Læknablaðið - 01.10.1979, Page 29
LÆKNABLAÐIÐ
239
Ársæll Jónsson og Þór Halldórsson
MAT Á VISTUNARÞÖRF AIDRAÐRA SJÚKRA
í HEIMAHÚSUM
INNGANGUR
Forskoðun aldraðra sjúkra í heimahús-
um er þýðingarmikill þáttur í starfsemi
öldrunarlækningadeilda. Með því móti er
aflað nákvæmari upplýsinga um heilsufar
og félagslegai’ þarfir sjúklinga, og ráðstöf-
un takmarkaðra úrræða verður markviss-
ari en ella.1 Með auknum mannafla á öldr-
unarlækningadeild Landspítalans veturinn
1978—79 var unnt að sinna öllum innlagn-
ingarbeiðnum, sem bárust með vitjunum í
heimahús, og er hér tekið saman yfirlit
yfir 100 vitjanir af þessu tagi.
EFNIVIÐUR
Teknar eru saman 100 samfelldar vitj-
anir í heimahús, sem farið var í veturinn
’78—’79 eftir að beiðni um sjúkrahúsvist
hafði borizt frá heimilislækni. Þjónusta
þessi takmarkaðist við búsetu á Reykja-
víkursvæðinu, en 91 sjúklingur bjó í
Reykjavík, 5 í Kópavogi, 2 á Seltjarnarnesi
og 2 í Mosfellssveit. Reynt var að bregðast
fljótt við, og var nær öllum beiðnum sinnt
innan viku og svarað með læknabréfi.
NIÐURSTÖÐUR
Aldursdreifing sjúklinga er sýnd á töflu
I. Konur voru 59, karlar 41, en var ekki
marktækur munur á aldri. Sautján sjúk-
lingar voru á tíræðisaldri, en aðeins 1 sjúk-
lingur eldri en 95 ára.
Flestir sjúklinganna höfðu virka sjúk-
dóma í fleiri en einu líffærakerfi, en sá
sjúkdómur var valinn úr, sem álitinn var
hafa valdið því, að innlagningarbeiðni var
send. Þessir sjúkdómar voru þvínæst flokk-
aðir í 8 aðalflokka, eins og sýnt er á töflu
II.
Af hjartasjúkdómum reyndust flestir
vera með angina og háþrýsting, en einnig
reyndust sumir hafa hjartabilun án full-
Öldrunarlækningadeild Landspítalans
Barst 05/07/79. Send í prentsmiðju 22/08/79.
nægjandi meðferðar. Sjúkdómar í hreyfi-
kerfi var fjölskrúðugur flokkur, sem inni-
hélt osteoarthrosis, arthritis urica, arthritis
rheumatoides og polymyalgia rheumatica.
Flestir sjúklinganna reyndust hafa sjúk-
dóma í taugakerfi og eru þeir nánar sund-
urliðaðir í töflu II. Stærsti hópurinn innan
þess flokks eru sjúklingar með heilabilun
(chronic, late onset, intrinsic, progressive
brain failure). Tólf sjúklingar höfðu geð-
sjúkdóm sem aðalvandamál, en af þeim
TABLE I
Age distribution of 100 succesive referráls
seen in domiciliary visits
Males Females
Number of patients 41 59
Mean age 83,3 81,4
Age groups as a percentage of total
Younger than 70 7 8
70—79 24 25
80—89 39 56
Older than 90 29 10
TABLE II
Incidence of disorders of main systemsleading
to referral to a geriatric unit
a) Domiciliary visit
b) Hospital admission within three months
c) Emergency admission to a general medical ward
System afféctcd
Cardiovascular
Eespiratory
Gastrointestinal
Locomotor
Endocrine
Urogenital
Malignancies
Central nervous:
— Stroke
•— dementia
— other organic
— psychiatric
a b
11 3
2 2
3 2
14 7
3 1
5 2
4 2
15 6
25 16
6 3
12 6
c
1
2
2
1
2
3
1
2
Total number of patients
14
100 50