Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2007, Blaðsíða 66

Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2007, Blaðsíða 66
 Helgarblað DV Hljómsveitin Steed Lord var á lista DV yfir þær hljómsveitir sem eru líklegar til stórræða á árinu. Um þessar mundir er bandið í upptökum og stefnir á að gefa út plötu næsta sumar. Einnig hefur það ráðið til sín umboðsmanninn Róbert Aron Magnússon sem segir að kynningartónleikaferðalag í Evrópu og Bandaríkjunum sé yfirvofandi. Taka upp plöTu og spila víða Eftir tónleikaferð Sigur Rósar um landið síðastliðið sumar, spurðist það út að hljómsveitin væri að vinna að veglegum dvd-disk sem líta myndi dagsins ljós í vetur. Marga aðdáendur er farið að lengja eftir fréttum af útgáfunni, en hljómplötufyrirtækið Smekkleysa vill lítið gefa upp. Samkvæmt Ásmundi Jónssyni, framkvæmdastjóra Smekkleysu stendur vinna við diskinn ennþá yfir og því er ljóst að aðdáendur þurfa að bíða í nokkra mánuði í viðbót og svo gæti jafnvel farið að diskurinn kæmi ekki út fyrr en í lok þessa árs. Vinna stendur yfir Gettu betur að taka á siG mynd Spurningakeppni framhaldsskól- anna er komin vel á veg og er farið að skýrast hvaða átta skólar munu mætast í sjónvarpssal. Þeir skólar sem hafa tryggt sér sæti meðal átta efstu eru Fjölbrautaskólinn í Garðabæ, Menntaskólinn við Hamrahlíð, Menntaskólinn við Sund, Verzlunarskóli Íslands, Menntaskólinn á Egilsstöðum og Menntaskólinn í Reykjavík. Í gærkvöldi áttust svo við annars vegar Menntaskólinn á Akureyri og Flensborgarskólinn og hins vegar Hraðbraut og Menntaskólinn í Kópavogi um tvö síðustu sætin í sjónvarpskeppninni. Frábær á tónleikum Elli eða AC Bananas og Svala taka sig vel út á sviði. Það eru alls konar hlutir í gangi, núna erum við á fullu að taka upp ný lög,“ segir söngkon-an Svala Björgvinsdóttir. Hún ásamt hljómsveit sinni Steed Lord stefnir á að gefa út plötu næsta sum- ar. Hróður hljómsveitarinnar hefur aukist mikið síðustu misseri. Hús- fyllir er á næstum öllum tónleikum sveitarinnar og æ fleiri bætast í að- dáendahópinn með hverjum deg- inum. Ásamt Svölu í hljómsveitinni eru kærastinn hennar Einar Egils- son og bræður hans, þeir Erlend- ur og Egill. Tónlist sveitarinnar er fersk, nokkurs konar bræðingur af house-tónlist, elektró og crunk með smá skvettu af rappi. Undanfarið hefur fjöldinn allur af tónleikahöld- urum og erlendum blaðamönnum sett sig í samband við sveitina, en til þess að sinna eftirspurninni réð Steed Lord til sín umboðsmanninn Róbert Aron Magnússon, sem er betur þekktur sem Robbi rapp. Tónleikaferðalag í vændum „Það er verið að skoða alla val- möguleika og allt er enn á vinnslu- stigi, en á döfinni er að skella sér í smá kynningartónleikaferðalag um Evrópu og Bandaríkin,“ segir Róbert Aron, sem er staddur í London við nám um þessar mundir. Róbert seg- ir að það komi á óvart hve mikil eft- irspurn sé eftir bandinu á ótrúleg- ustu stöðum en hann ítrekar að ekki verði bitið á hvaða agn sem er. Mikið af fyrirspurnum úr tískuheiminum hafa borist og segir Róbert að það sé kjörmarkaður fyrir hljómsveitina. „Það er bara mikilvægt að velja þá staði sem henta okkur, segja ekki já við öllu, heldur tryggja að við séum að spila á réttum stað á rétt- um tíma,“ segir Róbert og bætir við að tveir staðir í Rússlandi hafi nú þegar haft samband með nokkuð spennandi tilboð. Leiðandi í „nu-rave“ æðinu Heimasíðan thecoolhunter.net sem nýtur mikilla vinsælda fjall- aði nýlega um Steed Lord. Nýtt æði geisar nú í Bretlandi, „nu-rave“ en það er vísun í „rave“-partíin sem vinsæl voru í upphafi tíunda áratug- arins. Thecoolhunter segir að Steed Lord beri höfuð og herðar yfir önn- ur bönd, sem spili „rave“-væna tón- list, en bönd á borð við The Klaxons, Shitdisco og Hadouken eru nefnd. Þá hafa fleiri miðlar fjallað um bandið, meðal annars Alien magaz- ine, BPM og Electronic beats. dori@dv.is Steed Lord Með eigin stíl, sem er flottur og öðruvísi. Róbert Aron Magnússon, umboðs- maður sveitarinnar Segir að mikið sé spurt um bandið, en að ekki verði stokkið á hvaða tækifæri sem er.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.