Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2007, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2007, Blaðsíða 4
„Við horfum á framtíðarlausn á þessum vanda með því að setja upp starfsstöð á Arnarholti á Kjalarnesi og kjósum þann kost umfram aðstöðuna á Efri-Brú,“ segir Heiðar. Hann segir að tveir af vistmönnum Byrgisins hafi þegið að halda sinni meðferð áfram á Hlaðgerðarkoti en þeir fjórir sem eft- ir eru í Byrginu séu að hugsa málið. Í Hlaðgerðarkoti rekur Samhjálp afeitr- unar- og meðferðarstöð fyrir áfengis- sjúka síðan 1973. Árið 2006 sóttu tólf hundruð ein- staklingar um meðferð í Hlaðgerðar- koti og segir Heiðar Guðnason, for- stöðumaður Samhjálpar, að rúmlega sjötíu prósentum af þeim umsóknum hafi Samhjálp þurft að hafna vegna skorts á vistunarrými. Heilbrigðisráðuneytið hefur haft umráð yfir Arnarholti og núna er stað- urinn í leigu til Ístaks fyrir starfsmenn sem eru að vinna að stækkun Grund- artanga. „Það er sárt að horfa á alla þessa einstaklinga sem við þurfum að synja um pláss og þess vegna erum við hjá Samhjálp spennt fyrir þeim mögu- leika að opna meðferðarheimili í Arn- arholti því við vinnum á þessum vett- vangi og við viljum fá meira fjármagn til að geta gert betur og til að sinna fleiri einstaklingum í náinni framtíð,“ segir Heiðar. Hann segir ekki útilok- að að sú aðstaða sem Byrgið var með á Efri-Brú verði framtíðarúrræði fyr- ir meðferðarsjúklinga Samhjálpar en hann kjósi frekar að vera með starfs- stöð á Arnarholti vegna nálægðar við höfuðborgarsvæðið og hagræðingar í rekstri sem Arnarholt býður upp á. föstudagur 19. janúar 20074 Fréttir DV InnlendarFréttIr ritstjorn@dv.is Sigtryggur ari JóhannSSon blaðamaður skrifar: sigtryggur@dv.is Blóm auka drykkjuna Fjórðungi meira er selt af áfengi í ríkinu í Breiðholti eftir að áfengisverslunin var flutt úr Mjódd í Garðheima. Þetta kem- ur fram í svari við fyrirspurn Sig- urjóns Þórðarsonar þingmanns Frjálslynda flokksins. Mestu munar um talsvert meiri áfeng- iskaup í desember, en árið 2005 keyptu Breiðhyltingar og aðrir áfengi fyrir 67 milljónir en fyrir rétt tæplega níutíu milljónir árið 2006, það er eftir að verslunin var flutt úr Mjódd í Garðheima. Þá átta mánuði sem áfengi hefur verið selt í Garðheimum hefur salan numið 445 milljónum en í sömu mánuðum árið áður, það er þegar ríkið var í Mjódd, nam salan 360 milljónum króna. Hvert nú, Kristinn? Kristinn H. Gunnarsson, alþingismað- ur Framsóknar- flokksins í Norð- vesturkjördæmi, ætlar ekki að taka þriðja sæti á lista flokksins fyrir komandi kosningar. Hann verst allra frétta af því hvort hann ætli í sérfram- boð eða ganga til liðs við ann- an flokk. Kristinn hefur setið á Alþingi frá árinu 1991, til að byrja með fyrir Alþýðubanda- lagið. Hann var einnig um tíma óflokksbundinn áður en hann gekk í Framsóknarflokkinn. Hann hefur verið orðaður sterk- lega við Frjálslynda flokkinn en aðrir segja hann bláan inn við beinið. Vandinn leystur Starfsmannaekla leikskóla Kópavogs er að leysast og sam- kvæmt upplýsingum frá leik- skólaskrifstofu Kópavogs hef- ur tekist að manna flestar af þeim stöðum sem lausar voru. Leikskólafulltrúi Kópavogs Sesselja Hauksdóttir segir að starfsmannaleysið sé orðið við- ráðanlegt og dregið verði úr tak- mörkunum á leikskólaviðveru barnanna eftir helgi. Á annað þúsund umsækjendur um meðferðarúrræði hjá Samhjálp á síðasta ári: Þrír af hverjum fjórum fá synjun arnarholt á Kjalarnesi samhjálp vill fá arnarholt sem framtíðarlausn fyrir fjölda áfengissjúkra sem er hafnað um vist á Hlaðgerðarkoti á ári hverju. heiðar guðnason forstöðumaður Samhjálpar „Við tökum á móti vistmönnum Byrgisins sem vilja halda meðferð sinni áfram í Hlaðgerðarkoti.“ Útgerðarfélagið Samherji á Akur- eyri ræður nú yfir öllum úthafs- kvóta Englendinga. Þetta segir Alex Salmond, þingmaður skoska Þjóð- arflokksins. „Við viljum ekki sitja uppi með það að missa starfsemi fjölskyldufyrirtækja í fiskveiðum með því að selja frá okkur kvótann,“ segir Alex Salmond í viðtali við skoska vikuritið Fishing News. Alex óttast að ef fram heldur sem horf- ir muni skosk byggðarlög missa frá sér fiskveiðar með alvarlegum áhrifum á lítil samfélög við sjáv- arsíðuna. Breski sjávarútvegsráð- herrann Ben Bradshaw kveðst ekki tilbúinn til þess að breyta fiskveiði- kerfinu í bráð. Hann segir að kvót- inn verði að vera framseljanlegur. Keyptu fyrirtæki í kröggum Stærsti liðurinn í kvótakaupum Samherja á Englandi fólst í því að kaupa útgerðarfyrirtækið Onward Fishing árið 1996. Þessi kaup fóru fram í gegnum Framherja, dótturfyr- irtæki Samherja. Onward Fishing átti fjóra tog- ara með veiðiréttindum. Togar- arnir þurftu viðhald og fyrirtækinu gekk erfiðlega að fá veð fyrir endur- bótunum. Þorsteinn Már Baldvins- son, framkvæmdastjóri Samherja, sá sér leik á borði og með aðstoð Páls Sveinssonar hjá Icebrit í Grimsby fóru kaupin fram. Árið 2006 keypti síðan Samherji útgerðarfyrirtækið J. Marr í Hull og hafði þannig náð til sín öllum úthafs- kvótanum. Eðlileg viðskipti „Við eigum í fyrirtækjum er- lendis eins og mörg önnur íslensk fyrirtæki. Við höldum okkur við sjávarútveginn og eigum hlut í sjáv- arútvegsfyrirtæki á Englandi,“ segir Þorsteinn Már. „Það er ekkert flók- ið við þetta. Við erum bæði þarna og í Þýskalandi. Þetta gengur alveg ágætlega. Við getum kallað þetta úthafsveiðar. Þetta eru bæði veið- ar utan og innan landhelgi Evrópu- sambandsins,“ bætir hann við. Þorsteinn segir enska kvótakerf- inu svipa mjög til þess íslenska. Úthlutanir á kvóta byggist fyrst og fremst á veiðireynslu og nýtingu. Þrjátíu ár frá Þorskastríði Það vakti athygli í Englandi að Íslenskt fyrirtæki hefði náð til sín öllum enska út- hafskvótanum árið 2006. Þá voru þrjátíu ár liðin frá því að Íslendingar sigruðu Breta í Þorskastríðinu svo- kallaða. Í þorskastríðinu beittu Íslendingar togvíra- klippum gegn enskum tog- urum sem stunduðu veiðar í íslenskri lögsögu. Nú er reyndar fyrst og fremst um að ræða fiskveiðikvóta í Bar- entshafi. Skotar ráða enn á bilinu 70 til 80 prósent af sínum fisk- veiðikvóta, og samkvæmt Alex Salmon er vilji fyrir því í Skot- landi að reyna að halda því hlut- falli og koma í veg fyrir samþjöpp- un eignarhalds í skoskri útgerð. Útgerðarfélagið Samherji á Akureyri hefur eignast allan úthafskvóta Englendinga. Skoskur þingmaður telur að spyrna eigi á móti og halda veiðiréttindunum heima: Samherji kaupir upp úthafskvóta Breta Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, segir fyrirtækið halda sig við sjávarútveg í mörgum löndum. Leiðindi eru vegna kaupa Samherja á breskum úthafskvóta. Ótti um að fiskvinnslu- fyrirtækjum verði lokað. Gerðu ekki ráð fyrir að neinn hætti Kjörnefnd Framsóknar- flokksins í Norðvesturkjör- dæmi liggur nú undir feldi til að ákveða hvernig bregð- ast skuli við brotthvarfi Krist- ins af listanum. Póstkosning í nóvember síðastliðnum var bindandi fyrir fimm efstu sæt- in en reglur hennar gera ekki ráð fyrir því að frambjóðend- ur afþakki sæti. Því er ekki sjálfgefið að hinir frambjóð- endurnir færist upp um sæti. Kjörnefndin þarf samt að komast að niðurstöðu skjótt því kjördæmisþing flokksins tekur afstöðu til tillögu hennar á morgun, laugardag. Þorsteinn Már Baldvinsson Þorsteinn átti frumkvæði að því að kaupa enska útgerð- arfélagið Onward fishing.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.