Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.10.1979, Page 7

Læknablaðið - 01.10.1979, Page 7
LÆKNABLAÐIÐ 227 NABLAÐIÐ THE ICELANDIC MEDICAL JOURNAL m Læknafdag íslands- og L|R Læknafclag Reykjavikur 65. ÁRG. — OKTÓBER 1979 RAUÐIR HUNDAR (RUBELLA) Árið 1941 sýndi ástralski augnlæknirinn Gregg fram á samhengi milli alvarlegra með- fæddra galla hjá ungbörnum og rauðuhunda- sýkingar mæðra þeirra á fyrstu vikum með- göngu. Læknar voru í fyrstu vantrúaðir á slíkt samhengi, en nú er þetta viðurkennd staðreynd, sem fóstureyðingalöggjöf margra landa tekur tillit til. Heimildir greinir nú að- eins á um tíðni þessara galla, enda úr- vinnsluaðferðir oft misjafnar. Þó er enginn ágreiningur um það meginatriði, að rauðu- hundasýking á fyrstu 8 vikum fósturþróunar, myndunarskeiði helstu líffæra, veldur yfir- leitt alvarlegum vansköpunum á mörgum líffærum. Á þriðja og fjórða mánuði með- göngu dregur úr tíðni gallanna með hverri viku, sem líður. Skemmdirnar afmarkast þá betur og eru oftast bundnar við eitt líffæri, sem verður til frekar seint á þróunarferli fóstursins, t.d. eitt einstakt skynfæri. Þótt ótrúlegt sé, er orsök gallanna sá eig- inleiki rauðuhundaveirunnar að hafa mjög litla tilhneigingu til að drepa þá vefi, sem hún fjölgar sér í. Veiran sækir í vefi, sem eru í örum vexti. Hún drepur þá ekki, heldur dregur aðeins úr vexti hverrar einstakrar frumu og skiptingarhæfni. Afleiðingarnar verða vanþroska vefir með fáum, smáum og lítt starfhæfum frumum. Geta allir séð hvernig fer, ef þessar breytingar verða á myndunarskeiði helstu líffæra líkamans. Sýktir vefir iosna ekki við veiruna aftur strax, sérstaklega ekki fósturvefir. Skemmd- ir í líffærum ágerast því stundum eftir fæð- ingu, og gölluð börn eru smitberar, sérstak- lega með þvagi, í marga mánuði eftir fæð- ingu, stundum jafnvel árum saman. Tæp 20 ár eru nú liðin síðan fyrst heppn- aðist að rækta rauðuhundaveiruna og aðeins 10 ár eru síðan tilraunir með virkt lifandi bóiuefni gegn rauðum hundum hófust fyrir alvöru. Á þessum 10 árum hefur bóluefnis- gerðin tekið talsverðum breytingum. Rauðuhundaveiran er í eðli sínu lítill sjúk- dómsvaldur eftir að fósturskeiði lýkur. Til- raunir til að vinna úr henni gott bóluefni með þekktum aðferðum, sem vel hafa gefist í baráttunni við aðrar veirur, stranda einfald- lega á því, að sá, sem verja á með bólusetn- ingunni er ófæddur. Annar einstaklingur er bólusettur í hans stað. Því er ekki hægt að meta árangur rauðuhundabólusetningar með þeim aðferðum, sem notaðar eru þegar vernda á hinn bólusetta sjálfan, en ekki væntanlegt afkvæmi hans mörgum árum síð- ar. Ending mótefna eftir rauðuhundabólu- setningu skiptir sköpum um árangurinn af henni. Skammtíma mat á faraldsfræðilegum breytingum í umhverfi nýbólusettra hópa getur gefið villandi hugmyndir um þann raunverulega árangur í baráttunni við með- fædda galla af völdum rauðra hunda. Léleg rauðuhundabóluefni, sem veita aðeins skammvinna vörn, geta aukið hættuna á meðfæddum göllum séu slík bóluefni gefin mjög ungum bömum. Ónæmið eftir slíkar bólusetningar endist barninu kannske í fáein ár, þannig að það fær ekki tækifæri til að sýkjast með eðlilegum hætti meðan því stafar lítil hætta af sýkingunni, en er svo orðið mótefnalaust á hættulegasta æviskeið- inu, barneignaaldrinum, og fær þá rauða hunda. Slíkt er heldur óæskilegur árangur. Á öðrum stað hér í biaðinu lýsir Björg Rafnar, læknir, þeim þremur rauðuhunda- bóluefnum, sem mest hafa verið notuð á Vesturlöndum. Þau hafa öll bæði kosti og galla og eru öli það ný í sögunni að ekki er enn unnt að segja endanlega til um gagn- semi þeirra í baráttunni við fósturskemmdir af völdum rauðra hunda. Kostirnir eru þeir, að þessi bóluefni hafa litlar aukaverkanir í för með sér. Gallarnir eru aftur á móti þeir, að bóluefnin eru lifandi veiklaðar veirur, sem setjast að í fósturvefjum eins og rauðu- hundaveiran sjálf og gera þar kannske líka skaða. Því má alls ekki gefa þessi bóluefni ófrískum konum og ekki bólusetja fullorðið

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.