þær koma til birtingar í læknaritum og fjallaði í því sambandi um lengd greina, hvort og hver eigi að umskrifa þær ef nauðsyniegt er talið, val efna o.fl. Nefndi hann m.a. eitt aðal- vandamál BMJ sem er hversu gífurlega marg- ar greinar blaðið fær sendar, eða allt að 5.500, en verður að hafna kringum 80% þeirra vegna plássleysis. Þá var í umræðuhópum fjallað nán- ar um þetta efni, auk þess sem ræddir voru möguleikar á auknu samstarfi landanna um ýmis mál og ræddar voru hugmyndir um víð- tækara efnisval læknablaða en fræðilegar greinar svo sem viðtöi, skoðaskipti o.þ.h. Myndirnar eru frá fundinum, sú minni af Stephen Lock að flytja erindi og sú stærri frá umræðuhópi. Næsti ritstjórnarfundur er ráðgerður í Finnlandi síðsumars 1980.

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.