Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.10.1979, Side 22

Læknablaðið - 01.10.1979, Side 22
236 LÆKNABLAÐIÐ töflu) og er orsökin bæði drer og gláku- skemmd. Um 83% allra glákusjúklinga hafa lestrarsjón (þ.e. sjónskerpu 6/6—6/15 á betra auga) í aldursflokknum 50 ára og eldri eins og áður segir. Um tíundi hver glákusjúklingur hefur gengið undir dreraðgerð á öðru eða báðum augum (ka 11.4%, ko 7.6%) og er það mun hærra hlutfall, en meðal fólks á sama aldri, sem ekki hefur gláku. Fimm tegundum veituskurða hefur verið beitt til að lækka augnþrýsting þeirra gláku- sjúklinga, sem eru til meðferðar á göngudeild- inni. Þetta gefur til kynna, að enginn veitu- skurður er án fylgikvilla, en þrýstingslækkun fæst í yfir 90% við hvaða aðferð sem beitt er. Nú á síðustu árum er nær eingöngu beitt sí- vefsskurði (trabeculectomia), sem talinn er ör- uggasti veituskurðurinn. Reynslan hefur þó sýnt að í kjölfar þessarar aðgerðar koma sömu fylgikvillar og við eldri fistilmyndandi skurði. Langalgengasti fylgikvilli veituskurða er drer- myndun í augasteini enda hafa um 7% allra glákuaugna verið skorin vegna þessa kvilla (extractio lentis) og meirihluti glákuaugna með drer er í glákuskornum augum. Glákuaðgerðir eru mun algengari meðal karla en kvenna (243:129). Eins og áður segir, virðist vera erfiðara að hafa hemil á augn- þrvstingi meðal karla, því að jafnaði er ekki gripið til aðgerðar, nema lyf nægi ekki til að halda augnþrýstingi niðri. Skýringin á því, að tiltölulega færri karlar eru i lyfjameóferð, er sú, að augnþrýstingur hefur verið lækkaður með skuðaðgerð hjá fleiri körlum en konum. Skipuleg leit að hægfara gláku er nauðsyn- leg til þess að finna sjúkdóminn á byrjunarstigi og jafnvel þótt hann sé korninn á allhátt stig, því að einkenni eru engin, sem sjúklingar geta áttað sig á. Það skal tekið fram að allir þeir s.iúklingar sem sendir voru af Rannsóknarstöð Hjartaverndar voru grunlausir um alvarlegan augnsjúkdóm. Meirihluti sjúklinganna var með sjúkdóminn á byrjunarstigi, eins og fram kem- ur í 13. töflu B. Þrjú augu voru með sjúkdóm- inn á lokastigi. Af körlum hafa 10 gengizt und- ir veituskurð (14 augu), en aðeins ein kona (bæði augu). Af ofanskráðu sést að þáttur Hjartaverndar í sjónvernd er stór og ómetan- legur. Miklu máli skiptir að sjúklingar sendir af Hjartavernd eru í yngri aldursflokkum, með sjúkdóminn á lágu stigi og er því auðveldara að fást við lækningu. Því fyrr sem glákusjúk- lingur er tekinn til meðferðar, þeim mun auð- veldara er að halda sjúkdómnum í skefjum. GLÁKUGRUNUR (GLAUCOMA SUSPECTS) Það er ekki fyrr en á síðari árum, að þekk- ingarleg afstaða og áhugi almennings á gláku hefur breytzt með aukinni fræðslustarfsemi. Fólk er yfirleitt nú orðið á verði gagnvart sjúkdómnum og leitar fyrr til augnlækna en áður, einkum ef gláka er i ætt. Af því leiðir að sjúkdómurinn finnst oftar á byrjunarstigi nú á dögum, en áður fyrr og því auðveldar að tefja fyrir þróun hans. Table XIV Follow up of 124 „glaucoma suspects“ at tlie Glaucoma Clinic, StJosepli’s Hospital, Reykjavík, Iceland. Cases No. M F <40 U0-U9 M F M F 50-59 M F ^ Oi 69 F 70-79 M F Reykjavík and suburbs Other 43 60 5 4 3 16 19 14 23 4 15 region 11 10 1 4 8 6 1 1 Total 54 70 6 4 3 20 27 20 24 4 16 Á göngudeildinni er hópur fólks, sem fylgzt er reglulega með vegna gruns um gláku, sbr. 14. töflu. Við uppgjör (31.12/78) voru þeir 124 að tölu (54 karlar og 70 konur) og eru flestir á aldrinum 50—65 ára. Meirihlutinn er búsett- ur á höfuðborgarsvæðinu. Rannsóknarstöð Hjartaverndar sendi 52, (28 karla og 24 konur), eða um 42% af sjúklingum, en þeir senda frá sér til nánari rannsóknar, ef sjúklingurinn er með 21 mm Hg eða meira með Schiötz augn- þrýstingsmæli (hypertensio ocularis). Þeir sem komust i flokk þeirra, sem grunaðir eru um gláku hafa einhver eftirtalinna einkenna: 1. Augnþrýstingur 22—26 mm Hg eða hærri mælt með „applantations“-þrýstingsmæli án sjónsviðsskerðingar og normal sjóntaug (papilla n. optici). 2. Þrýstingsmismunur beggja augna 3 mm Hg eða meiri og þrýstingur meiri en 16 mm á öðru auga. 3. Hlutfall sjóntaugarbolla (excavatio) meira en 50% af þvermáli sjóntaugaróss (papilla n. optici) (cup:disk ratio > 50%). 4. Áberandi stærðarmunur á sjóntaugarbollum. Komi fram sjónsviðsskerðing auk einhverra ofanskráðra einkenna, er um hægfara gláku að ræða. Sýnt hefur verið fram á við kannanir að 8—10% íbúa yfir fertugt hafa augnþrýsting yfir 21 mm Hg, án annarra glákueinkenna, hypertensio ocularis.s ia i» Til skamms tíma var talið, að um hægfara gláku á frumstigi eða byrjunarstigi væri þá að ræða og álitið var, að sjúklingar með hypertensio ocularis fengju fyrr eða siðar skemmd í sjóntaug og sjónsviðs- skerðingu.o u Reyndin er önnur. Kannanir hafa leitt í ljós að ekki nema hluti þeirra, sem eru með augnþrýsting 21 mm og hærri, fá skemmd í sjóntaug og í sumum augum lækkar þrýsting- urinn.it Schwartz heldur því fram, að af þeim, sem eru með augnþrýsting 21—28 mm Hg, fái um 3.5% sjónsviðsskerðingu innan fimm ára.is Tölfræðilega hefur verið sýnt fram á, að fjöldi fólks með hypertensio ocularis er mun meiri en þeirra, sem fá gláku á kliniskt stig.s

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.