Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.2007, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.2007, Blaðsíða 15
15DV Fréttir föstudagur 2. febrúar 2007 Helvíti á jörðu „Árið 1976 gerði réttarsálfræð- ingurinn Gísli Guðlaugsson BA- ritgerð um uppeldisheimilið í Breiðuvík. Ritgerðin var stimpluð sem trúnaðarmál af menntamála- ráðuneytinu sama ár. Ég get ekki ímyndað mér af hverju skýrsl- an var flokkuð sem trúnaðarmál en ég get þó sagt að niðurstað- an var slæm,“ segir Sveinn Allan Morthens, fyrrverandi starfsmað- ur á uppeldisheimilinu í Breiðu- vík og núverandi forstöðumaður meðferðarheimilisins í Háholti. Hann segir hugmyndina augljós- lega hafa brugðist og því hafi ekki þótt æskilegt að fólk kæmist í rit- gerðina á sínum tíma. Hann starf- aði einn vetur í Breiðuvík og tók meðal annars þátt í að rífa niður svartholið þar sem börnin voru geymd. Eins og í gúlagi „Þetta náði út fyrir allt hug- myndaflug sem við höfðum,“ seg- ir hann um aðbúnaðinn og stað- setningu heimilisins í Breiðuvík. Sveinn líkir því við gúlag, sem voru alræmdar síberískar fanga- búðir í Sovétríkjunum um miðja síðustu öld. „Það er ótrúlegt að segja frá því að í byrjun þurfti Landhelgisgæsl- an að sigla með börnin til Breiðu- víkur vegna þess að þangað var alltaf ófært,“ segir Sveinn Allan en staðsetning heimilisins var fráleit að hans mati. Hann segir að stað- urinn hafi í raun verið valinn af til- viljun þegar Gísli Jónsson, sem þá var þingmaður og ötull talsmað- ur heimilisins, fékk samþykkt fyr- ir heimilinu. Staðsetning lífshættuleg „Eitt sinn kom það fyrir að barn var með botnlangabólgu,“ segir Sveinn Allan. Þá var hávet- ur og ekki heiglum hent að aka yfir heiðina á rússajeppanum, sem fylgdi býlinu. Sveinn segir að starfsmennirnir hafi rifið aft- ursætin úr bílnum og lagt af stað til Patreksfjarðar þar sem næstu læknishjálp var að fá. Ökuferð- in hefði geta endað með stórslysi en fyrir einskæra heppni komust þeir klakklaust yfir hrjóstrugan og klakabrynjaðan slóðann. Piltin- um var komið undir læknishend- ur á síðustu stundu. Sögusagnir um misþyrmingar „Það gengu margar sögur á þessum tímum um Breiðuvík- ina,“ segir Sveinn Allan, en þeg- ar hann starfaði þar mun mikið hugsjónastarf hafa verið við lýði. Hann segir að það hafi þó verið áfátt um eftirlit, bæði vegna stað- setningar og einnig skorts á sér- fræðingum og þekkingu. Hann segir að margir sem dvöldu þar hafi aldrei beðið þess bætur. Hann vill þó ekki tjá sig um þær sögur enda ýmist trúnaðarmál eða óstaðfestur orðrómur. Hann segir þó að sögurnar hafi verið þrálátar – og oft sé fótur fyrir slík- um frásögnum. Fangelsið rifið, svo byggt aftur Forstöðumaður heimilisins árið 1955, Kristján Sigurðsson, fór með yfirumsjón þess í eitt ár. Hann segir að svartholið svokall- aða hafi verið þegar hann tók við býlinu. „Mér blöskraði hreinlega þegar ég sá þetta fangelsi, ég vildi koma fram við börnin eins og fólk, ekki eins og dýr,“ segir hann en ásamt krökkunum sem þar dvöldu var svartholið rifið. Svo virðist sem það hafi verið endurbyggt síðar og segir Kristján að kannski hafi þeir sem eftir komu litið á svarthol- ið sem hentuga lausn til að taka á vandamálum barnanna. Helvíti fjarar út Rekstri heimilisins var haldið úti á áttunda áratugnum í breyttri mynd. Þá voru færri börn en sí- fellt erfiðara varð að halda svo af- skekktu býli við. Að lokum fjaraði rekstur þess út, að sögn Sveins Allans. Hann segir enga eina sér- staka ástæðu fyrir því. Í raun hafi það bara verið hrikalega staðsett og stjórnvöld áttuðu sig á því að einangrunarstefna væri ekki rétta leiðin til aðstoðar börnum sem ættu við vandamál að stríða. Starfsmaður í Breiðuvík, Sveinn Allan Morthens, segir aðbúnaðinn hafa náð út fyrir allt hugmyndaflug Breiðavík var eins og gúlag Helgi Gunnlaugsson afbrota- fræðingur telur varasamt að vista unga afbrotamenn á sérstakri deild, reynslan af uppeldisheim- ilinu í Breiðuvík hafi sýnt það. „Ef árangurinn af starfinu í Breiðuvík er skoðaður, þá kemur í ljós að um það bil 70 prósent þeirra sem vist- aðir voru á heimilinu hafa hlotið dóm eftir að þeir komu út af því. Arfleifð stofnunarinnar er því mið- ur sú að menn skiluðu sér ekki það- an út sem nýtir samfélagsþegnar, heldur sýnu verri og því var ákveð- ið að þetta væri ekki braut sem ráð- legt væri að feta,“ segir hann. Vistunin skilaði engu Hættulegt getur verið að taka unga afbrotamenn út úr um- hverfi sínu og setja þá í umhverfi á borð við það sem blasti við þeim í Breiðuvík. „Ungir ógæfumenn fá ekki þjálfun í því að verða nýtir samfélagsþegnar með því að vera teknir út úr umhverfi sínu og þeir vistaðir í umhverfi sem er ekki í neinum tengslum við það sem þeir munu búa í síðar. Það versta er hins vegar að þar koma saman einstakl- ingar á svipuðum stað í lífinu, sem eiga sér beiska ævisögu. Þar kynn- ast þeir vel og í framhaldinu er hætta á að þeir ali upp hver í öðrum reiði í garð samfélagsins. Í kjölfar- ið myndast ákveðin glæpamanna- menning. Ef ungmennin eru beitt harðræði, eins og gert var í Breiðu- vík, eru enn meiri líkur á því að þau fyllist beiskju og biturð út í sam- félagið og komi þaðan út verri en þau komu inn. Uppeldisheimilið í Breiðuvík virkaði því sem uppeld- isstöð fyrir næstu kynslóð glæpa- manna, sem keyrðir voru áfram af heift út í samfélagið sem aldrei hafði gert neitt fyrir þá.“ Svipaðar hugmyndir uppi í dag Helgi telur vel hægt að setja þá hugmyndafræði sem var að baki Breiðuvík í samhengi við þær hug- myndir sem Ágúst Ólafur Ágústs- son hefur uppi um að vista unga brotamenn á sérdeild í fangelsum. „Þetta er sams konar hugmynda- fræði og í sjálfu sér er hún alls ekki órökrétt. Auðvitað er gott að vernda unga afbrotamenn frá því að kom- ast í kynni við eldri glæpamenn, en við Íslendingar höfum reynt þessi úrræði og þau skiluðu ekki tilætl- uðum árangri. Ef við horfum til Breiðuvíkur, þá fór sáralítil betr- un þar fram og menn komu það- an út harðneskjulegri en þegar þeir komu inn.“ Bætti engan Helgi Gunnlaugs- son afbrotafræðing- ur segir mikilvægt að draga lærdóm af uppeldisheimilinu í Breiðuvík. Hann bendir á hættur þess að vista unga af- brotamenn saman, þeir geti alið hver upp í öðrum heift í garð samfélagsins. Afbrotafræðingurinn Helgi gunnlaugsson er ekki hrifinn af því að vista unga afbrotamenn alla á sama stað. Ágúst Ólafur Ágústsson hefur lagt fram tillögu á þingi: Fangelsi má ekki vera glæpaskóli Ágúst Ólafur Ágústsson, alþingismaður Samfylkingarinnar, hefur lagt fram þings- ályktun um að sett verði á fót sérdeild fyrir unga fanga á aldrinum 18 til 24 ára, með það fyrir augum að lágmarka samneyti þeirra við eldri fanga eins mikið og hægt er. „Nú eru uppi umræður um að byggja nýtt fangelsi á Hólmsheiði og ég hef bent á að það sé nauðsynlegt að við tökum tillit til sérstöðu ungra fanga. Þannig getum við náð fram sér- tækum úrræðum á sviði vímu- og geðúrræða. Ég geri mér grein fyrir því að þetta hentar ekki öllum föngum, en það er nauðsynlegt að taka meira tillit til ungra fanga en við höfum gert. Við þurfum að koma í veg fyrir að þess- ir menn komi út verri en þeir komu inn,“ seg- ir hann. Með því að raða föngum saman eftir brota- flokkum og aldri, telur Ágúst að fangelsisyfir- völd geti beitt sértækari úrræðum til þess að ná fram betrun. „Við eigum betri möguleika á því að grípa inn í líf einstaklinga á meðan þeir eru á bak við lás og slá með sértæk- um hætti og þannig komum við frek- ar í veg fyrir klíkumyndanir og einelti innan veggja fangelsis. Ég hef heyrt frá föngum að þeir læri af þeim reyndari ýmislegt í glæpaheiminum. Almennt séð á ekki að byggja stórt öryggisfang- elsi líkt og á Litla-Hrauni, heldur lít- ið og tiltölulega opið fangelsi. Ungir fangar verða að vera í góðum tengslum við samfélagið og fjölskyldu sína og þau úrræði sem þeirra bíða verði bund- in einstaklingsmati. Fangelsi má ekki vera hvetjandi umhverfi til frekari glæpa.“ Alþingismaðurinn Vill taka tillit til ungra fanga og gera þeim sérstöðu svo þeir verði ekki fyrir áhrifum hinna eldri. Sveinn Allan Morthens segir marga þeirra sem voru í breiðuvík aldrei bíða þess bætur. „Mér blöskraði hreinlega þegar ég sá þetta fang- elsi, ég vildi koma fram við börnin eins og fólk, ekki eins og dýr.“ Kristján Sigurðsson reif niður svartholið þegar hann var forstöðumaður en nokkrum árum síðar var það endurbyggt. Fangaklefi ungir menn verða ekki betri með því að vera teknir úr umferð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.