Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.10.1979, Síða 68

Læknablaðið - 01.10.1979, Síða 68
268 LÆKNABLAÐIÐ (ef hennar var krafizt) með titli, doktorsprófs/ viðurkenningar og doktorsritgerðar með titli, sérnáms i öðrum greinum en læknisfræði, hvaða, hvar og hvenær. Talin skulu læknisstörf í tímaröð, hvort sem þau voru unnin á stofnunum (sjúkrahúsum o. v.), fyrir opinbera aðila, héraðslækna, aðra embættislækna eða á eigin vegum, geta skal um sérfræðistörf á eigin vegum, að einhverju eða öllu leyti, störf sem heimilislæknir, starf- andi sérfræðingur, —■ og tímasetningar slíkra skiptinga; greina skal í mánuðum, hvenær hvert starf hófst og hvenær því lauk, nefna skal land, stofnun, sérdeild, setningu eða skipun í starf, tegund stöðu, ef hún var ákveðin, kandidat, að- stoðarlæknir fyrsti eða annar, fastur eða laus- ráðinn, eftir því sem aðstæður segja til um, yfirlæknir o. s. frv. Rekja skal fyrst aðalstörf í tímaröð, síðan á sama hátt aukastörf, ráð- gjafarstörf, trúnaðarlæknisstörf, timabundna vinnu að vissum verkefnum samhliða aðal- starfi, hvort gegnt var fleiri héruðum en þeim, sem læknir var skipaður í, hvort hann hafi verið læknir við heilsugæzlustöðvar, skólalækn- ir samhliða aðalstarfi, eða við önnur störf sem iæknir. Skýra skal frá, hvort læknir hafi gegnt héraðslæknisstörfum eða öðrum föstum störf- um á námstíma. Telja skal kennslustörf, hvar, hvenær, hvað kennt, hvaða kennarastig, telja skal námsferðir/námsdvalir, en sérstaklega, ef þær hafa staðið a. m. k. mánuð, verið farnar á ákveðna staði í vissum tilgangi, en annars ósundurliðað, helzt hve oft, á hvaða tímabili, í hvaða tilgangi, tengt hvaða grein. Telja skal stjórnarstörf í félögum lækna, hvaða félög- um, hvaða störf, hvenær, og samskonar störf í öðrum félögum, stofnunum, sem starfa að heilbrigðismálum, nefndarstörf á vegum L.I., annarra læknafélaga, læknadeildar H.I., um- boðsstörf í þágu ríkis, sveitar- eða bæjarfé- laga, hreppsnefndar-/sýslunefndar-/bæjar- stiórnarstörf. nefndarstörf í þágu löggjafar og stjórnsýslu, þingmennsku o.fl., önnur trúnað- arstörf. sem ástæða er til að nefna, stjórnar- störf í félögum óháðum heilbrigðismálum. heið- ursmerki, og hvort læknir sé heiðursfélagi/ kjörfélagi; talin skulu önnur störf óháð lækn- isnámi og starfi, á undan, eftir eða samhliða iæknisstörfum. Ritstörf læknisfræðilegs efnis skulu talin eins og segir orðrétt i spurninga- listanum: „Ritstörf lœknisfrœöilegs efnis: Telj- iS doktorsritgeröir, sérfrœÖiritgerSir, iangar rítgeröir um einstök, fagleg efni (monografí- urj. kennslubœkur eða hluta í þeim, þar sem fjallaö er um iœknisfræöiiegt efni. Hvenær prentaö og hvar. SkýriÖ frd öörum fagtegum ritsmiöum sem heild, gjarnan hve margar þær eru, vfir hvaöa árabil þær ná. og framar öliu, um hvaöa efni (sérgrein) þér iiafiö skrifaö. Tilfaeriö fremur meira en minna. en ritnefnd áskilur sér rétt til aö samræma á hvern hátt ritstörf veröa tálin upp (siá fytgibréf meö þessum spumingálista)“. Talin skal ritstjórn og útgáfustiórn rita um læknisfræðileg efni (Læknablaðið o. s. frv.), hverra, hvenær, rit- störf eða útgáfustjórn önnur en um læknis- fræðileg efni. Talinn skal maki, fullt nafn hans, fæðingardagur, ár, dánardagur, ár, hjóna- vígsla, dagur, ár, sérmenntun maka fyrir og í hjúskap, hjúskaparslit, fjöldi hjónabanda, nöfn tengdaforeldra, heimili og sérmenntun þeirra. Talin skulu börn læknis, kjörbörn, börn utan hjónabands og skyldleiki og tengdir við aðra í læknatalinu. Eftir að hafa athugað spurningalistann og fylgibréf hans, er okkur ekki ljóst, hvað hef- ur ráðið samþjöppunarákvörðunum ritnefnd- arinnar. Hví skyidi upptalning allra „ritsmiða" frekar ,,æra óstöðugan" heldur en marghátt- uð önnur upptalning. sem óskað er eftir og rakin var hér að framan og ráðgert er að birta. Hér höfum við i huga upptalningu allra iæknisstarfa í tímaröð, allt frá kandidatsprófi, þar sem greina skal í mánuðum, hvenær hvert starf hófst og hvenær Því lauk auk tegundar stöðu.......kandidat, aðstoðarlæknir (fyrsti eða annar), fastur, lausráðinn . . “, svo og á hvaða stofnunum unnið var. Á jafn nákvæm- an hátt er beðið um upptalningu aukastarfa, svo sem félagsstarfa, nefndarstarfa, umboðs- starfa í þágu ríkis, sveitar- og bæjarfélaga, hreppsnefndarstarfa, sýslunefndarstarfa, bæjar- stjórnarstarfa og annarra starfa óháðra lækn- isnámi. Ein afleiðing þessarar upptalningar er að siálfsögðu allt kandidatsárið, ,,túrnusinn“ í mánuðum hér og mánuðum þar, en einmitt þar mætti e. t. v. þjappa saman, því allir læknar hafa lokið ,,túrnus“ einhvern veginn, og þessi upptalning verður keimlík hjá flestum, en þónokkuð plássfrek eins og sjá má í síðasta Læknatali. Á bak við ritsmíðar um læknisfræðileg efni, stórar sem smáar, getur hins vegar margt leg- ið, e. t. v. margra ára vinna, sem ekki verður sagt frá í orðum eins og ein ritsmíð eða tvær. Eða er það líklegt til að forðast „mismunun manna" að geta þess til dæmis um lækni, að hann hafi hlotið sérfræðiviðurkenningu fyrir eina tiltekna ritsmíð, kannski þá fyrstu, sem hann gerði, en sleppa svo, skera niður eða þjappa saman öllum öðrum ritsmíðum hans, hvort sem þær eru nú tvær eða fleiri, af því að bær voru ekki ,, . . . doktorsritgerðir, sér- fræðiritgerðir, langar ritgerðir um einstök fag- leg efni (monografíur), kennslubækur eða hlut- ar í þeim . . .“ Þær kynnu þó hver um sig að hafa meira faglegt gildi heldur en byrjunar- verkið, sem sérfræðiritgerðartitilinn fékk. Það þarf ekki að taka fram hér, að heitin doktors- ritgerðir, sérfræðiritgerðir, langar ritgerðir um einstök fagleg efni (mónógrafíur), kennslu- bækur eða hlutar i þeim, segja ekkert til um fatdegt gildi ritverka. 1 stuttu máli sagt finnst okkur litið til rit- starfa í læknisfræði með litlum áhuga og án tengsla við óhiákvæmilegan undanfara þeirra, þ. e. rannsóknarstörf. Þessu til staðfestingar skal bent á, að þótt spurt sé um lækningaleyfi, próf. doktorsDróf, almenn læknisstörf, sér- fræðistörf. ráðgiafarstörf, trúnaðarlæknisstörf, kennslustörf, stjórnarstörf í félögum, nefndar- störf, umboðsstörf, hreppsnefndarstörf, sýslu-

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.