Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2007, Blaðsíða 15
DV Fréttir föstudagur 19. janúar 2007 15
Þrettán sendiherrar án sendiráða
tæpur helmingur allra sendiherra Íslands er við skrif stofustörf Í reykjavÍk sendiherrar Íslands á ÍslandiBenedikt Jónsson, viðskiptaskrifstofu
Bergdís Ellertsdóttir, skrifstofustjóri alþjóðaskrifstofu
Berglind Ásgeirsdóttir, skrifstofustjóri viðskiptaskrifstofu
Eiður Guðnason, skrifstofustjóri upplýsinga-,
menningarmála og ræðistengsla
Elín Flygenring, prótokollstjóri
Grétar Már Sigurðsson, ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytis
Helgi Ágústsson, við sérstök störf
Hörður H. Bjarnason, alþjóðaskrifstofu
Jón Egill Egilsson, skrifstofustjóri varnarmálaskrifstofu
Júlíus Hafstein, skrifstofustjóri ferðamála- og viðskiptaþjónustu
Kornelíus Sigmundsson, alþjóðaskrifstofu
Sighvatur Björgvinsson, Þróunarsamvinnustofnun Íslands
Sigríður Ásdís Snævarr, skrifstofu ráðuneytisstjóra
Þorsteinn Ingólfsson, skrifstofu ráðherra
Steingrímur J. Sigfússon:
Ámælisvert að hygla mönnum
„Þarna hefur átt sér stað gríð-
arlegur vöxtur og auðvitað verð-
ur maður hugsi yfir því,“ segir
Steingrímur J. Sigfússon. Hann
er fulltrúi Vinstrihreyfingarinn-
ar - græns framboðs í utanríkis-
málanefnd. Steingrímur telur að
athuga þurfi skýringarnar á bak
við hverja einstaka ráðningu, því
sumar þeirra geti átt rétt á sér en
aðrar ekki.
„Í einhverjum tilvikum eru
þarna menn sem hafa ver-
ið dubbaðir upp til sendiherra
vegna þess að þeir voru komnir á
þann aldur að farið er að styttast í
eftirlaun hjá þeim og það er verið
að gera vel við þá. Þá finnst mér
menn vera komnir út í það að
hygla mönnum meira en nokkur
rök eru fyrir. Það er að sjálfsögðu
ámælisvert,“ segir Steingrímur.
„Hins vegar eru í einhverj-
um tilvikum menn hér heima
sem sinna sendiráðum erlendis
og það er kannski ekkert at-
hugavert við það. Í raun er
heldur ekkert athugavert við
að sendiherra sem kemur
hingað heim til þess að sinna
ráðuneytisstjórastarfi eða
einhverju slíku haldi sínum
sendiherratitli.“
Halldór Ásgrímsson Í tíð sinni
sem utanríkisráðherra skipaði
Halldór fimm sendiherra. Hann
var utanríkisráðherra í sextán
mánuði.
Davíð Oddsson Var
aðsópsmestur utanríkisráð-
herra á kjörtímabilinu. Hann
réð tíu sendiherra til starfa á
því rétt rúma ári sem hann var
utanríkisráðherra.