Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2007, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2007, Blaðsíða 24
föstudagur 19. janúar 200724 Helgarblað DV Við undirritaðir viljum koma á framfæri eftirfarandi athugasemd- um við ummæli sem höfð eru eft- ir Árna Tómassyni endurskoðanda í DV þann 12/1 2007 vegna um- fjöllunar um mál Gunnars Arn- ar Kristjánssonar endurskoðanda vegna vinnu hans fyrir Trygginga- sjóð lækna. Ummælin eru að okk- ar mati viðsnúningur á staðreynd- um, og þykir ekki hægt að láta þeim ósvarað vegna órökstuddra áfellis- dóma yfir Gunnari og verjendum hans sem þar er að finna. Í greininni í DV er að finna þessi ummæli: „Ef þetta mál hefði fengið efnis- lega umfjöllun, þá hefði náttúrulega depurðin komið upp.“ Gunnar hefur verið sýknaður af öllum kröfum ákæruvaldsins og telst saklaus af þeim öllum. Þannig er ótvíræð dómsniðurstaðan og ef öðru er haldið fram þá er það ein- faldlega rógburður. Ummælin verða helst skil- in þannig að Gunnar sé eftir sem áður sekur þó dómstólar hafi sýkn- að hann í óþökk þeirra sem rann- sökuðu mál hans og að það hafi ver- ið fyrir tilstilli verjenda og markmið þeirra að koma í veg fyrir að mál- ið fengi efnislega umfjöllun. Eftir stendur að Gunnar og þeir sem að vörn hans komu liggja undir ámæli um óskilgreinda „depurð“. Sá möguleiki er að vísu einnig opinn að „depurðarinnar“ sé leitað á röngum stað samanber eftirfar- andi tilvitnanir í gögn málsins. Rannsókn málsins Haft er eftir í DV: „Verjendurnir reyna náttúrulega að forðast það að málið fái efnislega umfjöllun. Þeir eru bara að vinna sína vinnu.“ Árni Tómasson hefur borið fyr- ir dómi að hann hafi ekki skoðað vinnupappíra Gunnars og þar með vinnubrögð hans. Á meðan við- komandi hefur ekki skoðað um- rædd gögn hlýtur að vera óhægt um vik að rökræða efnislega um vinnu- brögðin. Falsanir, sem beitt var gegn Gunnari, voru ekki rannsakaðar og fengu afar takmarkaða umfjöllun hjá lögreglu og þar með hjá þeim kunnáttumönnum sem lögregla leitaði til. Ef talið er að einhverjir hafi komið í veg fyrir að málið fengi efnislega umfjöllun þá ættu rann- sóknaraðilar að líta í eigin barm. Þeir litu algjörlega framhjá vinnu- pappírunum og fengu verjendur Gunnars aldrei tækifæri til að ræða þá efnislega undir rannsókn máls- ins, þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir þar um. Dómsskjöl og eigin framburður rannsakenda fyrir dómi bera þessu glöggt vitni. Umsögn Hæstaréttar um störf kunnáttumanna, sem tilkvaddir voru lögreglu til aðstoðar, er orðrétt þessi: „Þessar álitsgerðir kunnáttu- manna beindust aðeins að litlu leyti að ætlaðri vanrækslu ákærða varð- andi endurskoðun á nákvæmlega tilgreindum þáttum reikningsskila í nánar tilteknum ársreikningum, heldur fjölluðu þær að mestu með almennum orðum um fjölda atriða í senn á löngu árabili. Þá var að engu teljandi leyti brugðið ljósi á það hvernig endurskoðandi hefði nánar átt að bera sig að í starfi við sömu at- riði ef gætt væri góðrar endurskoð- unarvenju.“ Aðfinnslur dómstóla lutu því nákvæmlega að því að málið hafði ekki fengið efnislega umfjöllun af hálfu lögreglu og þar með kunnáttu- mannanna og að verknaðarlýsingu í ákæru væri áfátt. Hvernig verjend- um Gunnars verður um kennt með því að þeir hafi forðast efnislega um- fjöllun er illskiljanlegt í ljósi mála- vöxtu. Ummæli Árna eru í alvarlegu ósamræmi við niðurstöðu Hæsta- réttar og geta ekki verið sannleikan- um samkvæm. Það er mjög alvarlegt í ljósi stöðu hans sem endurskoð- anda og þess að viðfangsefni hans var rannsókn sakamáls sem leiddi til ákæru um hegningalagabrot. Ábyrgð á lögreglurannsókn Í sömu grein í DV segir Árni: „Í raun og veru situr eftir sú spurning hvort endurskoðandinn á ekki að geta svarað fyrir það sjálfur, hvað hann gerði og hvað ekki.“ Þessi yfirlýsing kemur nákvæm- lega heim og saman við reynslu verjenda af rannsókn málsins. Gunnar varð sjálfur að afla gagna og rannsaka atvik. Það á hins veg- ar að vera á ábyrgð lögreglu lögum samkvæmt að rannsaka sakamál og upplýsa þau og áttu kunnáttumenn- irnir að vera lögreglu þar til aðstoð- ar. Hvergi í málsskjölum er að finna athugasemd þess efnis að Gunn- ar hafi neitað að svara spurning- um eða upplýsa um atvik. Að sjálf- sögðu á endurskoðandi að svara fyrir verk sín og það reyndi Gunnar að gera við takmarkaðar undirtekt- ir lögreglu. Áhugaleysi hinna sér- fróðu kunnáttumanna um ítarlega rannsókn er reyndar augljóst í ljósi svohljóðandi orðréttrar umsagnar Hæstaréttar: „Skýrsla var síðan tekin af ákærða fyrir lögreglu 2. mars 2004. Þar ít- rekar hann fyrri athugasemdir um rannsókn málsins og fyrirliggjandi gögn. Lutu þær meðal annars að því að ekki hafi verið rannsakað á hvern hátt Lárus Halldórsson hafi blekkt ákærða. Í því sambandi benti hann sérstaklega á fimm atriði, nánar til- tekið fölsun afstemminga og skulda- bréfalista, fölsun ljósrita spariskír- teina ríkissjóðs, fölsun á tölvulistum skuldabréfa ársins 1998, færslu á tvöföldu bókhaldi og fölsun upplýs- inga um vanskil í skuldabréfalistum. Verður ekki ráðið af gögnum málsins að þessar athugasemdir hafi leitt til frekari rannsóknar á málinu.“ Hér er á ferðinni skýr og greini- leg áskorun frá Gunnari um efnis- lega umfjöllun um þau atriði sem hann tilgreinir nákvæmlega. Um- sögn Hæstaréttar skal endurtekin: „Verður ekki ráðið af gögnum málsins að þessar athugasemd- ir hafi leitt til frekari rannsóknar á málinu.“ Eins og fram kemur hér á eftir verða verk Gunnars að mati Hæsta- réttar ekki metin fyrr en fyrir liggur hvaða áhrif falsanir höfðu á vinnu hans. Svo einfalt og skýrt er það. Innra eftirlit Árni segir í viðtalinu í DV: „Þarna var ekkert innra eftirlit. Lárus Halldórsson framkvæmda- stjóri gerði allt.“ Framburður starfsmanns Lárus- ar fyrir dómi er hins vegar þannig: „Hún kvaðst hafa fært daglegt bókhald, þ.e. afborganir af þeim veðskuldabréfum er sjóðurinn átti og einnig hafi hún bókað inngreidd iðgjöld og stemmt af bankareikn- inga, sem þessar færslur fóru inn á. Vitnið kvað iðgjöldin hafa verið færð inn á séreignareikning hvers sjóðfé- laga. Vitnið kvað að Lárus hafi sjálf- ur prentað út yfirlit fyrir aðalfund og hafi vitnið sett þau í umslög. Vitnið kvaðst hafa útbúið skulda- bréf vegna útlána til sjóðfélaga og farið með þau í þinglýsingu, en bréf- in hafi verið geymd á skrifstofu Lár- usar og verið innheimt þaðan.“ Framburður formanns stjórnar TL frá 1997 fyrir dómi styður þenn- an framburð starfsmanns Lárusar að hluta: „Vitnið kvaðst hafa orðið sjóðfé- lagi í Tryggingasjóði lækna upp úr 1980 og kvaðst hafa fengið yfirlit um inneign sína hjá sjóðnum árlega. Þar hafi komið fram hvað vitnið ætti inni í sjóðnum ásamt hreyfinga- lista.“ Samkvæmt þessu fer ekki milli mála að innra eftirlit var fyrir hendi, og styðst það við framburð starfs- manns Lárusar og stjórnarmanns þó eins og í flestum tilfellum mætti deila um umfang þess og virkni. Hins vegar eru engin gögn meðal málsskjala sem gefa til kynna að innra eftirlit hafi verið skoðað sér- staklega af lögreglu og þar með lagt mat á það. Þar með eru engar stað- festingar fyrirliggjandi á því hvort það hafi brugðist að öllu eða ein- hverju leyti. Starfsmaður Lárusar var ekki yfirheyrður af lögreglu, að- eins fyrir dómi og þá að kröfu verj- anda Gunnars og er því takmarkaða vitneskju varðandi innra eftirlit að finna í lögreglurannsókn. Árni get- ur því ekki af yfirsýn eða sanngirni fjallað um innra eftirlit þar sem ekki er vitað til þess að hann hafi kynnt sér það með neinum hætti. Þrátt fyr- ir þetta gefur hann út fyrirvaralausa yfirlýsingu um algeran skort á því. Viðbótargögn Vinnupappírar Gunnars voru lagðir fram hjá lögreglu og í kjölfarið voru lögð fram viðamikil viðbótar- gögn eftir rannsókn sem Gunnar lét sjálfur framkvæma. Þau gögn leiddu í ljós blekkingar sem notaðar voru til að villa um fyrir Gunnari. Þessi við- bótargögn skoðaði Árni Tómasson. Blekkingarnar, sem þar voru upp- lýstar, eru með hans eigin orðum samkvæmt minnisblaði hans dags. 3/2 2004: „fagmannlegar og lævís- legar“. Ennfremur segir Árni að: „...ekki sé réttmætt að áfellast vinnubrögð endurskoðanda að því er þennan þátt varðar.“ Þrátt fyrir þetta álit, og það álit eigi við um meginhluta sakarefna, þá koma þessar málsbætur Gunn- ars hvergi fram á síðari stigum máls- ins og að því finnur Hæstiréttur með þessum rökstuðningi: „Ófært er að leggja mat á það hvort ákærði hafi gætt góðrar endur- skoðunarvenju í störfum fyrir trygg- ingasjóðinn án þess að fyrir liggi hvort verk hans kunni í einhverjum atriðum að hafa tekið mið af rang- færðum gögnum, sem honum verði ekki metið til lasts að hafa ekki tor- tryggt.“ Það liggur að mati Hæstaréttar ekkert fyrir um efnislega umfjöll- un af hálfu ákæruvaldsins um þær blekkingar sem Gunnar var beitt- ur og hvaða áhrif þær kunnu að hafa haft á vinnu hans. Lögregla og ákæruvald sem átti að leiða rann- sóknina hlýtur að verða að axla ábyrgð í því efni, ekki verjendur. Ummæli um dómara Ummæli Árna um dómara máls- ins vekja einnig athygli. Haft er eftir honum: „Með fullri virðingu fyrir dóm- urunum þá held ég að þegar 120 til 140 milljónir eiga að vera í sjóði og þar reynast ekki vera til nema 40 milljónir sé eitthvað at- hugavert á ferðinni. Framkvæmda- stjórinn viðurkenndi að hafa stolið þessum peningum og villt um fyr- ir mönnum. Eftir situr fólk sem fær ekki lífeyrinn. Er það þá ekki nógu skýrt?“ Af þessu má helst ráða að Árni telji að dómarar þeir sem fjölluðu um mál Gunnars hefðu átt að sak- fella hann þegar af þeirri ástæðu að framkvæmdastjórinn dró sér fé og ekki hafi verið nauðsynlegt að rann- saka endurskoðunarvinnu Gunn- ars sérstaklega. Raunar eiga þessar fjárhæðir sem nefndar eru sér ekki stoð. Staðreyndin er sú að frávísun málsins frá dómi verður rakin beint til vinnubragða lögreglu, tilkvaddra kunnáttumanna og ákæranda en þau vinnubrögð dæmdi Hæstiréttur ótæk með þeim ummælum að þau stæðust ekki lög. Það þarf nokkuð að koma til að málum sé vísað frá dómi, hvað þá með jafn harkalegri umsögn og rannsókn þessa máls fær. Lögreglu, tilkvöddum kunnáttu- mönnum og ákæranda var treyst fyrir því að greina hlutlægt kost og löst á vinnu Gunnars í anda laga um meðferð opinberra mála. Það brást og í kjölfarið er dómurum og verj- endum um kennt. Kaffispjall DV hefur eftir Árna: „Gunnar hefur sjálfsagt treyst Lárusi og hitt hann bara í kaffi og skrifað svo upp á reikninginn.“ Hér er viðhorfi Árna til vinnu Gunnars ugglaust rétt lýst. Árni tel- ur „sjálfsagt“ að Gunnar hafi lagt nafn sitt við falsaðan ársreikning eftir kaffispjall við Lárus. Hann lítur hér alfarið framhjá áður gefnum yf- irlýsingum sínum um „fagmannleg- ar“ og „lævíslegar“ falsanir Lárusar, sem hann telur ekki hægt að áfellast Gunnar fyrir. Árni telur líklegt í öðru orðinu að Gunnar hafi verið beittur um- fangsmiklum blekkingum, sem ekki mega verða honum til áfellis, en í hinu orðinu telur hann að Gunn- ar hafi alvarlega brugðist faglegum skyldum sínum. Þessi tilvitnuðu orð eru í engu samræmi við staðreyndir málsins og eru sérstaklega ærumeiðandi í garð Gunnars. Niðurlag Það verður ekki betur séð af gögnum málsins sem og styðst við skýrar forsendur Hæstaréttar að lögregla, tilkvaddir kunnáttumenn og ákærandi hafi við rekstur þessa máls á hendur Gunnari sýnt af sér vítaverð vinnubrögð. Reykjavík, 15. janúar 2007 Kristinn Bjarnason hrl. Jón Þ. Hilmarsson endurskoðandi. föstudagur 12. janúar 200714 Fréttir DV LögregLa braut stjórnarskrá og mannréttindasáttmáLann Lögreglurannsókn og málaferli á hendur Gunnari Erni Kristjánssyni, endurskoðanda og fyrrverandi for­ stjóra SÍF, brutu í bága við stjórnar­ skrá lýðveldisins og mannréttinda­ sáttmála Evrópu. Þetta var niðurstaða ríkissaksóknara eftir að rannsókn og réttarhöld höfðu staðið í rúmlega þrjú ár. Gunnar Örn var sakaður um að hafa brugðist skyldum sínum sem endurskoðandi Tryggingasjóðs lækna og átt þannig aðild að því að fram­ kvæmdastjóri sjóðsins dró að sér um 76 milljónir króna. Gunnar Örn tel­ ur að rannsóknin hafi miðast við að hann væri sekur. Hann ætlar að höfða skaðabótamál. Lárus Halldórsson, löggiltur endursko ð­ andi og þáverandi framkvæmdastjóri T rygg­ ingasjóðs lækna, kom á fund lögreglu í byrj­ un maí árið 2002 og játaði að hafa dreg ið sér tugi milljóna úr tryggingasjóðnum og a ð hafa blekkt bæði stjórn sjóðsins og endur skoð­ anda. Gunnar Örn Kristjánsson endur skoð­ andi, sem þá var jafnframt forstjóri S ÍF, þá stærsta fyrirtækis landsins, var endur skoð­ andi sjóðsins. Grunsemdir lögreglu vökn­ uðu fljótlega um að hugsanlega væri ek ki allt með felldu við endurskoðun sjóðsins. G unn­ ar Örn og Lárus höfðu þekkt hvor til an nars í áraraðir og um tíma ráku þeir endursk oðun­ arskrifstofur sínar í sama húsi. Lárus seldi allar eigur sínar og með a ð­ stoð ættingja náði hann að endurgreið a um 27 milljónir af þeim rétt tæpum 76 millj ónum sem hann stal. Lárus var ákærður og d æmd­ ur í tveggja og hálfs árs fangelsi. Ríkislögreglustjóri hóf rannsókn á vinnubrögðum Gunnars Arnar Krist­ jánssonar, endurskoðanda sjóðsins, vegna vinnu hans við endurskoð­ un á bókhaldi Tryggingasjóðs lækna. Gunnar Örn og Krist­ inn Bjarnason, lögmaður hans, eru þess fullviss­ ir að lögregla hafi gefið sér sekt Gunnars Arn­ ar áður en rannsókn málsins hófst. Hæsti­ réttur vísaði málinu að lokum frá með al­ varlegum athuga­ semdum um vinnu­ brögð lögreglunnar og rennir niðurstaða réttarins rökum undir fullyrðingar þeirra. „Örugglega hefði mátt vinna mál­ ið betur og skýr­ ar af hálfu ákæru­ valdsins,“ segir Árni Tómasson, lög­ giltur endurskoð­ andi. Árni var einn þriggja sérfróðra kunnáttumanna sem lögreglan kall­ aði sér til aðstoð­ ar við rannsókn málsins. „Með fullri virðingu fyr­ ir dómurunum, þá held ég að þegar 120 til 140 milljónir eiga að vera í sjóði og þar reynast ekki vera til nema 40 m illjón­ ir sé eitthvað athugavert á ferðinni. F ram­ kvæmdastjórinn viðurkenndi að hafa stolið þessum peningum og villt um fyrir mön num. Eftir situr fólk sem fær ekki lífeyrinn. E r það þá ekki nógu skýrt?“ segir Árni. Um þa ð var ekki deilt í málinu. Það sem Gunnar Ö rn og lögmaður hans finna að, er að ekki hafi sann­ ast refsiábyrgð gegn Gunnari Erni. „Það hefur verið brotið á Gunnari Erni við þessa rannsókn. Ríkissaksóknari lýsti þ ví yfir að lokum að rannsóknin hefði verið í and­ stöðu við stjórnarskrána og mannrét tinda­ sáttmála Evrópu. Það sem eftir stendur er að það er engin niðurstaða um sök hjá Gun nari,“ segir Kristinn Bjarnason, hæstaréttarlög mað­ ur og verjandi Gunnars Arnar Kristjánss onar. Peningarnir voru ekki til „Ég held að það sé óhætt að segja að þ að felist alvarleg gagnrýni á vinnubrögð lö gregl­ unnar, bæði í dómum héraðsdóms og H æsta­ réttar. Ef maður les forsendur Hæstarét tar, þá stendur raunverulega ekki steinn yfir steini. Þessar forsendur segja manni að þa ð er í rauninni ekkert búið að rannsaka hvor t eitt­ hvað var athugavert við vinnubrögð Gu nnars eða ekki,“ segir Kristinn Bjarnason. Árni Tómasson bendir á að jafnvel ríkari skyldur hafi hvílt á Gunnari Erni sem endur­ skoðanda Tryggingasjóðs lækna, vegna þess að sjóðurinn hafði ekk­ ert innra eftirlit. „Það er ein af grundvallar­ greinum í góðri endur­ skoðunarvenju að endurskoðandi ei gi að kanna innra eftirlit. Ef ekkert slíkt er til staðar á endurskoðandinn að auka sín­ ar endurskoðunaraðgerðir. Þarna var ekk­ ert innra eftirlit. Lárus Halldórsson fram­ kvæmdastjóri gerði allt.“ Árni segir málið fljótlega hafa snúist ú t í tæknileg atriði á borð við hverjir væru hæ fir til að koma nálægt málinu og hvort lögreg la hafi gert allt sem hún gat til þess að kanna m ögu­ legt sakleysi Gunnars Arnar. Meðal a nnars var vitnisburður Árna véfengdur í Hæs tarétti vegna þess að tengdafaðir dóttur hans , Ást­ ráður Hreiðarsson læknir, taldi sig eiga kröfur á sjóðinn og stóð í málaferlum vegna þe ss. „Í raun og veru situr eftir sú spurni ng hvort endurskoðandinn á ekki að geta svar­ að fyrir það sjálfur, hvað hann gerði og hvað ekki. Staðreyndin var sú að það var sa gt að hellingur af peningum væri í sjóðnu m en þeir reyndust svo ekki vera til,“ segir Árni Tómasson. Árni telur eftir sem áður að Gunnar Ö rn hafi áritað reikningana fyrir vinskap sinn við Lárus framkvæmdastjóra. „Gunna r hef­ ur sjálfsagt treyst Lárusi og hitt hann bara í kaffi og skrifað svo upp á reikninginn . Þeir ráku náttúrulega endurskoðunarskri fstof­ ur á sama stað hér í eina tíð,“ segir Árn i. „Hann á sér málsbætur, það er klárt. Hann er að vinna með manni sem hann treystir og þeir h afa sömu mennt­ un. Gunnar var aldrei að hylma yfir e itt né neitt. Verjendurnir reyna náttúrulega að forð­ ast það að málið fái efnislega umfjöllun . Þeir eru bara að vinna sína vinnu. Ef þett a mál hefði hins vegar fengið efnis­ lega umfjöllun, þá hefði nátt­ úrulega depurðin komið upp,“ segir Árni. Þessu til mót­ vægis bendir Gunnar Örn Sigtryggur JóhannSSon blaðamaður skrifar: sigtryggur@dv.i s Bogi nilsson ríkissaksóknari Bogi gaf fyrirmæli um að rannsókn málsins yrði hætt í nóvember síðastliðnum. rannsókn- in væri í þeim farvegi að brotið hefði verið gegn stjórnarskrá og mannréttindasáttmála. Kristinn Bjarnason Verjandi gunnars arnar Kristjánssonar segir að brotið hafi verið á gunnari Erni við rannsókn á málum tryggingasjóðs lækna. gunnar Örn Kristjánsson Eftir að málið var höfðað gegn honum sagði hann upp starf i sínu sem forstjóri sÍf, sem var þá stærsta fyrirtæ ki landsins. DV Fréttir föstudagur 12. janúar 2007 15 Kristinn Bjarnason Gunnari Erni Krist­ jánssyni sjálfur á umfangsmiklar falsanir L árus- ar. „Hvers vegna hefði hann átt að ve ra að stunda þessar falsanir ef hann gat tre yst á að ég mundi aldrei fara yfir gögnin?“ spyr Gunnar Örn. Lögreglunni hótað Gunnar Örn og Kristinn Bjarnason hv ika hvergi frá þeirri vissu sinni að lögregla n hafi gefið sér sök Gunnars áður en rann sókn málsins hófst. Þeir benda á að Árni Tó mas- son endurskoðandi hafi hvatt lögreg lu til þess að reka mál á hendur Gunnari í m inn- isblaði sem Árni ritaði vegna málsins þann 26. september 2003. „Ég tel rétt að ekki verði hjá því komist að láta reyna á ábyrgð e ndur- skoðanda í þessu tilviki. Ef ríkislögreglu stjóri gerði það ekki mætti áfellast embættið fyrir að sinna ekki lögboðnum skyldum sí num,“ segir Árni Tómasson á einum stað. Kristinn telur að hér sé um að ræða d ul- búna hótun um alvarlegar afleiðinga r fyr- ir ríkislögreglustjóraembættið verði G unn- ar Örn ekki ákærður. Árna megi þega r hafa verið ljóst að málið hafi ekki verið ran nsak- að nema að litlum hluta. „Hann virði st að- eins hafa haft áhyggjur af því hvort saks ókn á Gunnar næði fram að ganga,“ segir Kri stinn. Árni viðurkenndi fyrir dómi að hafa hv att til þess að Gunnar Örn yrði ákærður. Þeir benda á að Gunnar Örn hafi setið sí na fyrstu skýrslutöku hjá lögreglunni þan n 24. september 2003, aðeins tveimur dög- um fyrr. „Það er ljóst að þarna er málið á frumstigi og vinnuskjöl Gu nnars höfðu ekkert verið skoðuð,“ heldur Kr istinn áfram. „Í 67. grein laga um meðferð opin berra mála segir að „markmið rannsóknar sé a ð afla allra nauðsynlegra gagna til þess að ákæ randa sé fært að ákveða að henni lokinni hvort sækja skuli mann til saka, svo og að afla gag na til undirbúnings málsmeðferðar.“ Kristinn telur það borðliggjandi að þessi skilyrði hafi h vergi nærri verið uppfyllt þegar Árni hvetur lög reglu til málareksturs. Í dómi Hæstaréttar frá þ ví 12. maí 2005 sagði enda að „mjög hefði sko rt upp á að rannsókn lögreglu hafi náð því mar kmiði sem mælt er fyrir um í 67. grein laga um með- ferð opinberra mála.“ Falsanir framkvæmdastjórans Jón Þorbjörn Hilmarsson endursko ð- andi vitnaði fyrir héraðsdómi og kvað k jarna málsins vera falsanir Lárusar Halldórs sonar, framkvæmdastjóra sjóðsins. Í vitnaleið slum kvað Jón Þorbjörn það vera ljóst að b lekk- ingar þær sem Lárus hafði þegar g engist við hefðu fyrst og fremst falist í því að Lárus hafi sett upp tvöfalt bókhald. Í þessu fe lst að lögreglan og sérfræðingar hennar höf ðu til rannsóknar eitt bókhald þar sem sjá má tti að rekstur sjóðsins var í ólagi. Endursko ðand- anum Gunnari Erni var síða n rétt annað bókhald þar sem gögn höfðu verið markvisst fölsuð í þeim til gangi að vekja ekki grunsemdir. Þetta styrkir G unn- ar Örn og Kristin, verjanda hans, í þei rri trú að lögreglan hafi haft fyrirfram mótað a af- stöðu um að Gunnar væri sekur. „Sér fróðu kunnáttumennirnir voru að vinna með ófull- komna útgáfu af bókhaldi Trygginga sjóðs lækna og svo virðist sem þeir hafi nána st tal- ið það aukaatriði að inna Gunnar eftir hans hlið á málinu,“ segir Kristinn. Í lögregluskýrslum kemur fram að Gun n- ar Örn telji það uppgjör sem lögregla vann ekki vera rétt og sagðist hafa undir hön dum gögn sem sýndu allt aðrar niðurstöð ur úr bókhaldi. „Þrátt fyrir ítrekaðar óskir ák ærða lét lögregla undir höfuð leggjast að k anna þetta frekar,“ segir um þetta í dómi H æsta- réttar. Rétturinn taldi ófært að leggja mat á störf Gunnars miðað við þennan málati lbún- að. „Vegna alls þessa verður ekki hjá því kom- ist að vísa málinu af sjálfsdáðum frá d ómi,“ var niðurstaða réttarins. „Sumt í þessu er kannski skólabókardæ mi um það hvernig hlutirnir geta farið á h liðina í svona rannsókn. Það er náttúrulega mikil- vægast í svona rannsókn að menn haldi alltaf hlutlægni og gefi sér ekkert fyrirfram, h vorki um sekt né sýknu,“ segir Kristinn Bjarna son. Þriggja ára Þrautaganga 30. apríL 2002: Lárus Halldórsson skrifar beiðni um rann sókn á störfum sínum fyrir tryggingasjóð lækna. Í beiðn- inni felst játning á fjárdrætti, skjalafalsi o g bók- haldsbrotum. 5. FEBrúar 2003: Lárus Halldórsson gefur skýrslu hjá lögreglu . SEptEmBEr 2003: ríkislögreglustjóri leitar aðstoðar Árna tómas- sonar, löggilts endurskoðanda, við undir búning skýrslutöku af gunnari Erni Kristjánssyni. 24. SEptEmBEr 2003: fyrsta skýrslan er tekin af gunnari Erni Kr istjáns- syni. 26. SEptEmBEr 2003: Árni tómasson, sérfróður kunnáttumaður, segir í minnisblaði til ríkislögreglustjóra að marg t bendi til þess að gunnar örn hafi ekki fylgt góðu m end- urskoðunarvenjum í störfum sínum fyrir trygg- ingasjóð lækna. Í sama minnisblaði segi st Árni telja að ekki verði hjá því komist að láta r eyna á ábyrgð endurskoðanda í þessu máli. Ef þa ð verði ekki gert megi áfellast ríkislögreglustjóraem bætt- ið fyrir að sinna ekki lögboðnum skyldum s ínum. 27. nóvEmBEr 2003: skýrsla tekin af gunnari Erni. 2. marS 2004: skýrsla tekin af gunnari Erni Kristjánssyni . saka- refni eru brot á reglum um góðar endurs koðun- arvenjum. 16. apríL 2004: ríkislögreglustjóri höfðar mál gegn gunn ari Erni Kristjánssyni með ákæru. 12. júLí 2004: Héraðsdómur sakfellir Lárus Halldórsson fy rir brot sín. Lárus hlýtur tveggja og hálfs árs fangels isdóm, er sviptur löggildingu sem endurskoðan di og dæmdur til að greiða tryggingasjóði lækn a 47,5 milljónir króna ásamt vöxtum og kostnaði. 30. nóvEmBEr 2004: Héraðsdómur reykjavíkur sýknar gunna r örn Kristjánsson með þeim orðum að verknaða rlýsing í ákæru sé óglögg. 12. maí 2005: Hæstiréttur Íslands vísar málinu gegn g unnari Erni frá dómi með ítarlegri gagnrýni á alla máls- meðferðina. 31. maí 2005: ríkissaksóknari gefur efnahagsbrotadeild r íkislög- reglustjóra fyrirmæli um að hefja rannsókn á máli gunnars arnar að nýju. OKtóBEr 2005: Efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra lýsir yfir að rannsókn verði hafin á ný. 9. nóvEmBEr 2005: Héraðsdómi reykjavíkur er send beiðni um að tveir dómkvaddir matsmenn, endurskoð endur, sjái um hina nýju rannsókn. 20. júní 2006: tveir löggiltir endurskoðendur eru skipaði r mats- menn. 26. SEptEmBEr 2006: Kristinn Bjarnason, verjandi gunnars arnar , geng- ur á fund efnahagsbrotadeildar. Á fundinum kem- ur fram að annar matsmannanna hafi beði st und- an matsstörfum og tilkynnt héraðsdóma ra um það. Héraðsdómari kallaði í kjölfarið til fy rirtöku í málinu. Enginn fulltrúi frá efnahagsbro tadeild mætti til fyrirtökunnar. 20. nóvEmBEr 2006: ríkissaksóknari gefur ríkislögreglustjóra fy rirmæli um að fella niður rannsóknina þar sem m eðferð málsins brjóti gegn 70. grein stjórnarskrár Íslands og 6. grein mannréttindasáttmála Evrópu. 5. dESEmBEr 2006: gunnari Erni Kristjánssyni er tilkynnt að r íkislög- reglustjóri hafi fellt niður mál á hendur h onum. Þar með lýkur rúmlega þriggja ára málaferl um. Gunnar Örn Kristjánsson og jón Steinar G unnlaugsson í héraðsdómi Málið fékk efnismeðferð fyrir héraðsdómi og var gunnar örn sýknaður af öllum sökum. jón steinar var lögmaður gunnars á þessum tíma. Frá Héraðsdómi reykjavíkur til Hæstarét tar íslands gunnar örn var sýknaður í héraðsdóm i. Hæstiréttur kastaði málinu út. Árni tómasson segir það aldrei hafa verið meininguna að koma gunnari Erni á bak við lás og slá. Það hafi einungis þótt eðlilegt að kanna hversu nákvæmlega hann stóð að endurskoðun tryggingasjóðs lækna. Viðtal við Gunnar Örn Kristjánsson á næstu opnu föstudagur 12. janúar 200716 Fréttir DV „Það er nýtt að draga til ábyrgðar hvítflibbana, vel menntað fólk sem á mikið undir sér, eins og sagt er, og nýtur virðingar og tiltrúar í sam- félaginu. Þarna er um að ræða fólk sem hefur efni á að kalla sér til að- stoðar alla þá fræðinga sem völ er á sem geta talað máli þess,“ segir Jón H.B. Snorrason, þáverandi yfirmað- ur efnahagsbrotadeildar ríkislög- reglustjóra, í viðtali við Fréttablaðið þann 5. desember 2004. Þetta viðtal birtist fimm dögum eftir að Gunn- ar Örn Kristjánsson var sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur. DV hefur ítrekað reynt að ná tali af Jóni H.B. Snorrasyni og Boga Nilssyni ríkissaksóknara vegna mála Gunnars, án árangurs. Í viðtalinu útskýrir Jón starf- semi efnahagsbrotadeildarinnar og bendir á að svokölluðum hvít- flibbaglæpum hafi fjölgað mjög á síðustu árum. Hann kveðst vera sátt- ur við árangur efnahagsbrotadeild- arinnar, þar sem sakfelling hafi orð- ið í um 90 prósentum þeirra mála sem deildin hefur ákært í. Deildin hafi á að skipa fólki með sérfræði- þekkingu, svo sem lögfræðingum, endurskoðendum, viðskiptafræð- ingum og fleirum. Ásakanirnar sem þú sættir fól- ust fyrst og fremst í því að þú hefð- ir brugðist skyldum þínum sem endurskoðandi og þannig hafi Lárus Halldórsson komist upp með fjárdrátt. „Hvers vegna hefði ég átt að fórna öllu því sem ég hafði með því að taka áhættu á því að skrifa upp á bókhald Tryggingasjóðs lækna án þess að endurskoða það rækilega? Ég var forstjóri eins stærsta fyrirtækis landsins. Ég sagði upp störfum fyrir SÍF um leið og mér varð ljóst að þeir ætl- uðu að ákæra. Þetta þurfti ég að gera vegna endurskoðunarstarfa sem ég vann í hjáverkum og sköp- uðu mér litlar tekjur. Miðað við þær ásakanir að ég hafi ekki sinnt endurskoðun á sjóðnum sem skyldi, þá velti ég því fyrir mér hvers vegna Lárus hafði fyrir því að hafa tvöfalt bók- hald og stunda þessar falsanir.“ Rannsókn með málaferlum og frávísun frá Hæstarétti snérist upp í hugsanlega endurupptöku málsins. Þetta hefur verið rúm- lega þriggja ára ferli. „Þetta hefur verið ákaflega erfiður tími að mörgu leyti. Sér- staklega fyrir fjölskyldu mína. Ég einn get nákvæmlega vitað hvað ég gerði og hvað ég gerði ekki. Þegar maður stendur frammi fyr- ir svona kemur ansi fljótt í ljós hverjir eru hinir raunverulegu vinir manns. Þegar þetta mál kom upp hafði ég aldrei áður stigið í dómsal. Það er einfaldlega kippt undan manni fótunum. Ég hef ekki komið ná- lægt fyrirtækjarekstri með bein- um hætti síðan þetta mál fór allt af stað. Ég hef heldur ekki orð- ið þess var að atvinnutilboðin streymi til mín.“ Nú var í rannsókninni gert tals- vert úr því að þú og framkvæmda- stjóri sjóðsins hafi tengst vináttu- böndum sem hafi haft áhrif á störf þín. „Við Lárus höfum starfað saman í gegnum tíðina og rák- um meðal annars endurskoð- unarskrifstofur í sama húsnæði til fjögurra ára. Samskipti okk- ar náðu aldrei út fyrir starfsum- hverfið.“ Hæstiréttur kom fram með al- varlega gagnrýni á rannsóknina alla þegar hann að lokum vísaði málinu frá dómi í maí 2005. Rík- issaksóknari sagði síðar að rann- sóknin væri í þeim farvegi að brotið væri gegn 70. grein stjórn- arskrár Íslands og 6. grein mann- réttindasáttmála Evrópu. „Ég tel að þessir menn, það er að segja lögregla og henn- ar aðstoðarmenn, hafi brugð- ist skyldu sinni, allir sem einn. Ég tel að meiningin hafi verið að bregða fyrir mig fæti. Það er miklu skemmtilegra að góma for- stjóra hjá stóru fyrirtæki en ein- hvern annan. Árni Tómasson, sem lögregla kallaði sér til aðstoðar við rann- sóknina, átti meðal annars sæti í stjórn Sölumiðstöðvar hrað- frystihúsanna fyrir hönd SÍF eft- ir að rannsóknin fór af stað. Þá hafði ég látið af störfum sem for- stjóri en hafði ennþá starfsskyld- um að gegna gagnvart fyrirtæk- inu. Árni tengdist einnig Ástráði Hreiðarssyni lækni fjölskyldu- böndum. Ástráður var í mála- ferlum við Tryggingasjóð lækna og hafði sig frammi í fjölmiðlum um málið.“ Gunnar ætlar að sækja skaða- bótamál vegna alls þessa. Undir- búningur að því er þegar hafinn. sigtryggur@dv.is Gunnar Örn Kristjánsson mun höfða skaðabótamál vegna rannsóknar og málaferla á hendur honum sem ríkissak-sóknari segir að hafi brotið í bága við stjórnarskrá landsins og mannréttindasáttmála Evrópu. Gunnar var forstjóri SÍF, eins stærsta fyrirtækis landsins á þeim tíma, og naut mik-illar velgengni. Þegar Lárus Halldórsson, framkvæmdastjóri Tryggingasjóðs lækna, játaði að hafa stundað milljóna fjár-drátt og blekkingar í störfum sínum árið 2002, beindust spjót efnahagsbrotadeildarinnar að störfum Gunnars sem endur-skoðanda sjóðsins. Ætlar að höfða skaðabótamál Gunnar Örn Kristjánsson Jón H.B. Snorrason Hvítflibbar hafa ráð á vörnum D V m ynd Stefán 12. janúar Viðsnúningur á staðreyndum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.