Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2007, Blaðsíða 60
vín-
egar
og oreganó í lít-
illi skál. Kryddið með
salti og pipar eftir smekk.
Hrærið saman eggjum og vatni
og blandið saman. Setjið brauð-
mylsnu á einn disk og hveiti á annan.
Takið eggaldinsneiðar og leggið létt
í hveitið, svo í eggið og svo í brauð-
mylsnuna og þekið vel með henni.
Setjið á bökunarplötuna og dreif-
ið olíublöndunni yfir. Látið standa í
15 mínútur, bakið þar til sneiðarnar
eru brúnar og mjúkar á báð-
um hliðum. Snúið við nokkr-
um sinnum og bakið samtals
í 35 mínútur. Kælið á bökun-
arplötunni.
Raðið á stórt fat eða bretti
sneiðum af tómati, basillauf-
um, gúrku (langsum), skinku,
eggaldinum og mozzarella.
Fatið verður litríkt og girni-
legt og þannig staðsett að all-
ir geta náð í eins og af hlað-
borði. Ristið pítubrauðið þegar 5
mínútur eru í borð-
hald eða jafnt og þétt á
meðan fólk raðar sam-
an pítunum sínum.
U m s j ó n : J a n u s S i g u r j ó n s s o n . N e t f a n g j a n u s @ d v . i s
&Matur vín
Vínspeki
Oft getur reynst erfitt að velja vín með mat en þegar
kemur að þorranum: bjór og snafs, bjór og snafs og já,
meiri bjór og snafs. Hér neðst á síðunni kem ég með
þrjár úrvalstegundir af bjór sem mér persónulega finnst
tóna best á þorranum. Ein íslensk, ein dönsk og ein spænsk.
Megir þú, lesandi góður, eiga ánægjulegan þorra. Skál!
föStudagur 19. janúar 200760 Helgarblað DV
Þ
orbjörg Helga Vigfús-
dóttir er matgæðingur
vikunnar, en Inga Lind
Karlsdóttir skoraði á
hana í síðasta blaði. Þor-
björg er borgarfulltrúi
og formaður leikskólaráðs Reykjavík-
ur. „Þessi uppskrift varð til í Banda-
ríkjunum þegar ég var þar í námi.
Við söknuðum svolítið íslensku pít-
unnar og loksins fundum við brauð
sem hentaði. Það vantaði náttúru-
lega þessa sérstöku pítusósu sem
er til hérna á Íslandi, en ég og vin-
kona mín fundum upp þessa góðu
sósu,“ segir Þorbjörg og segist fá vatn
í munninn þegar hún rifjar upp upp-
skriftina.
InnIhald
l 8–10 pítubrauð
l ferskur basil (heill pakki)
l 2 pokar ferskur mozzarella
l Ein gúrka, 6–8 tómatar
l Lúxusskinka, salami eða hráskinka
l 1–2 eggaldin (fer eftir stærð)
l ¼ bolli ólífuolía
l ¼ bolli balsamik vínegar
l 1½ msk. oreganó (þurrt)
l 2 egg
l Hveiti
l 2 msk. vatn
l Brauðmylsna (breadcrumbs)
SóSa
l 1 bolli
jógúrt án
bragðefna
eða aB
mjólk
l ½ bolli létt mæj-
ónes (mæli með lífrænt ræktuðu
mæjónesi í Hagkaupum)
l Lítil krukka af tapenade eða ristuð-
um paprikum eftir smekk
l ½ bolli saxaður, ferskur basil
l 1 hvítlauksgeiri
aðferð
Hrærið saman jógúrt, mæjónesi,
tapenade eða ristuðum
paprikum, basil og
hvítlauk í með-
alstóra skál
og bland-
ið vel
saman.
Krydd-
ið með
salti og
pipar eftir
smekk. Setjið
plast yfir og kælið. Hitið ofninn að 220°
gráðum. Smyrjið eldfast mót eða bök-
unarplötu með olíu og skerið eggald-
in þvert í tæplega 1 sm þykkar sneið-
ar. Hrærið saman ólífuolíu, balsamik
Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir býr til pítur: Matgæðingurinn
Egils þorrabjórinn 5,6%
Hér er um að ræða alíslenskan þorrabjór sem
unninn er úr íslensku byggi. Þetta er ein þeirra
hugmynda sem við Íslendingar getum verið
stoltir af en bruggmeistarar ölgerðarinnar hafa
náð gæðastaðli erlendra fyrirmynda sinna og
gott betur. Þessi bjór er 3-4 vikur í lögun og með
þýska festival-bragðið. Hann er gullinbrúnn,
mildur en þéttur, smákryddaður vökvi sem
hreinlega gæti laðað að þýska ferðamenn einn
og sér.
Eingöngu seldur í 33 cl flöskum sem eru frekar
látlausar en segja ekkert.
Persónulega mæli ég með að hann sé ekki of
kaldur við drykkju.
Verð í vínbúðum ÁTVR: 194 kr.
Estrella Damm 5,4%
Einn af aðalstyrktaraðilum boltafélagsins
Barcelona, vinsælasti bjór Spánar, kemur hér
með beinu flugi á Saga Class og inn á
þorraborð landsmanna, læti og froða, kætir
með goða.
djúpgylltur með appelsínutón, malti og
humlum, geri, smá karamellu og málmi!
frískandi öl, millitónað í bragði með góðu
jafnvægi í sykri, sýru og remmu, með góðu
nefi finnur þú apríkósukeim í lokin.
Eingöngu seldur í 50 cl dósum, flott merki,
góður litur.
Bestur borinn fram við 5-7°C.
Verð í vínbúðum ÁTVR: 200 kr.
Faxe-Ceres 5,6%
Það skyldi þó ekki vera í tengslum við þorrann
að danir verði hér fyrir valinu, varla, mér hefur
aldrei líkað við tungumálið þeirra enda ætla ég
ekki að fjalla um það hér. Þeir kunna ýmislegt
fyrir sér og þegar velja á bjór til drykkjar þá sækir
þorsti minn þangað í svölun. faxe-Ceres,
skartgripagylling, mildur kryddaður keimur sem
heldur jafnvægi alla leið að vörum, hann er
vínlegur mjöður og uppfyllir allar þær kröfur sem
hörðustu bjórdrykkjumenn gera til lagerbjóra í
þessum styrkleikaflokki.
Smartar umbúðir, mættu segja meira. drekkist
ískaldur.
Verð í vínbúð ÁTVR: 50 cl 199 krónur, 33 cl 139
krónur (kemur í sniðugri ferðatösku með 12 dósum)
en frá og með 1. febrúar verður þessi mjöður á 119
krónur sem ætti að kæta neytendur um þorrann.
Upp-
stúfur
að hætti ömmu
uppstúfur fyrir 4, en oft er talað
um hann sem 14. jólasveininn sem
kemur á þorranum og loðir vel með
öllu súrmetinu.
l ½ l mjólk
l 50 g smjör
l 50 g hveiti
l ¼ bolli sykur
l 1 msk. salt
aðferð:
Bræðið smjörið í potti, hrærið
hveitinu saman við, hellið mjólkinni
út í og hrærið vel saman á meðan
suðan kemur upp. Látið malla í
örfáar mínútur og passið upp á að
brenni ekki við botninn. Bragðbæt-
ið með salti og sykri og bætið við ef
með þarf.
axel ó.
skrifar: axelo@visir.is
Þorbjörg skorar á
Kristrúnu Lind Birg-
isdóttur sem er nýr-
áðin aðstoðarmaður
samgönguráðherra.
Rófu-
stappa
ungmeyjarinnar
l rófur (skrældar og skornar í bita)
l Salt
l Sykur
aðferð:
Setjið rófurnar í volgt vatn, sjóðið
rólega þar til þær eru mjúkar í gegn,
sigtið þær þá vel og þerrið. Merjið
þær í skál, kryddið með salti og
sykri, blandið svo örlitlum uppstúf
saman við og bragðlaukarnir fara af
stað. Bera má stöppuna fram hvort
sem er heita eða kalda.
Saknaði
DV mynd Stefán
íslenskupítunnar
gull
silfur
Brons