Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2007, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2007, Blaðsíða 6
Dagfari hreinlega gafst upp þegar hann reyndi að fylgjast með störfum Alþingis á fyrsta degi þess eftir jóla- frí. Það var snemma í desember sem þingmenn létu af störfum og fóru að baka laufabrauð, ditta að seríum og öðru sem þarf til jólahalds. Og það var á mánudaginn sem skarinn kom aftur til starfa. Það leyndi sér ekki að jólafríið þeirra þarf að vera langtum lengra. Annan eins pirring og önnur eins leiðindi hefur Dagfari bara ekki séð. Þingmennirnir voru svo önugir að varla tekur tali. Framíköll, æsingur og nánast dónaskapur einkenndi framkomu þingmanna svo mikið að Dagfara leist barasta ekkert á blikuna. Svo fór að lokum að Dagfari slökkti á sjónvarp- inu og sat þegjandi og hugsandi fyrir framan það. Hægt en bítandi kvikn- aði ljós í huga Dagfara. Þetta var al- vörumál. Þingmenn voru bara alls ekki búnir að jafna sig eftir haust- önnina, sem stóð í heilar átta eða jafnvel tíu vikur eftir að hafa ver- ið í sumarfríi mánuðum saman. Þetta er hreinlega of mikið álag. Það er ekki á þingmenn leggjandi að vera bara í mánuð eða hálfan annan í jólafríi. Það er ekki nema rétt um tvöfalt frí skólabarna. Þess vegna fann Dagfari bara eina leið til að þingmenn geti sest niður og sinnt störfum sínum án þess að vera með allan þennan pirring og allan þenn- an dónaskap hver við annan. Dagfara er ljóst að ekki er unnt að snúa þessu við til að minnka álagið, það er að sá tími árs- ins sem þingmenn eru í fríum verði sá tími sem þeir starfa, því þá versn- aði ástandið, þar sem sennilega er vinnutími þingmanna nokkru styttri en frítíminn. En hvað er þá til ráða? Jú, lausnin er einföld, ef við fjölgum þingmönnum þrefalt og gerum þeim kleift að starfa á vöktum, þrískipt- um. Þá þyrfti hver hópur ekki að starfa nema í tvo mánuði á ári og þá er Dagfari sannfærð- ur um að störf á Alþingi hafi eðlilega framvindu, eng- in framíköll, engin öskur, enginn pirringur yrði og þá yrði þingið okkur til sóma, jafnvel til eftir- breytni. Er kannski til fullmikils ætlast? Teiknistofan Henning Larsen Tegnestue A/S í Kaupmannahöfn vinnur nú að tveimur stórum verkefnum í Reykjavík. Hún er aðalhönnuður tónlistar- og ráðstefnuhússins í austurhöfninni og nýbyggingar Háskólans í Reykjavík: Reykjavíkurdeild Rauða kross Íslands ber að greiða fyrrver- andi starfsmanni tæplega hálfa milljón króna vegna vinnu í mat- artíma, samkvæmt dómi Hér- aðsdóms Reykjavíkur. Að auki er Rauða krossinum gert að greiða 400 þúsund í málskostn- að. Starfsmaðurinn vann á næt- urnar við að svara í hjálparsíma Rauða krossins frá mars 2004 til ágústloka 2005. Tvöfalda göngin föstudagur 19. janúar 20076 Fréttir DV Fyrsta formlega skrefið að tvöföldun þjóðvegarins um Kjal- arnes og gerð nýrra ganga undir Hvalfjörð var stigið á dögunum með undirritun samkomulags Spalar og Vegagerðarinnar. Í samkomulaginu segir að Spöl- ur og Vegagerðin séu sammála um nauðsyn framkvæmda við hringveginn á Kjalarnesi og við Hvalfjarðargöng til að auka af- köst umferðarmannvirkjanna og auka jafnframt umferðaröryggi. Áætlað er að leggja um 250 millj- ónir króna í undirbúningsverk- efni vegna framkvæmdanna á þessu og næsta ári og ætla Spöl- ur og Vegagerðin að setja á lagg- irnar sérstaka samstarfsnefnd vegna þeirra. Orkuveita Reykjavíkur og Stangaveiðifélagið hafa ákveðið að takmarka enn frekar laxveið- ar í Elliðaánum vegna nýrna- veikismits í klaklaxi. Hámarks- fjöldi veiddra laxa hvern hálfan dag í sumar verður þrír laxar í stað fjögurra áður. Ákvörðunin miðar að því að fjölga hrygning- arlöxum í ánum. Næsta sumar kann að verða dregið enn frekar úr veiðum í Elliðaánum til dæm- is með því að stytta veiðitímann frá því sem nú er og jafnvel tak- marka veiðar með öðrum hætti. Þingmenn hart leiknir dagfari InnlendarFréttIr ritstjorn@dv.is Borðar og fær borgað Veiða minna í Elliðaám Skólinn verður hringlaga þyrping af byggingum kringum miðlægt torg en byggingarnar munu um leið tengjast með götum og göngubrúm þannig að flæði myndist milli hinna ýmsu skora eða deilda. Hugmyndin er að byggja þorp með götum, kaffihúsum, veitingastöðum, listasafni, líkams- ræktarstöð, bókabúð, barnaheimili og bókasafni ásamt fleiru. Lifandi þorp Hver háskóladeild er sjálfstæð- ur þorpshluti, sem um leið tengist torginu en því er ætlað að vera hjarta þorpsins sem dælir orku og lífi um nærliggjandi götur. Hugmyndin er að gera háskólaþorpið að flaggskipi nútímamenntunar, sem lokkar til sín nemendur og vísindamenn alls staðar að úr heiminum. Upphaflega hugmyndin gerir ráð fyrir að heildar- stærð þorpsins yrði 90.000 fermetrar en á núverandi vinnslustigi er miðað við að byggingar HR verði 32.000 fer- metrar. Skilyrði til vaxtar „Það var haldin alþjóðleg sam- keppni um verkefnið og við völd- um að vinna áfram með hugmynd Henning Larsen Tegnestue A/S þó að enginn hafi í raun unnið keppnina. Í dag snýst verkefnið hvað varðar HR um samtals 32.000 fermetra en allt verkið er enn á hönnunarstigi. Það er enn talsvert þangað til við getum gefið upp kostnaðartölur eða end- anlega stærð þessa háskólaþorps. Við erum nú í 20.000 fermetra hús- næði sem er nokkuð dreift og þess vegna óhentugt enda ekki allt byggt sem skólahúsnæði. Við reiknum ekki með að fermetrakostnaður við bygg- ingu háskólaþorpsins fari mikið yfir byggingaverð venjulegs skrifstofu- húsnæðis en eins og ég sagði er of snemmt að gefa upp tölur. Hins veg- ar er óhætt að segja að þorpið komi til með að bæta aðstöðu skólans verulega auk þess að falla einstak- lega vel inn í umhverfið, lágreist og fallegt, þar sem engin bygging verð- ur hærri en þrjár hæðir,“ segir Þorkell Sigurlaugsson framkvæmdastjóri þróunarsviðs HR, sem situr í bygg- ingarnefnd Háskólans í Reykjavík. Þekkingarþorpið gæti þó fljót- lega stækkað verulega því HR mun bjóða fyrirtækjum í þekkingariðnaði, sem sjá hag sinn í nálægð við skól- ann, þátttöku í uppbyggingunni og að tengjast skólanum og þekkingar- þorpinu á ýmsan hátt. Háskólinn í Reykjavík verður í þyrpingu Háskólinn í Reykjavík Innan fárra ára mun rísa glæsilegt háskólaþorp vestan öskjuhlíðar. Hönnunarvinnan er nú í fullum gangi hjá Henning Larsen tegnestue a/s í Kaupmannahöfn. Háskólahverfið undir vesturhlíðum Öskjuhlíðar verður einkar glæsilegt en þar áformar Háskólinn í Reykjavík að taka í notkun fyrstu áfangana 2009 eða 2010. KoRmáKuR BRagaSon blaðamaður skrifar: kormakur@dv.is Þorkell Sigurlaugsson framkvæmda- stjóri þróunarsviðs Hr segir mikla möguleika fyrir fyrirtæki í þekkingariðn- aði á að tengjast nýja háskólaþorpinu. Herlaust land er fram- tíðin að mati utanríkisráð- herra Valgerðar Sverrisdótt- ur. Í ræðu hennar í Háskóla Íslands kom fram að ekki stæði til að stofna íslensk- an her í nokkurri mynd. Þá segir hún brotthvarf Banda- ríkjahers á síðasta ári hafa styrkt sig í trúnni um að hér ætti ekki að vera herlið á friðartímum. Varnir lands- ins vill Valgerður tryggja með aukinni þátttöku Ís- lands og færanlegum her- sveitum Bandaríkjamanna og annarra nágrannalanda. Herlaust land
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.