Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2007, Blaðsíða 16
„Í mínum huga er þetta þjófnaður
af eldri borgurum sem hefur viðgeng-
ist í áratugi vegna þess að það stend-
ur ekkert í lögunum um þjónustu-
íbúðir og ekki hægt að neyða okkur til
að þiggja og greiða fyrir þjónustu sem
við viljum ekki,“ segir Halldór Eggerts-
son íbúi að Lindargötu 66, en Halldór
er rukkaður fyrir þjónustu sem hann
fær ekki og vill ekki. Hann segist ætla
að kæra þá sem bera ábyrgð á arðrán-
inu. Halldór hefur ráðið sér lögfræð-
ing sér til aðstoðar. „Ég er bara gam-
all aumingi sem er að fara í mál við
stóran risa eins og Reykjavíkurborg og
ætla mér ekki að gefast upp þótt ég sé
stundum þreyttur á þessari baráttu,“
segir Halldór.
Félagsbústaðir hf. sjá um inn-
heimtu á þjónustugjöldum vegna
þjónustuíbúða aldraðra á Lindargötu.
Fyrir ári síðan neitaði Halldór Eggerts-
son að greiða þjónustugjöldin sem
nema 6.700 krónum á mánuði. Hann
krafðist svara við því hvað fælist í gjald-
inu. Fjórum mánuðum seinna fékk
hann svar frá velferðarsviði Reykja-
víkurborgar þar sem kom í ljós að
þjónustugjaldið skiptist á milli sólar-
hringsvaktar og skrifstofugjalds fyr-
ir þjónustumiðstöðina á Lindargötu.
Halldór segir ekki sanngjarnt að hann
greiði fyrir það sem fólk af götunni
nýtir sér, eins og til að mynda rekstur
þjónustumiðstöðvarinnar.
Gamalt fólk er hálfdautt fólk
„Það er litið á okkur gamla fólk-
ið sem hálfdautt fólk sem er að fjara
út og deyja. Það hlustar enginn á okk-
ur og þeir sem níðast á okkur með því
að láta okkur greiða fyrir allt mögulegt
eru öldrunarníðingar og það skort-
ir allt umburðarlyndi og virðingu fyr-
ir eldri borgurum í þessu þjóðfélagi,“
segir Halldór. Hann segist ekki skilja
hvað ættingjar gamla fólksins séu að
hugsa með því að standa ekki betur
við bakið á fólkinu sínu og gæta hags-
muna þess. „Það er mikið af eldra fólki
sem einangrar sig og þorir ekki að fara
út úr húsi. Mér líður hræðilega vegna
konunnar sem hafði verið dáin í mán-
uð í íbúðinni sinni og ég ætla að fá mér
hreyfiskynjara sem er tengdur við ör-
yggismiðstöð svo þetta þurfi ekki að
koma fyrir mig,“ segir Halldór.
Þetta er neytendamál
Gísli Tryggvason, talsmaður neyt-
enda, segir í samtali við DV að þetta sé
neytendamál og þess vegna sé hann að
kanna það til hlítar og kynna sér rétt-
mæti þess að borgin innheimti þjón-
ustugjöldin án þess að gefa fólki kost á
því að eiga val um hvort það vill þessa
þjónustu eður ei. Gísli segir að í lok
janúar fari hann á fund með Félagsbú-
stöðum og velferðarsviði Reykjavíkur-
borgar til að heyra þeirra sjónarmið og
í kjölfar þess gefi hann út skýrslu um
málið.
Fékk ekki gjafsókn
Halldór sótti um gjafsókn lögfræð-
ings til að sækja mál sitt en fékk neit-
un hjá gjafsóknarnefnd. Lögfræðing-
ur Halldórs, Magnús B. Brynjólfsson,
segir málið vera Halldóri mjög skylt,
því hann hafi unnið í félagsþjónustu
við umönnun í mörg ár og viti um
hvað hann sé að tala þegar kemur að
þjónustu og þjónustugjöldum. Magn-
ús segir að það sé í bígerð að undir-
búa kæru Halldórs vegna innheimtu
þjónustugjaldanna og að það sé mjög
pirrandi fyrir Halldór að fá ítrekað inn-
heimtubréf inn um lúguna hjá sér og
þetta mál þurfi að leysa. Magnús seg-
ir að Halldór hafi ekkert val um það
hvort hann vilji þá þjónustu sem hann
er rukkkaður fyrir eða ekki og að þetta
sé greinilega neytendamál þar sem
verði að hafa hagsmuni og rétt neyt-
andans að leiðarljósi.
Við erum eins og börn
Halldór segir að gamalt fólk sé eins
og börn, verði oft óöruggt og hrætt
og þurfi á meiri ást og umhyggju að
halda. „Ég vona að ættingjar gamla
fólksins hugsi um það því það er ein-
manalegt að vera einn á gamals aldri
og finnast eins og engum sé annt um
mann. Ég fæ oft tár í augun þegar ég
hugsa um það hvernig farið er með
gamla fólkið og enginn þorir að segja
neitt. Mál mitt er fordæmisgefandi og
ég trúi því að yfirvöld átti sig á því að
þau hafa arðrænt gamla fólkið í gegn-
um tíðina í formi þjónustugjalda fyrir
þjónustu sem fólk fær ekki eða kær-
ir sig ekki um og nemur upphæðin
mörgum milljörðum. Þettta er sví-
virðileg framkoma við okkur,“ segir
Halldór að lokum.
föstudagur 19. janúar 200716 Fréttir DV
Þjónustugjöldin
mishá
Í Reykjavík borga eldri borgar-
ar, sem eru í þjónustuíbúðum fyr-
ir aldraða, mishá þjónustugjöld.
Fer upphæðin eftir því hversu
mikil þjónusta býðst fólki en allar
íbúðirnar eru með öryggishnapp
og sólarhringsvakt. Aftur á móti
eru sumar þjónustuíbúðir að auki
með sólarhringsvakt hjúkrunar-
fólks og í þeim íbúðum greiðir fólk
mun hærri þjónustugjöld. Fólki
býðst ekki að greiða samkvæmt
þeirri þjónustu sem það vill og
greiða allir sömu upphæð hvort
sem þeir þurfa á aðstoð að halda
eða ekki. Frá fyrsta janúar í ár
hækkuðu þjónustugjöld aldraðra
í Reykjavík.
Á fimmta hundrað
á biðlista
Í Reykjavík bíða tæplega fjög-
ur hundruð umsóknir eldri borg-
ara um þjónustuíbúðir afgreiðslu
en það eru jafnmargar umsóknir
og fjöldi þjónustuíbúða á vegum
borgarinnar. Um er að ræða 434
einstaklinga sem bíða eftir því að
komast í þjónustuíbúðir, sam-
kvæmt upplýsingum frá Velferð-
arsviði Reykjavíkurborgar. Ekki er
von á að biðlistinn styttist fyrr en
þjónustuíbúðir sem borgin hyggst
byggja í Spönginni verða tilbúnar
árið 2009.
200 nýjar íbúðir
árið 2009
Áætlað er að rúmlega tvö
hundruð þjónustuíbúðir verði
teknar í notkun árið 2009 að sögn
Hrólfs Jónssonar, sviðsstjóra fram-
kvæmdasviðs Reykjavíkurborgar.
Hann segir fyrirhugað að byggja
þjónustumiðstöð, kirkju og íbúðir
fyrir aldraða í Spönginni í Grafar-
vogi, auk þjónustuíbúða á Sléttu-
vegi. Íbúðirnar verða stærri en
þær sem til eru eða á bilinu 55 til
95 fermetrar. Hrólfur segist vona
að íbúðirnar í Spönginni verði til-
búnar vorið 2009 en á Sléttuvegin-
um síðar sama ár.
Halldór Eggertsson ellilífeyris-
þegi Býr í þjónustuíbúð að
Lindargötu 66. Hann vill ekki hafa
neyðarhnapp í íbúðinni og vill
sjálfur fá að ákveða hvort hann
kaupi þjónustuna eða ekki.
Öldrunarníðingar
féfletta gamalt fólk
Halldór Eggertsson ellilífeyrisþegi sem býr í þjónustuíbúð aldr-
aðra á Lindargötu ætlar að fara í mál við Félagsþjónustu Reykja-
víkur vegna þjónustugjalda sem honum er gert að greiða. Hall-
dór segist hvorki fá boðaða þjónustu né kæri sig um hana og
skilur ekki hvers vegna hann er neyddur til að greiða 6.700 krón-
ur á mánuði fyrir ekki neitt. Hann greiðir í hússjóð og leigu fyrir
íbúðina og honum finnst að með því greiði hann fyrir það sem
hann fær.
Jakobína DaVíðsDóttir
blaðamaður skrifar: jakobina@dv.is Gísli tryggvason, talsmaður
neytenda segir að mál Halldórs sé neyt-
endamál og vert að kanna réttmæti
innheimtu þjónustugjalda.
Magnús b. brynjólfsson, lögfræð-
ingur Halldórs Er að undirbúa kæru
Halldórs á hendur félagsþjónustu
reykjavíkur.