Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2007, Blaðsíða 54

Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2007, Blaðsíða 54
Menning Nýlistasafnið opnaði um síðustu helgi fyrstu stóru einkasýningu listamannsins Kolbeins Huga Höskuldssonar, Still drinking about you, sem fjallar á fordómalausan hátt um sjúkan hugarheim fíkilsins. Kolbeinn flutti ásamt samleigjendum sínum og vinum Elvari og Jóni Pálmari inn í Nýlistasafnið þann 13. janúar og mun dvelja þar til 31. janúar eða á meðan sýningin stendur. Óhljóðatvíeykið Snatan Últra kemur fram á opnuninni en laugardagana 20. og 27. janúar verða sérstakar uppákomur kl. 21. Ég drekk enn vegna þín U m s j ó n : K o r m á k u r B r a g a s o n . N e t f a n g k o r m a k u r @ d v . i s tónlist Íslenska óperan heldur upp á 25 ára afmæli óperusýninga í Gamla bíói um þessar mundir og af því tilefni eru hafnar æfingar á óper- unni Flagari í framsókn eftir Igor Stravinsky en óperan verður frumsýnd þann 9. febrúar. Leikstjóri er Halldór E. Laxness og hljómsveitarstjóri er Kurt Kopecky. föstudagur 19. janúar 200754 Helgarblað DV Garðar Cortes átti frumkvæðið að því að stofnuð yrði eiginleg óp­ era á Íslandi 1978. Fyrsta verk Óp­ erunnar var I Pagliacci eftir Leonc­ avallo sem var flutt í Háskólabíói á vormánuðum 1979. Eftir það gerð­ ust hlutirnir hratt og þegar Íslenska óperan fékk veglegt fjárframlag við fráfall hjónanna Helgu Jónsdóttur og Sigurliða Kristjánssonar kaup­ manns gat Styrktarfélag Íslensku óperunnar fest kaup á á Gamla bíói við Ingólfsstræti þar sem Íslenska óperan hefur verið rekin síðan. „Óperan er sjálfseignarstofnun og gerir þjónustusamning við rík­ ið. Núverandi samningur, sem hef­ ur gilt frá áramótum 2005–6, trygg­ ir óperunni 175 milljónir á ári í þrjú ár. Við höfum reyndar svolitlar áhyggjur af verðlagsþróuninni því samningurinn tryggir ekki að henni verði fylgt. Mikil gróska í sönglífi þjóðarinnar undanfarin ár og fag­ legar framfarir hafa orðið til þess að meiri væntingar eru gerðar til Óp­ erunnar. Sýningarnar verða dýrari og meira í þær lagt þrátt fyrir að öll aðstaða sé af skornum skammti og plássleysi mikið. Það er líka löngu viðurkennt að aðstaða fyrir óperu­ gesti þurfi að vera betri. Við lifum þó enn á sjarma Gamla bíós þó að við lítum með tilhlökkun til þess að Kópavogsbúar geri alvöru úr því að reisa óperuhús,“ segir Bjarni Daní­ elsson óperustjóri. Metnaðarfull dagskrá Við skuldbindum okkur til að vera með tvö meginverkefni á ári en engu að síður leggjum við mik­ ið upp úr því að vera með samfellda dagskrá. Verkefnaskráin er komin út fyrir árið og skipulagn­ ing næsta árs svo gott sem klár. Þá verðum við með frumsýningar á Íslandi á óperum eftir Strauss og Händel auk þess að flytja óperuna Powder on Her Face eftir ungan breskan höfund Thomas Adés og svo nýja íslenska óperu í fullri lengd en núna er það sem sagt Flagarinn sem stendur fyrir dyrum.“ Afmælissýning með Stravinsky Óperan Flagari í framsókn (The Rake´s Progress) eftir Igor Strav­ insky var frumsýnd í Feneyjum árið 1951 og byggir á átta litógrafíum eftir William Hogarth frá árunum 1733–1735 sem lýsa falli hins unga Toms Rakewell. Texti óperunnar er eftir breska ljóðskáldið William H. Auden og Chester Kallmann en Flagari í framsókn er talin ein vin­ sælasta ópera sem samin hefur ver­ ið eftir daga Puccinis. Þetta er, eins og gildir um svo margar óperur sem settar eru upp á Íslandi, í fyrsta sinn sem verkið er sett upp hér á landi. Verkið er sextugasta verkefni óp­ erunnar þannig að segja má að af­ mælið sé tvöfalt. Gamansamur harmleikur Óperan hefst þar sem aðalhetj­ an Tom Rakewell er um það bil að trúlofast Anne Trulove þrátt fyrir að faðir hennar hafi áhyggjur af því hvernig Tom ætli að sjá fyrir henni. Þá birtist Nick Shadow, sem tjá­ ir honum að hann hafi erft allmik­ il auðæfi eftir óþekktan frænda og býðst til að gerast þjónn hans. Tom bítur á agnið en vegferð hans liggur eftir það til glötunar þar sem freist­ arinn í líki Nicks kynnir hann fyr­ ir heimsins löstum og sífellt hallar undan fæti. En Anne hættir aldrei að elska hann og að lokum finn­ ur hún hann á geðveikrahæli þar sem hann heldur sig vera Adonis og hana Venus. Hún syngur hann í svefn og yfirgefur hann síðan hljóð­ lega. Þegar hann verður var við að hún er farin þá deyr hann. Einsöngvarar í sýningunni eru Hulda Björk Garðarsdóttir sópran, sem syngur hlutverk Anne Trulove, unnustu flagarans sem Gunnar Guðbjörnsson tenór syngur. Freist­ arinn, hinn skuggalegi Nick Shad­ ow er sunginn af Ágústi Ólafssyni barítón. Hr. Trulove faðir Anne er sunginn af Jóhanni Smára Sæv­ arssyni bassasöngvara. Ingveldur Ýr Jónsdóttir messósópran syngur hlutverk hinnar skeggjuðu Tyrkja­ Böbu sem Tom giftist á vegferð sinni. Sigríður Aðalsteinsdótt­ ir messósópran syngur hlutverk vændishúsaeigandans mömmu Gæsar og bráðefnilegur ungur ten­ ór Eyjólfur Eyjólfsson fer með hlut­ verk uppboðshaldarans Sellems. Það er Axel Hallkell Jóhannesson, einnig þekktur sem Seli úr Langa Sela og skuggunum, sem hann­ ar leikmynd. Búninga hannar hin margverðlaunaða Filippía Elísdótt­ ir og ljósahönnuður er Björn Berg­ steinn Guðmundsson. Fáar sýningar Aðsókn í Óperuna er ekki jafn­ mikil og áður en hefur þó aukist síðustu ár. Sjö sýningar eru áform­ aðar á Flagara í framsókn en það gildir einnig um flestar aðrar upp­ setningar og uppákomur óperunn­ ar á vormisseri að sýningafjölda er stillt í hóf. „Helsta vandamálið er að sýningarnar í dag eru dýrari í upp­ setningu. Meira er lagt í þær og þar sem húsið er lítið er tap á hverri sýningu. Við stillum sýningafjölda í hóf til að vera innan fjárhagsramma hússins. Íslenska óperan leggur þó sitt af mörkum við að ala upp nýja kynslóð óperuunnenda og óperan hefur ákveðið að bjóða öllum undir 25 ára 50% afslátt á sýningar eins og var í fyrra og mun halda því áfram í framtíðinni,“ segir Freyja Dögg Frí­ mannsdóttir, yfirmaður markaðs­ sviðs Íslensku óperunnar. kormakur@dv.is Jóhann bæjarlista- maður Tónlistarmaðurinn Jóhann Helgason er bæjarlistamaður Seltjarnarness 2007. Jóhann á að baki langan tónlistar­ feril og var fyrstur íslenskra tónlistarmanna til að skrifa undir höfundarsamning er­ lendis. Jóhann hefur búið á Seltjarnarnesi frá 1981. Mörg laga hans hafa orðið vinsæl og þekktast er Söknuður. sem hefur verið hljóðritað 47 sinn­ um á hljómplötur og diska með mörgum flytjendum. Aðstandendur sýningarinnar Flagari í framsókn fjöldi söngvara og 39 manna hljómsveit taka þátt í sýningunni. Þrátt fyrir fjarveru sinfóníunnar tókst að manna svo stóra hljómsveit fyrir óperuna. Bjarni Daníelsson Óperustjórinn horfir björtum augum til framtíðar Íslensku óperunnar og telur mikla grósku í íslensku tónlistarlífi. Gísli Örn á shooting star Evrópska kvikmyndakynning­ in, European Film Promot­ ion, heldur árlega kynningu á ungum og efnilegum leikurum undir fyrirsögninni Shooting Star og er hún haldin í tengsl­ um við kvikmyndahátíðina í Berlín ár hvert. Gísli Örn Garð­ arsson verður fulltrúi Íslands í ár. Gísli Örn átti stórleik í kvik­ myndinni Börnum á síðasta ári og kemur einnig fram í tví­ buramynd Barna, Foreldrum, sem frumsýnd var um síðustu helgi. Myndin verður sýnd á kvikmyndahátíðinni í Rotter­ dam nú um helgina. stærsta víkingasafnið Áform eru uppi í Stokkhólmi um að byggja þar stærsta vík­ ingasafn Norður­ landa og eiga ferða­ menn að geta upplifað víkinga­ tímann á sjálf­ um sér. Danska blaðið BT bendir á að slíkt safn verði í ógnandi samkeppni við víkingaskipa­ safnið í Hróarskeldu. Sænska dagblaðið sagði að Víkinga­ miðstöðin í Stokkhólmi hefði áform um að reisa stærstu menningarbyggingu Norð­ urlanda um víkingatímann og fornminjar frá víkinga­ öld. „Safnið verður í miðborg Stokkhólms af tillitssemi við túrista í tímaþröng,“ segir Mar­ ie Nork fornleifafræðingur. Verkið er sextugasta verkefni óperunnar þannig að segja má að afmælið sé tvöfalt. hverri sýningu Tap er á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.