Læknablaðið - 01.10.1979, Blaðsíða 62
264
LÆKNABLAÐIÐ
MARKMIÐ
Markmið þeirrar skýrslugerðar, er varð-
ar sjúkrastofnanir, er að:
1. Stuðla að skipulegri áætlanagerð og eft-
irliti.
2. Nýting mannafla, tækjabúnaðar og
stofnana verði sem hagkvæmust frá
læknisfræðilegu og rekstrarlegu sjónar-
miði.
Til þess að því markmiði verði náð er
nauðsynlegt að stofna til samræmdrar
skráningar, varðveislu og úrvinnslu gagna
um biðlista, vistun og afdrif sjúklinga.
Kostir þessa fyrirkomulags, ef vel tekst
til, eru m.a. eftirfarandi:
1. Nákvæmari og samræmdari upplýsingar
fást um biðtíma, legutíma og afdrif
sjúklinga.
2. Samræmdar upplýsingar fást um sjúk-
dómsgreiningar og aðgerðir.
3. Vettvangur skapast fyrir meiri samræm-
ingu á starfi lækna m.a. við greiningu
sjúkdóma og meðferð þeirra.
4. Oruggari grundvöllur skapast fyrir á-
ætlunargerð varðandi mannafla, tækja-
búnað og byggingarþörf en verið hefur.
Töflur um meðallegudagafjölda, sjúk-
dómsgreiningar og aðgerðir sem unnar hafa
verið fram að þessu gefa frekar upplýs-
ingar um framleiðni en gæði. En með
þessu upplýsingakerfi ætti að vera mögu-
legt að fá haldbetri upplýsingar um árang-
ur og gæði þjónustunnar.
ÚTTAK
Skýrslur og listar, sem fyrirhugað er að
vinna í Akraneskerfinu má flokka á ýmsa
vegu.
Almennt má segja að í Akraneskerfinu
verður hægt að vinna allar skýrslur og
lista, sem gerðar eru nú í gamla kerfinu.
Auk þess býður kerfið upp á mjög fjöl-
þætta úrvinnslu, sem útilokað er að fram-
kvæma í gamla kerfinu.
Þessar nýju úrvinnslur, sem verða mögu-
legar, eru fyrir
læknisfræði
gæðaeftirlit
stjórnun og
vísindalega notkun.
Hér getum við flokkað skýrslur, sem
verða unnar, í fjóra hópa:
1. Sömu eða hliðstæðar skýrslur og þær,
sem gerðar eru í dag í gamla kerfinu.
Hér má nefna mánaðarlega nafnalista
sjúklinga, nýtingu rúma á deildum og
reikninga til sjúkrasamlaga.
Árlegar legudagaskýrslur, sjúkdóma-
skrár, aldurs- og kynskiptingu og að-
gerðaskýrslur.
2. Nýjar skýrslur, sem eru almennar staðl-
aðar skýrslur fyrir læknisfræði, gæða-
eftirlit, stjórnun og vísindalega notkun.
Hér má nefna:
Sjúkdómaskrá flokkuð á sjúkrahús og
yfirdeildir eftir aldri, búsetu, atvinnu,
lengd legu og ástandi við brottför.
Legudagafjölda á sjúkdómsgreiningar
eftir sjúkrahúsum, búsetu, atvinnu og
e.t.v. tekjum.
Sjúkdómsgreining og aðgerð eftir
lengd legu, afdrifum, ástandi við brott-
för, aldri og búsetu.
3. Nýjar skýrslur og listar, sem eru ekki
almennar og staðlaðar heldur unnar
samkvæmt sérstökum óskum í hvert
sinn. Það skal tekið fram að slíkar úr-
vinnslur geta orðið staðlaðar að því leyti
að kerfið (forritin) fyrir úrvinnsluna
er til eftir að einu sinni er búið að biðja
um úrvinnslu. Úrvinnslan fer hins vegar
einungis fram eftir sérstökum óskum.
Þessar úrvinnslur eru fyrir vísindalegar
rannsóknir á sviði læknisfræði, gæða-
mats, stjórnunar og reksturs sjúkrahúsa.
Hér má nefna athuganir á ferli sjúk-
linga: samkeyrslur á legum sjúklings á
sama sjúkrahúsi og milli sjúkrahúsa.
Vinnsla á listum yfir sjúklinga með
ákveðna sjúkdómsgreiningu, eina eða
fleiri, og hliðstæða úrvinnslu fyrir að-
gerðir.
Sérstök úrtök eftir stað, sjúkdóms-
greiningu, aðgerð, kyn, aldri o.fl.
4. Þar eð afdrif sjúklinga, upplýsingar um
heimilislækni og sjúkrasamlag er skráð,
er hægt að kanna nánar feril sjúklings
eftir útskrift, t.d. fjölda veikindadaga
eftir sjúkdómsgreiningu, aðgerð, deild-
um, búsetu o.fl.