Læknablaðið - 01.10.1979, Blaðsíða 50
254
LÆKNABLAÐIÐ
Bandaríkjunum hafa verið bólusett börn á
aldrinum 1 til 12 ára, bæði piltar og stúlk-
ur. Er stefnt að því að mynda ákveðna mót-
stöðu („herd immunity") eða minnka
fjölda næmra í þeim aldurshópi, sem tal-
in er mest hætta á að beri smit í ófrískar
konur, oftast mæður barnanna. Er ætlun-
in að útrýma þannig rauðu hunda sýking-
um úr umhverfi mæðranna. Á þannig að
verja einn aldurshóp með bólusetningu
annars. Bretar, Svíar, Finnar o. fl. Evrópu-
þjóðir hafa aftur á móti bólusett 12 til 14
ára telpur með það fyrir augum að verja
hverja einstaka konu með sem hæstum
mótefnum á barneignaaldri. Fylgjendur
beggja skoðanahópanna hafa síðan tekið
upp bólusetningu valdra hópa, þ. e. kvenna
strax eftir fæðingu, eða kvenna sem nota
einhverjar getnaðarvarnir í nokkrar vik-
ur á eftir bólusetningunni.
Varðandi val á aldurshópi sem bólusetja
á hér ber að athuga:
1. Hegðun rauðra hunda á íslandi og
möguleika á að fylgjast með faröldr-
um annars vegar og ófrískum konum
hins vegar.
2. Endingu mótefna, bæði eftir eðlilega
sýkingu og bólusetningu og hugsan-
lega þýðingu endursýkinga í faröldr-
um fyrir varanlegt ónæmi.
3. Heilbrigðisþjónusta og „stöðugleiki"
íbúanna m. t. t. flutninga til og frá
fslandi.
1. Munur er á hegðun rauðra hunda á
íslandi annars vegar og í Bandaríkjunum
og Bretlandi hins vegar. f báðum þessum
þéttbýlu löndum eru rauðir hundar land-
lægir, en á nokkurra ára fresti koma stærri
faraldrar. Horstmann o. fél., Farquhar o.
fél. og Lehan o. fél.21 22 43 53 hafa sýnt, að
þrátt fyrir 85% til 90% ónæmi í hópi,
sýkjast hinir neikvæðu samt eins og sýna
má fram á með mótefnamælingum og þeir
sem hafa upphaflega lægstu mótefnin,
endursýkjast. Oft eru sýkingar einkenna-
lausar. Weinstein og Chang83 bera saman
við mænuveiki og benda á, að þótt mænu-
veiki hverfi úr þjóðfélaginu við 85%
ónæmi séu þetta tvær ólíkar sýkingar.
Mörg önnur atriði skipta máli. Nægir að-
eins að nefna að smitleið mænuveiki er
faecal-oral smit og skiptir almennur þrifn-
aður þar miklu máli, en rauðir hundar eru
öndunarfærasmit, sem er erfiðara viðfangs.
Telja sumir höfundar að mynda þurfi allt
að 100% ónæmi í þjóðfélaginu ef eigi að
stöðva rauðu hunda sýkingar. Þrátt fyrir
bólusetningarherferð í Bandaríkjunum, þar
sem milljónir barna og fullorðinna hafa
verið bólusettar hafa samt komið upp far-
aldrar á stöðum þar sem 85% barna hafa
verið ónæm35 48 so. I þessum faröldrum
hefur sýking færst meira yfir á eldri ald-
urshópa, táninga, þ. e. börnin eru varin
með bólusetningu en í eldri aldurshópum
eru samt nægilega margir næmir til að
faraldur nái sér niðri.
Áður en bólusetningar hófust í Banda-
ríkjunum, komu faraldrar á 6 til 10 ára
fresti. Af konum á barneignaaldri voru
þar um 85% ónæmar. Rauh08 fann, að
árið 1970 voru 15% næmar á aldrinum
12 til 19 ára en 1975 eru 30% næmar. Á
árunum 1970—’75 voru börn 1 til 12 ára
bólusett og með því komið í veg fyrir far-
aldur sem búist var við um 1972. í þeim
faraldri hefði hluti telpna sýkst og tala
næmra 12—19 ára nú líklega haldist
óbreytt. Ekki er vitað hvernig bólusetn-
ingarmótefnin haldast, svo hugsanlegt er
að stór hluti kvenna bólusettra í æsku
hafi lág eða engin mótefni 10 til 20 árum
eftir bólusetningu. Með því að hindra far-
aldra í barnahópi og þar með myndun eðli-
legs ónæmis gæti tala næmra orðið hærri í
aldurshópum á barneignaaldri og faraldur
þá náð sér niðri sérstaklega vel í þeim
hópi. í Bretlandi fann Hambling38 aftur á
móti, að 1970 voru 14.3% stúlkna á aldr-
inum 15 til 19 ára neikvæðar þar en 1975
voru 8.6% neikvæðar, þ. e. færri. Telur
hann hér vera að koma í Ijós áhrif bólu-
setningar stúlkna á aldrinum 14 ára. Auk
barnabólusetningar vilja því ýmsir í Banda-
ríkjunum hefja endurbólusetningu 12 ára
telpna til að verja þær á barneignaskeiði,
þ. e. bæta bresku framkvæmdinni ofan á þá
bandarísku.
Hegðun rauðra hunda er önnur á ís-
landi. Hér koma faraldrar en rauðir hund-
ar virðast hverfa úr landi þess á milli. Síð-
ustu faraldrarnir voru 1963—’64 og ’72—
75. Frá því í október 1975 til i júní ’73