Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2007, Blaðsíða 72

Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2007, Blaðsíða 72
föstudagur 19. janúar 200772 Helgarblað DV Hreimur flytur lagið draumur í keppninni á morgun. „formið á laginu er mjög óhefðbundið miðað við Eurovision. útsetningin er mun líkari hefðbundnu robbie Williams-lagi heldur en hefðbundnu Eurovision-lagi. Lagið byggist ekki upp á erindum og kraftmiklum viðlögum, frekar er notast við mjög epískan fiðlukafla til þess að gefa því kraft. textinn er einnig mjög fallegur og það var ástæðan fyrir því að ég tók þetta lag,“ segir Hreimur og heldur áfram: „Þetta er náttúrulega Eurovison og lög geta aldrei verið annað en dálítið geld þegar maður þarf að beygja sig undir einhvern tíma. flest lögin eru samin og svo eru þau klippt niður í 2:55–3:10. flest popplög eru þrjár og hálf til fjórar mínútur að lengd en þessi lög verða að vera styttri. 7 Sími: 900-2007 Draumur Lag: sveinn rúnar sigurðsson Texti: Kristján Hreinsson Flytjandi: Hreimur Heimisson Matthías Matthíasson, betur þekktur sem Matti í Pöpunum er flytjandi lagsins Húsin hafa augu. „Þetta er svona nett kántrí í smá Eagles-stíl, með fallega rödduðu viðlagi. Þetta er bara lítið og sætt lag. Viðlagið greip mig allavega strax og mér þykir það ágætis viðmið að 10 mínútum eftir að ég hlustaði á lagið í fyrsta sinn þá mundi ég viðlagið. Mér finnst það mikilvægt að lögin séu grípandi. annars hefur mér fundist að fólk gleymi því að þetta er lagasamkeppni, en ekki söngvarakeppni. fólk kýs bara vinsælasta söngvarann og það er ekki það sem Eurovison á að ganga út á. Þeir sem klæða sig í skrímslabún- ing vinna, en það ætla ég ekki að gera. Ég ætla að vera ósköp venjulegur söngvari með kassagítar.“ 8 Sími: 900-2008 Húsin HaFa augu Lag: Þormar Ingimarsson Texti: Kristján Hreinsson Flytandi: Matthías Matthíasson, Pétur örn guðmundsson og Einar Þór jóhannsson Bergþór smári flytur frumsamið lag, Þú gafst mér allt. Bergþór smári starfar bæði sem verkfræð- ingur og gítarkennari í tónsölum í Kópavogi. „Þetta er svona gítarpopp, gítar, bassi og trommur,“ segir Bergþór smári flytjandi og höfundur lagsins. „Ég hef spilað mikinn blús í gegnum tíðina og þetta lag er ekki alveg í þeirri kategóríu, en það eru samt greinileg áhrif. Ég var svo sem ekkert að rembast við að vera ó- Eurovisonlegur, ég gerði þetta bara eins og ég vil hafa það. Það er bara gaman að fá tækifæri til þess að spila á svona stóru kvöldi.“ 6 Sími: 900-2006 Þú gaFsT mér aLLT Lag og texti: Bergþór smári Flytjandi: Bergþór smári skagamaðurinn finnur jóhannsson sem flytur lagið allt eða ekki neitt, starfar utan tónlistar- innar sem vaktmaður á Víðinesi á Kjalarnesi. „Ætli megi ekki flokka þetta sem gamaldags rokk. Ég er náttúrulega gamall í hettunni og hef spilað töluvert í hljómsveitum í gegnum tíðina,“ segir finnur sem meðal annars lék með hljómsveitinni tíbrá á árum áður. „Við erum aðeins að brjóta upp formið á þessu, ég myndi ekki beint kalla þetta týpískt Eurovison-lag, en það verður rosalega gaman að taka þátt.“ 4 Sími: 900-2004 aLLT eða ekki neiTT Lag: torfi Ólafsson, Eðvarð Lárusson, Þorkell Olgeirsson Texti: Þorkell Olgeirsson Flytjandi: finnur jóhannsson „Þetta er bara nútímalegt og hressandi kántrí- popplag,“ segir sigurjón Brink flytjandi lagsins Áfram, en hann fékk meðal annars jóhannes Ásbjörnsson þess að leggja sér lið við textagerð. „jói dustaði rykið af skáldagáfunni og ég held að þetta lag geti vakið athygli, uppskriftin er ekki beint Eurovision, en þetta er samt sem áður nett stuðlag og ég er viss um að þetta muni ekki fara fram hjá neinum. Eftir að símakosningin var innleidd þá opnaðist keppnin upp á gátt. Það er ekki lengur nein ákveðin Eurovison-stefna, til dæmis var lagið sem vann í fyrra mjög lítið í anda við Eurovision-formúluna. 5 Sími: 900-2005 ÁFram Lag: sigurjón Brink og Bryndís sunna Valdimarsdóttir Texti: Bryndís sunna Valdimarsdóttir og jóhannes Ásbjörnsson Flytjandi: sigurjón Brink snorri snorrason stóð uppi sem sigurvegari í Idol-stjörnuleit í fyrra. Í keppninni í ár flytur snorri lagið Orðin komu aldrei. „Ég myndi lýsa þessu sem rólegri ástarballöðu, það kannski slag- ar upp í kraftballöðu, en þó er ekkert glysrokk í því. Það er heldur ekkert sérstaklega mikill Eurovison-keimur af laginu, enda þarf það ekki alltaf að vera. Ég er nokkuð bjartsýnn á þetta og tel að það eigi jafnmikla möguleika á að komast í úrslit og hin lögin sem keppa á morgun. Ég veit svo sem ekkert hvort þjóðin mun endilega standa jafnvel með mér eins og í Idolinu, enda eru fleiri Idol-stjörnur en ég að keppa. 2 Sími: 900-2002 Orðin kOmu aLDrei Lag: Óskar guðnason Texti: Kristján Hreinsson Flytjandi: snorri snorrason aðalheiður Ólafsdóttir syngur lagið Enginn eins og þú. Heiða segir lagið skera sig nokkuð úr. „Þetta er mjög fallegt lag sem ég syng, jafnframt er útsetningin mjög sérstök. Í laginu er nefnilega bara drengjakvintett og söngur, það kemur ofboðslega fallega út og svona hefur örugglega ekki sést í Eurovision-forkeppninni áður, mér líður allavega rosalega vel þegar ég syng þetta lag og ég gat ekki sagt nei þegar það barst í mínar hendur,“ segir hún. „Ég er rosalega spennt fyrir keppninni, enda finnst mér Eurovision vera skemmtileg keppni og það eru mjög skemmtileg fjölskyldukvöld í vændum. Það er náttúrulega alveg frábært að á næstu vikum munum við fá að heyra 24 ný íslensk lög.“ 3 Sími: 900-2003 enginn eins Og Þú Lag: roland Hartwell Texti: stefán Hilmarsson Flytjandi: aðalheiður Ólafsdóttir söngkonan unga Bríet sunna, segist upphaflega ekki hafa ætlað að taka þátt í forkeppninni. „Ég var búin að fá tilboð um að syngja nokkur lög, en svo leist mér bara svo rosalega vel á þetta lag að ég bara varð að vera með,“ segir Bríet sunna um lagið Blómabörn sem hún flytur í keppninni annað kvöld. „Þetta er hress ballaða, svona hálfgert hippalag því textinn í því fjallar um frið á jörð. Ég held að þetta lag eigi ágæta möguleika, þetta er ekki Eurovision-klisja, heldur er þetta bara gleði og gaman.“ Bríet segist ekki óttast samkeppnina frá hinum Idol-stjörnunum. „Ég veit ekkert hvernig mér á eftir að ganga, en vonandi næ ég að vinna snorra í þetta sinn,“ segir hún hlæjandi. 1 Sími: 900-2001 BLómaBörn Lag: trausti Bjarnason Texti: Magnús Þór sigmundsson Flytjandi: Bríet sunna Valdemarsdóttir Fyrsta undanúrslitakvöldið í söngvakeppni sjónvarpsins fer fram í beinni útsendingu á morgun, en þá munu átta keppendur stíga á stokk. DV heyrði hljóðið í flytjendunum og spjallaði við þá um lögin sem þeir syngja. Flestir voru sammála um að þeir hefðu eitthvað nýtt fram að færa sem ekki heyrist oft í eurovision. Ekki týpískEurovision-lög
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.