Læknablaðið - 01.10.1979, Page 58
260
LÆKNABLAÐIÐ
Halldór Friðgeirsson, Ólafur Ólafsson*
UPPLÝSINGASAFN HEILBRIGÐISKERFISINS I
(HEALTH DATA BANK)
í greininni er skýrt frá tölvukerfi fyrir
skráningu og úrvinnslu á vistunarupplýs-
ingum spítala á íslandi. Tölvukerfið var
þróað og hannað á árunum 1975—1978. Það
hefur verið prófað og tekið í notkun á
Sjúkrahúsi Akraness.13 í greininni segir frá
markmiðunum með notkun kerfisins, kerf-
inu er lýst í aðalatriðum, þar á meðal eru
lýsingar af inntaki, upplýsingaflæði og út-
taki. Síðast er samanburður við markmið.
INNGANGUR
í lögum nr. 58/1978 og reglugerð nr.
411/1973 er kveðið á um að landlæknis-
embættið sjái um skipulagningu skýrslu-
gerða og annist útgáfu heilbrigðisskýrslna
í sambandi við viðkomandi deildir heil-
brigðis- og tryggingamálaráðuneytisins.
Skýrslugerðinni ber að haga á þann veg
að unnt sé að:
1. Fylgjast með heilsufari landsmanna ut-
an og innan sjúkrastofnana og þeim
breytingum, sem verða þar á frá ári til
árs.
2. Hafa faglegt eftirlit með starfi og starfs-
aðstöðu heilbrigðisstarfsmanna, og þá
ekki síst aðbúnaði sjúklinga.
Áður en lengra er haldið er rétt að finna
þessari skýrslugerð stað í upplýgingakerfi
heilbrigðiskerfisins.
Upplýsingavinnsla í heilbrigðiskerfinu
Heilbrigðiskerfið er bæði yfirgripsmikið
og flókið. Af hagkvæmnisástæðum er hin-
um ýmsu verkefnum í heilbrigðiskerfinu
skipt niður á ýmsar sérhæfðar stofnanir,
deildir og vinnuhópa. Þessi uppskipting
verkefna í heilbrigðiskerfinu er í anda við
hefðbundnar aðferðir við skipulag skipu-
* Frá landlæknisembættinu.
Greinin barst ritstjórn 17/3/79. Send í prent-
smiðju 20/4/79.
lagsheilda (stofnana, fyrirtækja og félaga),
sem byggist á því að skipta starfseminni
upp í afmörkuð verkefni og starfsþætti sem
sérstakar deildir, vinnuhópar eða ein-
staklingar sjá um. Hinir ýmsu starfsþætt-
ir eru síðan tengdir saman á þann hátt
sem nauðsynlegt, hagkvæmt og eðlilegt
telst.1 6 8
Þessi uppskipting verkefna hefur í för
með sér einföldun, sem er auðvelt að sýna
fram á með dæmum. Skipulagsheildin sam-
anstendur af því sem við getum kallað bún-
að (e. resources) með því er átt við mann-
afla, þekkingu, húsnæði, tækjabúnað og
fjármagn. Við stjórnun skipulagsheildar-
innar er notað stjórnkerfi hennar.
Þetta stjórnkerfi er oft flokkað í tvö
undirkerfi, sem eru ákvarðanakerfi og upp-
lýsingakerfi.
Þessi tvö undirkerfi eru hornsteinar
allra stjórnkerfa. f ákvarðanakerfinu fer
öll ákvarðanataka fram. Upplýsingakerfið
fóðrar hins vegar ákvarðakerfið á upplýs-
ingum (gögnum) til ákvarðanatöku og
einnig upplýsingum um afleiðingar ákvarð-
ana. Um upplýsingakerfi skipulagsheilda
gildir sama reglan og um önnur verkefni.
Hagkvæmast hefur reynst að skipta upp-
lýsingakerfum skipulagsheilda niður í af-
mörkuð verkefni og vinna þau sérstaklega.
Með þessu móti fæst mikil einföldun. Þess
ber að geta að mikið hefur verið reynt að
þróa og hanna heildarupplýsingakerfi fyrir
stórar skipulagsheildir, þar á með soítala,
án þess að þess væri gætt að afmarka og
skipta upp verkefnum. Þessi stóru uoplýs-
ingakerfi hafa orðið mjög flókin os dýr og
hafa í fáum orðum reynst illa.112 Þess
vegna hefur á síðustu árum verið far-
ið æ meir inn á þá braut að skipta upp-
lýsingakerfum skipulagsheilda í vel af-
mörkuð og viðráðanleg verkefni, sem síðan
eru tengd saman á hagkvæman hátt.
í upplýsingakerfinu er nauðsynlegt að