Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2007, Blaðsíða 46
föstudagur 19. janúar 200746 Sport DV
H m í þ ýs k a l a n d i 2007
Hreiðari Guðmundssyni líkar vel lífið fyrir norðan en eftir að hafa leikið með Gróttu og ÍR ákvað
hann að söðla um og leikur nú með Akureyri.
Birkir Ívar Guðmundsson, leikmaður
Lübbecke í Þýskalandi, er aðalmarkvörð-
ur íslenska landsliðsins í handbolta. Birk-
ir Ívar er á sínu fyrsta tímabili í Þýskalandi,
en hann gekk í raðir Lübbecke frá Haukum
síðasta sumar.
„Það er bara tilhlökkun í mannskapn-
um, stutt í mót og ég held að allir hlakki
bara mikið til að byrja,“ sagði Birkir Ívar og
bætti við að það væri ekki erfitt að þjappa
hópnum saman.
„Þetta eru allt mjög skemmtilegir strák-
ar sem hafa spilað saman lengi og það er
góður andi í þessum hóp.“
Birkir Ívar segist kunna vel við sig í
Þýskalandi. „Ég kann bara vel við mig
þarna. Þetta hefur gengið alveg eftir mínu
plani, það var alveg vitað mál að ég kæmi
ekki fullundirbúinn í þetta í fyrsta leik og
ég gerði mér engar vonir um það.
Ég var ákveðinn í að bæta mig jafnt og
þétt og læra inn á deildina fyrstu mánuð-
ina. Það hefur gengið eftir og ég hef ver-
ið að verja mjög vel. Í heildina er ég með
um 35 prósent markvörslu og meira en
það ef maður tekur bara nóvember og
desember.“
Birkir Ívar segist hafa bætt sig töluvert
sem markvörður eftir reynsluna í þýsku
úrvalsdeildinni. „Ég tel mig hafa bætt mig.
Ég hef líka lært inn á töluvert öðruvísi
handbolta en er spilaður hér heima. Flest-
ir leikmenn eru stærri og sterkari og eru
með betri skot fyrir utan. Það er kannski
það sem íslenskan handbolta hefur skort,
að læra inn á þannig skot. Maður fær þau
aldrei á sig hérna heima, hvorki í leikjum
né á æfingum. Þó svo að ég hafi bætt mig
þá held ég líka að það sem ég hafði fyrir
hafi kannski breyst,“ sagði Birkir Ívar.
Íslenskir markverðir hafa oft verið
gagnrýndir fyrir frammistöðu sína á stór-
mótum og Birkir Ívar sagðist alveg finna
fyrir þeirri gagnrýni. „Mér hefur oft fund-
ist þetta vera eitthvað haldreipi bæði þjálf-
ara og fjölmiðla, það er búið að búa til ein-
hverja afsökun fyrir fram sem ég hef aldrei
almennilega skilið. Ef maður kemur með
afsökun fyrir því að vera lélegur þá er mað-
ur yfirleitt lélegur.
Við erum með frábært sóknarlið, okk-
ar höfuðverkur liggur meira í varnarleik
og markverðir eru hluti af varnarleiknum.
Ef vörnin er góð þá yfirleitt fylgir góð mar-
kvarsla með.“
dagur@dv.is
Stefni alltaf hærra
Hreiðar Guðmundsson markvörður Akur-
eyrar verður í eldlínunni á HM í Þýskalandi.
Hann hefur glímt við erfið meiðsli undanfar-
in ár, meðal annars fengið brjósklos í bakið og
brotið bátsbein í hendinni, sem héldu honum
utan vallar í hartnær fimm mánuði.
„Bakið er fínt, en ég missti töluvert úr þeg-
ar ég braut bátsbeinið. Það er reyndar bara
60% gróið, en ég held að það grói ekkert
meira. Það var grætt í mig bein úr mjöðminni
og svo er þetta fest saman með skrúfum.“ Af
þessum sökum þarf Hreiðar að spila með hlíf
á hendinni og hann býst við að vera með hana
út þetta tímabil. „Ég þori ekkert að prófa að
æfa og spila án þess að vera með hlífina, tala
nú ekki um núna þegar HM er að hefjast,“ seg-
ir hann og glottir.
Hreiðar ólst upp í Reykjavík og spilaði
með Gróttu og ÍR. Hann ákvað að söðla um
og leika með KA (nú Akureyri) veturinn 2005–
2006 og líkar lífið vel á Akureyri. „Þetta er
mjög fínt þarna fyrir norðan, núna er ég bara í
handbolta eftir að ég hætti sem einkaþjálfari.
Ég var orðinn alltof þungur þegar leikjaálagið
var orðið eins og það var og ákvað að einbeita
mér bara að handboltanum. Svo byrjar mað-
ur bara að vinna eftir HM.“
Hreiðar segist ætla að reyna að standa
sig í Þýskalandi enda sé þetta kjörið tæki-
færi til að auglýsa sjálfan sig fyrir fram-
an fullt af umboðsmönnum sem verða
væntanlega á völlunum. „Stemming-
in í hópnum er mjög góð eins og alltaf.
Það er hressilega tekist á á æfingum en
eftir þær eru allir vinir og húmorinn fer
upp. Ég ætla mér að nýta tækifærið þeg-
ar það kemur og standa mig, byggja ofan
á það sem ég gerði í mótinu í Danmörku
og síðan í leikjunum við Tékka. Maður
stefnir alltaf einni tröppu ofar. Það verða
væntanlega fjölmargir umboðsmenn á
völlunum og maður verður bara að nýta
tækifærið.“
Hreiðar stefnir leynt og ljóst á at-
vinnumennskuna en segist ekki ætla
að stökkva á hvaða tilboð sem er. „Mað-
ur verður að velja vel. Ekki stökkva bara
út til þess eins að geta sagt, ég er orðinn
atvinnumaður. Það sést best á strákun-
um sem eru að koma heim eftir hálft ár
í atvinnumennsku. Maður verður að
hugsa þetta mjög vel,“ segir þessi geð-
þekki markvörður að lokum.
benni@dv.is
Birkir Ívar Guðmundsson telur að gagnrýni á íslenska markverði sé oft og tíðum ósanngjörn
Hef bætt mig töluvert