Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.10.1979, Page 9

Læknablaðið - 01.10.1979, Page 9
LÆKNABLAÐIÐ 229 Guðmundur Björnsson GLÁKA Á GÖNGUÐEILD Ylirlit yfir glákusjúklinga á göngudeild augndeildar Landakotsspítala 1973-—1978 1 grein þessari segir frá glákusjúklingum á göngudeild augndeildar Landakotsspítala frá því göngudeildin tók til starfa haustið 1973 til ársloka 1978. Fjallað er um hægfara gláku (glaucoma simplex, open angle glaucoma), sem er lang algengust glákusjúkdóma og ein tíðasta orsök sjóndepru meðal roskins fólks. Sagt er frá við- leitni Hjartaverndar í leit að gláku á skipu- legan hátt. Rætt er um nauðsyn þess, að augn- þrýstingsmæling verði almennt gerð, þar sem hópskoðanir sjúklinga fara fram og einnig á sjúkrahúsum, en meirihluti sjúklinga innan þeirra veggja er á glákualdrinum. EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR Fjallað er um sjúklinga, sem voru til með- ferðar á glákudeild augndeildarinnar frá 1. október 1973 til 31. desember 1978. Sjúklingar eru sendir til deildarinnar af augnlæknum, öðrum læknum og Rannsóknarstöð Hjarta- verndar. Ekki er gerð skipuleg leit að gláku meðal almennings af hálfu deildarinnar. Rannsóknaraðferðir eru þær sömu og tíðkast á glákudeildum við háskólaspítala í nágranna- iöndunum. Rannsóknartæki eru í sama gæða- flokki og á sambærilegum deildum, t.d. Haag- Streit 900 rauflampi, með Goldmann’s „appla- nations“-augnþrýstingsmæli og Goldmann’s sjónsviðstæki. Tæknimaður annast sjónsviðsmælingar, en aðrar rannsóknir eru gerðar af augnlæknum og aðstoðarlæknum á augndeild. Sömu skil- merki eru notuð við greiningu hægfara gláku og víðast í nágrannalöndum, sbr. kaflann um glákugrun. Sjúklingar með „pseudoexfoliation" á auga- steinshylki eru flokkaðir undir hægfara gláku, en ekki hafðir i sérflokki. Ekki er fjallað um arfgengi hægfara gláku í þessu uppgjöri. I 1. töflu er skráð tala glákusjúklinga, sem leituðu til stöðvarinnar í fyrsta skipti ár hvert eftir að starfsemi hófst. Höfðu sumir sjúkling- anna gengið með sjúkdóminn og verið í með- ferð i mörg ár, er þeir komu á stöðina í fyrsta sinn. Samtals hafa 810 sjúklingar verið í meðferð á glákudeildinni og er yfirgnæfandi meiri hluti þeirra með hægfara gláku eða 678 og fylgst er Frá Augndeild Landakotsspítala. Greinin barst ritstjóm 10. júni 1979. Send i prentsmiðju 12. júní 1979. Table I Tlie Outpatient Deyartment of St.Josepli’s Hospital, Landakot, Re-ykjavík, Iceland: Num- ber of patients attending the Glaucoma Clinie for the first time from 1. Oct 1973 to 31. Dec. 1978. Total number Glaucoma Primarium Acut\um or suba- Simplex cutum Glau- coma suspec- ts Glau- coma sccun- darium 1973 191 169 2 19 1 1974 232 195 2 35 1975 127 114 12 i 1976 136 111 i 21 3 1977 83 53 2 26 2 1978 47 36 11 Total 816 678 7 12 U 7 reglulega með 124 sjúklingum vegna grun- semda um gláku. Hœgfara gláka: Uppgjörið nær yfir sjúk- linga, sem voru á lífi 31. des. 1978, samtals 624, en 54 höfðu dáið frá því göngudeildin tók til starfa, (1. október 1973) og er þeim sleppt í þessari samantekt. NIÐURSTÖÐUR Dreifing eftir búsetu: 1 2. töflu er sýnd dreif- ing sjúklinga með hægfara gláku eftir búsetu, ásamt dreifingu í aldursflokkum. Aldur er miðaður við dagsetningu uppgjörs. Á höfuðborgarsvæðinu voru búsettir 405 sjúklingar (198 karlar og 207 konur) eða um 65% af öllum sjúklingum. Höfuðborgarsvæðið nær yfir Reykjavíkurborg, Seltjarnarneskaup- stað, Mosfellssveitarhrepp, Kópavogskaupstað, Garðabæ, Bessastaðahrepp og Hafnarfjörð. Sjúklingar af öðrum landssvæðum skiptast þannig: Vesturlandskjördæmi 84, (50 karlar, 34 kon- ur), Vestfjarðakjördæmi 18, (9 karlar, 9 kon- ur), Norðurlandskjördæmi vestra 21, (16 karl- ar, 5 konur), Norðurlandskjördæmi eystra 10, (6 karlar, 4 konur), Austurlandskjördæmi 16, (6 karlar, 10 konur), Suðurlandskjördæmi 47, (26 karlar, 21 kona), Reykjaneskjördæmi, (að frádregnum hluta af höfuðborgarsvæðinu), 22, (11 karlar, 11 konur). Áberandi er hversu sjúklingar utan höfuð- borgarsvæðisins eru margir úr Vesturlands-

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.