Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2007, Qupperneq 4
„Við horfum á framtíðarlausn á
þessum vanda með því að setja upp
starfsstöð á Arnarholti á Kjalarnesi og
kjósum þann kost umfram aðstöðuna
á Efri-Brú,“ segir Heiðar. Hann segir
að tveir af vistmönnum Byrgisins hafi
þegið að halda sinni meðferð áfram á
Hlaðgerðarkoti en þeir fjórir sem eft-
ir eru í Byrginu séu að hugsa málið. Í
Hlaðgerðarkoti rekur Samhjálp afeitr-
unar- og meðferðarstöð fyrir áfengis-
sjúka síðan 1973.
Árið 2006 sóttu tólf hundruð ein-
staklingar um meðferð í Hlaðgerðar-
koti og segir Heiðar Guðnason, for-
stöðumaður Samhjálpar, að rúmlega
sjötíu prósentum af þeim umsóknum
hafi Samhjálp þurft að hafna vegna
skorts á vistunarrými.
Heilbrigðisráðuneytið hefur haft
umráð yfir Arnarholti og núna er stað-
urinn í leigu til Ístaks fyrir starfsmenn
sem eru að vinna að stækkun Grund-
artanga. „Það er sárt að horfa á alla
þessa einstaklinga sem við þurfum að
synja um pláss og þess vegna erum við
hjá Samhjálp spennt fyrir þeim mögu-
leika að opna meðferðarheimili í Arn-
arholti því við vinnum á þessum vett-
vangi og við viljum fá meira fjármagn
til að geta gert betur og til að sinna
fleiri einstaklingum í náinni framtíð,“
segir Heiðar. Hann segir ekki útilok-
að að sú aðstaða sem Byrgið var með
á Efri-Brú verði framtíðarúrræði fyr-
ir meðferðarsjúklinga Samhjálpar en
hann kjósi frekar að vera með starfs-
stöð á Arnarholti vegna nálægðar við
höfuðborgarsvæðið og hagræðingar í
rekstri sem Arnarholt býður upp á.
föstudagur 19. janúar 20074 Fréttir DV
InnlendarFréttIr
ritstjorn@dv.is
Sigtryggur ari JóhannSSon
blaðamaður skrifar: sigtryggur@dv.is
Blóm auka
drykkjuna
Fjórðungi meira er selt af
áfengi í ríkinu í Breiðholti eftir
að áfengisverslunin var flutt úr
Mjódd í Garðheima. Þetta kem-
ur fram í svari við fyrirspurn Sig-
urjóns Þórðarsonar þingmanns
Frjálslynda flokksins. Mestu
munar um talsvert meiri áfeng-
iskaup í desember, en árið 2005
keyptu Breiðhyltingar og aðrir
áfengi fyrir 67 milljónir en fyrir
rétt tæplega níutíu milljónir árið
2006, það er eftir að verslunin
var flutt úr Mjódd í Garðheima.
Þá átta mánuði sem áfengi hefur
verið selt í Garðheimum hefur
salan numið 445 milljónum en í
sömu mánuðum árið áður, það
er þegar ríkið var í Mjódd, nam
salan 360 milljónum króna.
Hvert nú,
Kristinn?
Kristinn H.
Gunnarsson,
alþingismað-
ur Framsóknar-
flokksins í Norð-
vesturkjördæmi,
ætlar ekki að
taka þriðja sæti
á lista flokksins fyrir komandi
kosningar. Hann verst allra frétta
af því hvort hann ætli í sérfram-
boð eða ganga til liðs við ann-
an flokk. Kristinn hefur setið
á Alþingi frá árinu 1991, til að
byrja með fyrir Alþýðubanda-
lagið. Hann var einnig um tíma
óflokksbundinn áður en hann
gekk í Framsóknarflokkinn.
Hann hefur verið orðaður sterk-
lega við Frjálslynda flokkinn en
aðrir segja hann bláan inn við
beinið.
Vandinn leystur
Starfsmannaekla leikskóla
Kópavogs er að leysast og sam-
kvæmt upplýsingum frá leik-
skólaskrifstofu Kópavogs hef-
ur tekist að manna flestar af
þeim stöðum sem lausar voru.
Leikskólafulltrúi Kópavogs
Sesselja Hauksdóttir segir að
starfsmannaleysið sé orðið við-
ráðanlegt og dregið verði úr tak-
mörkunum á leikskólaviðveru
barnanna eftir helgi.
Á annað þúsund umsækjendur um meðferðarúrræði hjá Samhjálp á síðasta ári:
Þrír af hverjum fjórum fá synjun
arnarholt á Kjalarnesi samhjálp vill fá
arnarholt sem framtíðarlausn fyrir fjölda
áfengissjúkra sem er hafnað um vist á
Hlaðgerðarkoti á ári hverju.
heiðar guðnason forstöðumaður Samhjálpar
„Við tökum á móti vistmönnum Byrgisins sem vilja
halda meðferð sinni áfram í Hlaðgerðarkoti.“
Útgerðarfélagið Samherji á Akur-
eyri ræður nú yfir öllum úthafs-
kvóta Englendinga. Þetta segir Alex
Salmond, þingmaður skoska Þjóð-
arflokksins. „Við viljum ekki sitja
uppi með það að missa starfsemi
fjölskyldufyrirtækja í fiskveiðum
með því að selja frá okkur kvótann,“
segir Alex Salmond í viðtali við
skoska vikuritið Fishing News. Alex
óttast að ef fram heldur sem horf-
ir muni skosk byggðarlög missa
frá sér fiskveiðar með alvarlegum
áhrifum á lítil samfélög við sjáv-
arsíðuna. Breski sjávarútvegsráð-
herrann Ben Bradshaw kveðst ekki
tilbúinn til þess að breyta fiskveiði-
kerfinu í bráð. Hann segir að kvót-
inn verði að vera framseljanlegur.
Keyptu fyrirtæki í kröggum
Stærsti liðurinn í kvótakaupum
Samherja á Englandi fólst í því að
kaupa útgerðarfyrirtækið Onward
Fishing árið 1996. Þessi kaup fóru
fram í gegnum Framherja, dótturfyr-
irtæki Samherja.
Onward Fishing átti fjóra tog-
ara með veiðiréttindum. Togar-
arnir þurftu viðhald og fyrirtækinu
gekk erfiðlega að fá veð fyrir endur-
bótunum. Þorsteinn Már Baldvins-
son, framkvæmdastjóri Samherja, sá
sér leik á borði og með aðstoð Páls
Sveinssonar hjá Icebrit í Grimsby
fóru kaupin fram.
Árið 2006 keypti síðan Samherji
útgerðarfyrirtækið J. Marr í Hull og
hafði þannig náð til sín öllum úthafs-
kvótanum.
Eðlileg viðskipti
„Við eigum í fyrirtækjum er-
lendis eins og mörg önnur íslensk
fyrirtæki. Við höldum okkur við
sjávarútveginn og eigum hlut í sjáv-
arútvegsfyrirtæki á Englandi,“ segir
Þorsteinn Már. „Það er ekkert flók-
ið við þetta. Við erum bæði þarna
og í Þýskalandi. Þetta gengur alveg
ágætlega. Við getum kallað þetta
úthafsveiðar. Þetta eru bæði veið-
ar utan og innan landhelgi Evrópu-
sambandsins,“ bætir hann við.
Þorsteinn segir enska kvótakerf-
inu svipa mjög til þess íslenska.
Úthlutanir á kvóta byggist fyrst og
fremst á veiðireynslu og nýtingu.
Þrjátíu ár frá Þorskastríði
Það vakti athygli í Englandi
að Íslenskt fyrirtæki hefði
náð til sín öllum enska út-
hafskvótanum árið 2006.
Þá voru þrjátíu ár liðin frá
því að Íslendingar sigruðu
Breta í Þorskastríðinu svo-
kallaða. Í þorskastríðinu
beittu Íslendingar togvíra-
klippum gegn enskum tog-
urum sem stunduðu veiðar
í íslenskri lögsögu. Nú er
reyndar fyrst og fremst um
að ræða fiskveiðikvóta í Bar-
entshafi.
Skotar ráða enn á bilinu
70 til 80 prósent af sínum fisk-
veiðikvóta, og samkvæmt Alex
Salmon er vilji fyrir því í Skot-
landi að reyna að halda því hlut-
falli og koma í veg fyrir samþjöpp-
un eignarhalds í skoskri útgerð.
Útgerðarfélagið Samherji á Akureyri hefur eignast allan úthafskvóta Englendinga.
Skoskur þingmaður telur að spyrna eigi á móti og halda veiðiréttindunum heima:
Samherji kaupir upp
úthafskvóta Breta
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, segir fyrirtækið
halda sig við sjávarútveg í mörgum löndum. Leiðindi eru vegna
kaupa Samherja á breskum úthafskvóta. Ótti um að fiskvinnslu-
fyrirtækjum verði lokað.
Gerðu ekki
ráð fyrir að
neinn hætti
Kjörnefnd Framsóknar-
flokksins í Norðvesturkjör-
dæmi liggur nú undir feldi
til að ákveða hvernig bregð-
ast skuli við brotthvarfi Krist-
ins af listanum. Póstkosning
í nóvember síðastliðnum var
bindandi fyrir fimm efstu sæt-
in en reglur hennar gera ekki
ráð fyrir því að frambjóðend-
ur afþakki sæti. Því er ekki
sjálfgefið að hinir frambjóð-
endurnir færist upp um sæti.
Kjörnefndin þarf samt að
komast að niðurstöðu skjótt
því kjördæmisþing flokksins
tekur afstöðu til tillögu hennar
á morgun, laugardag.
Þorsteinn Már
Baldvinsson
Þorsteinn átti
frumkvæði að því að
kaupa enska útgerð-
arfélagið Onward
fishing.