Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2007, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2007, Blaðsíða 32
„D-riðill er mjög athyglisverður og þarna er þetta upp á líf og dauða,“ sagði Árni en Spánverjar eru ríkjandi heimsmeistarar í handbolta. „Spánverjar, Tékkar og Egypt- ar koma til með berjast um þetta en Katarar eru ekki eins sterkir og koma til með að tapa öllum sínum leikjum þarna. Hin þrjú liðin eru öll líkleg og þessi riðill og E-riðill eru athyglisverðustu riðlarnir í þessari keppni,“ sagði Árni og bætti við að hann teldi Spánverja sigurstrang- legasta í D-riðli. „Ég held að Spánverjar vinni þennan riðil og síðan verður hörku- barátta milli Tékka og Egypta. Það var margt skemmtilegt í leik Tékk- anna á móti Íslandi um síðustu helgi, þeir eru með hörkuskyttur en maður veit ekki alveg um styrk Egyptanna. Þannig að þetta verður held ég rosaleg barátta um annað sæt- ið og ég held að Egyptarnir komi til með að vinna Tékkana og kom- ist áfram. Egyptar eru með marga hörkumenn og það er skemmtileg- ur handbolti sem þeir spila. Það mikill hraði í þeim og kraftur. Þó að Tékkarnir hafi verið skemmtilegir hérna heima, með frábæran mark- mann og góðar skyttur, þá held ég samt sem áður að Egyptarn- ir eigi eftir að skilja þá eftir,“ sagði Árni. Spánverjar eru með lið í fremstu röð en Árni hafði þó ekki trú á því að þeir færu með sigur af hólmi í þessari keppni. „Það er ákveðin hefð hjá þeim að klúðra málunum þegar mest á reynir. Ég held að þeir vinni þennan riðil nokkuð sann- færandi en síðan gætu þeir lent í vandræðum í milliriðlinum og sennilega spila þeir um sæti fimm til átta.“ föstudagur 19. janúar 200732 Sport DV C-riðiLL H m í þ ý s k a l a n d i 2007 Þýskaland Pólland brasilía argentína Hér er leikið: Max-schmeling-Halle (Berlín) tekur um 10 þúsund manns í sæti og er mest notuð sem heimavöllur liðsins alba Berlin í körfubolta. fylgist Með: florian kehrmann (Þýskaland) samherji Loga og Ásgeirs hjá Lemgo í Þýskalandi. Einn besti hægri hornamaður í heimi. 29 ára gamall leikmaður sem hefur skorað 649 mörk í 180 landsleikjum. stefan kretzschmar (Þýskaland) skemmtilegur hornamað- ur sem leikur með Magdeburg. Mjög litríkur og skemmtilegur vinstri hornamaður sem vel er skreyttur húðflúrum og eyrnalokkum. Hefur spilað 218 landsleiki og skorað í þeim 821 mark. leikirnir: föstudagur 19. janúar KL. 16.30 Þýskal. - Brasilía ___ - ___ laugardagur 20. janúar KL. 18.30 Pólland - argent. ___ - ___ sunnudagur 21. janúar KL. 14.30 Brasilía - Pólland ___ - ___ KL. 16.30 argent. - Þýskal. ___ - ___ Mánudagur 22. janúar KL. 16.00 Þýskal. - Pólland ___ - ___ KL. 18.30 Brasilía. - argent. ___ - ___ lokastaða: 1. sæti: ________________ stig: ___ 2. sæti: ________________ stig: ___ 3. sæti: ________________ stig: ___ 4. sæti: ________________ stig: ___ gerry Weber stadion (Halle) tekur um 12 þúsund manns í sæti en frægur tennisgrasvöllur er utan á höllinni og er þar haldið gerry Weber-tennismótið. d-riðiLL H m í þ ý s k a l a n d i 2007 sPánn tékkland egyPtaland katar Hér er leikið: aWd-dome (Bremen) tekur um 9 þúsund manns í sæti og er stærsta íþróttahöllin í Bremen. Kallaðist stadthalle Bremen en eftir að allgemeiner Wirtschaftsdienst (aWd) varð aðalstyrktaraðili hallarinnar var nafninu breytt. um leið var höllin stækkuð úr þrjú þusund í 10 þúsund manna höll. fylgist Með: Jose Hombrados (Spánn) Einn besti markvörður í heiminum í dag og samherji Ólafs stefánssonar hjá Ciudad real á spáni. Ef hann kemst í stuð eiga andstæðingarnir ekki von á góðu. filip Jicha (Tékkland) fór illa með Íslendinga um síðustu helgi þar sem þessi samherji Loga geirssonar og Ásgeirs Hallgrímssonar skoraði 18 mörk í leikjunum tveimur. gríðarlega öflug skytta sem getur unnið leiki fyrir sitt lið ef sá gállinn er á honum. leikirnir: laugardagur 20. janúar KL. 14.45 tékkland - Katar ___ - ___ KL. 17.00 spánn - Egyptal. ___ - ___ sunnudagur 21. janúar KL. 14.45 Katar - spánn ___ - ___ KL. 17.00 Egyptal. - tékkl. ___ - ___ Mánudagur 22. janúar KL. 17.00 Egyptal. - Katar ___ - ___ KL. 19.00 spánn - tékkland ___ - ___ lokastaða: 1. sæti: ________________ stig: ___ 2. sæti: ________________ stig: ___ 3. sæti: ________________ stig: ___ 4. sæti: ________________ stig: ___ Sú regla er höfð við niðurröð- un á HM í handbolta að eftir að búið er að draga þrjú lið í hvern rið- il fá gestgjafarnir að velja sér riðil til að leika í og það var ekki að ástæðu- lausu sem Þjóðverjar völdu C-riðil. Þjóðverjar eru í riðli með Pólverj- um, Brasilíumönnum og Argentínu- mönnum og Árni á ekki von á öðru en heimamenn og Pólverjar fari uppúr riðlinum. „Ég held að Þjóð- verjar vinni þennan riðil, Pólverjar verði í öðru og síðan Argentína og Brasilía þar á eftir. Þjóðverjar eru á heimavelli og þetta verður rosalega skemmtileg keppni vegna þess að það er mikill áhugi fyrir handbolta í Þýskalandi. Það verður troðfullt í höllunum þegar Þjóðverjarnir spila og það kemur til með að hjálpa þeim mikið í þessu móti. Þrátt fyrir að þeir hafi kannski ekkert verið alltof sannfærandi í æf- ingaleikjum að undanförnu og ver- ið svolítið óheppnir með meiðsli, þá held ég samt sem áður að þeir séu í nokkuð góðum málum í þess- ari keppni og komi til með að vinna þennan riðil.“ Árni bætti því þó við að Pólverj- ar væru sýnd veiði en ekki gefin. „Pólverjar eru með hörkulið og þeir eiga eftir að veita Þjóðverjum harða keppni. Síðan verður gaman að sjá Pólverjana í framhaldinu.“ Árni bjóst ekki við miklu frá Suð- ur-Ameríkuþjóðunum í riðlinum og sagði að þær væru nánast uppfylli- garefni. „Þó að þetta séu hörku þjóð- ir í fótboltanum eru þær bara í öðr- um klassa í handbolta. Það má eiginlega segja það sama um þenn- an riðil og A-riðil, að það er eiginlega al- veg augljóst hvaða lið fara áfram,“ sagði Árni. Þjóðverjar eru í nokkuð þægilegum riðli á HM og ljóst er að þeir munu ekki eiga í erfiðleikum með að komast í milliriðil. d-riðill er mjög athyglisverður d-riðill er gríðarlega sterkur þar sem þrjár sterkar þjóðir, spán- verjar, tékkar og egyptar, berjast um að komast í milliriðla. c-riðill Þægilegt hjá heimamönnum leikreyndasti maður Þjóðverja Línumaðurinn öflugi Christian schwarzer sækir hér að marki Króata í úrslitaleik Ólympíuleikanna í aþenu 2004 þar sem Króatar fóru með sigur af hólmi. Meistararnir spánverjar sjást hér fagna sigri á HM í túnis fyrir tveimur árum. d-riðill árni stefánsson sPáir í liðin og riðlana
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.