Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.10.1979, Side 36

Læknablaðið - 01.10.1979, Side 36
242 LÆKNABLAÐIÐ Sú regla hefur verið ríkjandi á göngu- deild Landspítalans, að heimila ekki eftir- lit með sjúklingum, öðrum en þeim, sem legið hafa inni á legudeildum spítalans. Þetta ákvæði kemur í veg fyrir, að hægt sé að nota göngudeildina til forskoðunar sjúk- linga, annarra en þeirra, sem áður hafa leg- ið á legudeildum spítalans. Hér er þó ekki um marga sjúklinga að ræða, þar sem hóp- urinn í heild er yfirleitt það lasburða, að hann á erfitt um vik að sækja til læknis utan síns heimilis. Sama máli gegnir um dagspítala, sem eingöngu nýtist þeim, sem getur komizt að heiman í bíl og aftur til baka samdægurs. Hér er átt við venjulega fólksbifreið, þar sem sérstakir sjúkraflutn- ingar eru ekki starfræktir á þjónustusvæð- inu. Aukning heimilisþjónustu og heima- hjúkrunar á undanförnum árum hefur stórbætt félagslega aðstöðu aldraðra sjúkra í heimahúsum á Reykjavíkursvæðinu. Þó er það svo, að þessi aðstoð nær ekki að sinna eftirspurn og er hvergi nærri nægj- anlega fjölbreytt. Af þeim 100 sjúklingum, sem heimsóttir voru, nægði 9 að fá aukna heimilishjálp. Einnig varð þess vart, að aukin þjónusta af þessu tagi hefði stutt við ýmsa lengur í heimahúsum en ella hefði orðið kleift. Þannig vantar tilfinnanlega oft hjálp að kveldi og um helgar, og jafnvel stöku sinnum nætur. Margir aðstandendur aldraðra í heima- húsum leggja hart að sér við að gera þeim kleift að dvelja sem lengst á eigin heimil- um. Aðstæður eru oft erfiðar, en flestir leggja það á sig að þrauka áfram, ef þeim er gert kleift að komast frá, eins og t.d. í sumarleyfi, eða að þeir njóti fullrar að- stoðar, þegar þeir forfallast á annan hátt. Þessum þörfum hefur verið mætt með sér- stökum „sumarleyfisinnlögnum", sem hafa það höfumarkið að hvíla aðstandendur tímabundið, en geta þó jafnframt stuðlað að læknisfræðilegri endui’hæfingu og þann- ig létt á vandamálunum. Af 100 innlagn- ingar beiðnum reyndust 15 vera af þessum toga spunnar, þar sem æskt var fyrst og fremst eftir hvíldarinnlögn fyrir aðstand- endur. í einu tilvikinu voru ættingjar búnir að gefa hinum aldraða sjúka loforð um að fá að deyja í heimahúsum, og var hann fljót- lega tekinn heim aftur, þegar heilsu hans hrakaði, skömmu eftir innlögn á öldrunar- lækningadeildina. Með forskoðun aldraðra sjúkra í heima- húsum er hægt að gera sér nánar grein fyrir, hve vandamálin eru aðkallandi og nýta þau fáu sjúkrarúm, sem losna, fyrir þá, sem mesta þörfina hafa. Vitjunin gerir einnig kleift að taka nákvæmari sögu frá ættingjum, eða aðstandendum, sem oft er ekki hægt að fá frá sjúklingunum sjálfum. Þekking á aðstæðum sjúklinga í heimahús- um gerir kleift að skipuleggja framtíðar aðstæður hans í samráði við aðstandendur. Nákvæmari sjúkdómsgreining leiddi í ljós, að fjórðungur hópsins þjáðist af al- varlegri heilabilun, og á meðan ekki er gert sérstakt átak fyrir þessa sjúklinga, gera þeir vaxandi kröfur til leguplássa sjúkra- húsanna í Reykjavík. Annar hver sjúklingur þurfti á innlögn að halda, og tæpur helmingur þess hóps hafði það brýnar þarfir, að þeir voru lagðir inn á aðrar sjúkradeildir. Ætla má, að ef sjúklingar þyrftu ekki að bíða eftir inn- lögn, myndi það leiða til stytts legutíma, bæði vegna tímabærari meðferðar og ör- yggisþarfa fyrir aðstandendur. Þetta bend- ir til þess, að hagur sjúklinga og heilbrigð- isstofnana gæti verið í því fólginn að efla öldrunarlækningaþjónustu í Reykjavík. Forskoðun aldraðra sjúkra í heimahúsum leiddi til annarra úrlausna en innlögn á legudeild hjá þriðjungi sjúklinga. Þessar úrlausnir eru ódýrari, og með því að auka þær og skipuleggja betur, væri hægt að auka þá valkosti, sem forða innlögnum á dýrar legudeildir. SUMMARY In a new 66 bedded geriatric unit, a domi- ciliary assessment visit was made on 100 successive requests from general practitioners for the hospital admission of elderly sick people at home. Assessment was made which disease was the principal cause for the referal (table II). Of these 100 patients, 5 had the main disorder in the central nervous system, including 25 with advanced senile dementia. Half the patients were admitted to hospital within three months, but only 36 to the geri- atric unit. Fourteen patients were admitted as an emergency to a general medical ward. In- patient hospital admission could be avoided for 13 patients who were seen in out-patient

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.