Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2007, Blaðsíða 58

Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2007, Blaðsíða 58
föstudagur 19. janúar 200758 Helgarblað DV É g þekki það af eig- in raun hversu miklu máli hver króna skipt- ir,“ segir Bergvin sem þáði hjálp Eyjabúa fyrir nokkrum árum til að geta keypt tölvu og hjálpartæki. Þá var Bergvin fimmt- án ára og orðinn blindur af völdum víruss sem lagðist á augu hans. Saga Bergvins Oddssonar er saga fótboltaunnanda sem heillaðist snemma af stjórnmálum. Hann bar út Alþýðublaðið í Vestmannaeyjum og eftirlætissjónvarpsefnið hans voru útsendingar frá Alþingi. „Ég er þrælpólitískur,“ segir hann. „Þegar ég var í 10. bekk í grunnskóla hringdi ég í Össur Skarphéðins- son og spurði hvort ég mætti koma í starfskynningu á Alþingi. Í framhaldi af því bauð Össur mér á landsfund Samfylkingarinnar síðar þann vetur. Í fyrra vann ég mikið í prófkjöri Sam- fylkingarinnar í Reykjavík, Grindavík og Vestmannaeyjum og skellti mér svo sjálfur í framboð fyrir Suðurkjör- dæmið. Það er hins vegar afskaplega lítil hætta á að ég fari á þing í haust. Ekki nema þeir fimmtán sem eru fyrir framan mig á listanum annað- hvort hætti við eða deyi!“ segir hann og skellihlær. „Ég tilkynnti reyndar á fundi Samfylkingarinnar í haust að ég ætlaði að verða forsætisráðherra árið 2031, fyrsti blindi forsætisráð- herra veraldar.“ Þjóðin útvegar brandarana Hlátur og gleði einkenna þennan strák sem frá unga aldri kom fram á skemmtunum í grunnskólanum í Eyj- um með uppistand. Nú hefur hann skráð sig í keppnina Fyndnasti mað- ur Íslands sem haldin verður í febrú- ar. „Góður uppistandari þarf að kunna að dansa á línunni,“ svarar hann aðspurður. „Fína línan er sú að geta verið fyndinn án þess að særa. Ég verð aldrei uppiskroppa með efni, því íslenska þjóðin kemur með línurnar á færibandi í tengslum við blindu mína!“ segir hann og segir af því tilefni eina sögu. „Þegar ég var sautján ára ákvað ég að skella mér norður og vera með uppistand hjá Menntaskólan- um á Akureyri. Mamma fékk nátt- úrulega næstum taugaáfall þegar ég sagði henni að blindi sonurinn ætl- aði aleinn með flugvél! Flugfreyjunni var kunnugt um að ég væri blindur, þannig að um leið og ég var sestur í 2B kom hún og bauðst til að spenna á mig sætisbeltið og sagði mér hátt og skýrt frá öllum öryggisreglunum. Hún hefur auðvitað vitað sem var, að blindur maður heyrir ekki, og þess vegna hefði ég ekki getað heyrt hvað hún sagði í hljóðnemann tveimur mínútum síðar!“ Hann fær hressilegt hláturskast svo undir tekur í íbúð- inni. „Þetta er svona svipað og þeg- ar heyrnarlausir koma að selja happ- drættismiða og fólk nánast kallar: „No, thank you!“ Mamma hans Auður Finnboga- dóttir er í heimsókn hjá syninum. Þeg- ar Bergvin bregður sér í módelstörf með ljósmyndaranum spyr ég móð- urina hvort gleðin sé þessum strák eðlislæg eða hvort þetta sé vörn. „Hann er alltaf í góðu skapi,“ seg- ir hún án umhugsunar. „Þegar hann blindaðist missti hann aldrei móð- inn og það var hann sem hvatti okk- ur foreldrana og studdi. Mér fannst veröldin hrynja þegar úrskurðurinn kom. Við vorum stödd á augnspítala í London þegar hann blindaðist alveg, en þangað vorum við send þar sem læknar á Íslandi vissu ekki hvernig bregðast skyldi við.“ „Ég sé aldrei sætustu stelpurnar“ Ástæða blindunnar er vírusinn herpes simplex I. Bergvin hafði fyrst kennt meins í vinstra auga þegar hann var þrettán ára og missti fljót- lega sjón á því. Þessi strákur sem hafði alla tíð verið orkubolti og keppt í handbolta og fótbolta lét ekki deigan síga og hélt íþróttaiðkuninni áfram. Tveimur árum síðar lagðist vírusinn á hægra augað með þeim afleiðing- um að hann varð alveg blindur. „Fólk með 50% sjón á öðru Ætlar að verðafyrsti blindi forsÆtisráðherrann Það kyngdi niður snjó og veðurguðirnir voru ekki í sem bestu skapi. En hann var aftur á móti í skínandi góðu skapi ungi maðurinn sem stóð við bensín- stöð Atlantsolíu á Höfðanum og seldi salernispappír. Hann var að safna fyrir fjöl- skyldu Nóna Snæs, sem lamaðist eftir bílslys á Suðurlands- vegi 2. desember. Bergvin Oddsson lætur sig allt varða. Heldur húmornum „Líkurnar á að fá þennan vírus í augun eru jafnmiklar og á að vinna tvisvar í Víkingalottóinu í sama mánuði.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.