Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2007, Blaðsíða 10
Alls seldust 39 fasteignir í
sérbýli á Ísafirði á nýliðnu ári.
Meðalstaðgreiðsluverð á fer-
metra var 67.382 krónur. Tölu-
verð aukning er í sölu á milli ára
en árið 2005 seldust 24 fasteign-
ir í sérbýli á Ísafirði. Meðal-
staðgreiðsluverð á fermetra var
54.593 krónur og hækkaði verðið
því um 23,4% á milli ára.
Ódýrara að
kaupa á Ísafirði
Stéttarfélög opinberra starfsmanna
virtu að vettugi niðurstöðu kæru-
nefndar jafnréttismála, en nefndin
úrskurðaði að fjölskyldu- og styrkt-
arsjóður félaganna hefði átt að greiða
föður styrk í fæðingarorlofi rétt eins
og gert er þegar konur eiga í hlut.
Starfsmaður sjóðsins seg-
ir málið vera á viðkvæmu
stigi, sjóðurinn sé í tug-
milljóna yfirdrætti
og stendur ekki leng-
ur undir því að greiða
konum fæðingarstyrki.
Sjóðurinn greiðir út ár-
lega um 200 milljón-
ir króna í styrki til fé-
lagskvenna og greiðslur
munu verða skertar
sama hvað gerist.
Eiríkur Jóns-
son, formaður
Kennarasam-
bands Íslands,
segir að fæð-
ingarstyrkur-
inn hafi upp-
haflega verið
hugsaður sem greiðsla vegna fæðing-
ar og ef styrkjum væri skipt jafnt á milli
karla og kvenna yrðu kjarasamnings-
bundin réttindi kvenna skert. Eiríkur
segir að fundur um málið verði fljót-
lega og að hans áliti er eina leiðin til
að jafna þessi réttindi á milli kynjanna
að taka pening úr sjúkrasjóði stéttar-
félaganna til að hafa fyrir kostnaði.
Hver sem niðurstaðan verður mun
einhver óhjákvæmilega tapa á þessu.
Fjölskyldu- og styrktarsjóður
BHM, BSRB og KÍ synjaði um-
sókn karlmanns um styrk úr
sjóðnum á þeim forsend-
um að einungis konur ættu
rétt á greiðslum samkvæmt
reglugerð. Hlutverk sjóðsins
var upphaflega að annast
greiðslur til félagsmanna
í fæðingarorlofi og bæta
þannig sjóðsfélögum
það tjón sem þeir
hefðu orðið fyrir
við gildistöku
nýrra reglna
um greiðslu
launa í fæð-
ingaror-
lofi. Kæru-
nefnd
jafnrétt-
ismála
Sjóðurinn er rekinn á yfirdrætti og ljóst að skerða verður greiðsl-
ur úr honum. Sjóðurinn hefur áður brotið jafnréttislög.
föstudagur 19. janúar 200710 Fréttir DV
InnlendarFréttIr
ritstjorn@dv.is
Hnefaleikafélag Reykjaness
ætlar að opna hnefaleikahöll
í gömlu sundhöllinni í Kefla-
vík. Starfsemi félagsins hefst af
fullum krafti þar fljótlega. Í dag
æfa um 110 börn og ungling-
ar ólympíska hnefaleika hjá fé-
laginu. Aðstaðan í sundhöllinni
bætir úr aðstöðuleysi félagsins
og vonir standa til að hægt verði
að fjölga iðkendum. Hnefaleikar
hafa verið mjög vinsælir í Kefla-
vík á undanförum árum.
Box í sundhöll
Kærunefnd jafnréttismála úr-
skurðaði að stéttarfélög opin-
berra starfsmanna hefðu brotið á
félagsmanni sínum með því að
neita honum um fæðingarstyrk.
Ólafía Erla SvanSdÓttir
blaðamaður skrifar: olafia@dv.is
Karlarnir
Klára sjÓðinn
komst að þeirri niðurstöðu
að synjun sjóðsins bryti í
bága við jafnréttislög svo og jafn-
ræðisreglu stjórnarskrárinnar. Styrkt-
arsjóðurinn hefur ekki brugðist við
úrskurðinum og ekki samið við kær-
andann.
Sams konar mál kom á borð kæru-
nefndar jafnréttismála 2003 og var þá
líka úrskurðað kæranda í vil. Stéttarfé-
lögin sömdu
ekki við kær-
anda fyrir hönd
sjóðsins þá, þrátt fyrir að
tilmæli væru gerð þar um.
Yfirgnæfandi meirihluti mála sem
koma til kærunefndar jafnréttismála
eru mál um stöðuveitingar og launa-
mál. gefið var álit í sextán málum í
fyrra. Álit nefndarinnar eru ekki bind-
andi úrskurðir og hafa ekki réttaráhrif,
heldur eru þau sérfræðiálit frá stjórn-
valdi.
Margrét María sigurðardóttir,
framkvæmdastýra jafnréttis-
stofu, segist hafa reiknað með
þessum niðurstöðum kæru-
nefndar í máli fjölskyldu- og
styrktarsjóðs stéttarfélag-
anna, þetta væri annað álit-
ið í svipuðu máli og engin
breyting hefði átt sér stað
frá fyrra áliti. Margrét
segir að það þurfi
í rauninni að fara í
dómsmál til að koma
breytingum af stað,
en það sé undir kærandanum sjálf-
um komið. Ágreiningur er um hvort
kærunefnd eigi að hafa úrskurðar-
vald og bendir Margrét á að jafnrétt-
islög séu í endurskoðun. Enn eigi eftir
að koma í ljós hverju verði breytt og
hvort álit nefndarinnar öðlist réttará-
hrif. „skerpa þarf þessar tennur sem
kærunefndin hefur,“ segir Margrét.
Ekki hefur verið gerð sam-
antekt á því um hve mörg
mál sem komið hafa fyrir
kærunefndina hefur ver-
ið samið eða í hve mörg-
um tilvikum dómsmál
hefur verið höfðað. Há-
skóli Íslands hefur tvisvar
tapað máli fyrir kærunefnd-
inni en ákvað að semja ekki
og virti þannig álit kæru-
nefndar jafnréttismála að
vettugi.
Bitlausar tennur kærunefndar
Eiríkur Jónsson formaður Kennarasam-
bands íslands segir að ef fæðingarstyrknum
yrði skipt jafnt á milli kvenna og karla yrðu
kjarasamningsbundin réttindi kvenna skert.
Silvía Nótt ætlar að frum-
flytja nýtt lag af væntanlegri
plötu sinni á Hlustenda-
verðlaunum FM 957, sem
verða veitt þann 23. janúar.
Lagið heitir Thank you baby
og segja menn að lagið sé
mjög hressandi. Plata Silvíu
kemur til með að heita
Goldmine og verða 10 lög
á henni. Platan kemur út í
apríl. Annars er það að frétta
af Silvíu að hún ætlar að
kenna stelpunum úr Nylon
hverning eigi að meika það í
útlöndum í sjónvarpsþætti
sínum sem hefst þann 15.
febrúar. Stórar yfirlýsingar
að venju frá þessari popp-
prinsessu.
Silvía Nótt gefur
út Goldmine