Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.2007, Blaðsíða 48
„Vá hvað hann er stór!“ var það
fyrsta sem Guðrún Ína Einarsdótt-
ir hugsaði þegar hún fékk soninn
Guðjón Val í fangið. „Hann var sko
rúmlega 20 merkur og 57 sentimetr-
ar,“ segir Guðrún Ína til útskýringar.
„Guðjón Valur var alltaf mjög fyrir-
ferðarmikill og ákveðinn strákur sem
þurfti að hafa öryggi og allt á hreinu
og höfum við alltaf verið mjög náin.
Sjálfsagt hefur það verið fjölskyldan
sem mótaði hann mest á uppvaxt-
arárunum, við erum lítil fjölskylda
en mjög náin og var afi hans mikill
íþróttamaður sem fylgdist vel með
honum og hvatti hann.“
Guðrún Ína brosir þegar ég spyr
hvernig unglingur Guðjón Valur hafi
verið.
„Alveg fyrirmyndarunglingur!
Reyndar eiga mömmur það til að
gleyma, en ég held ég sé að segja al-
veg satt! Hann varði nánast öllum
sínum frístundum í íþróttahúsinu
á Seltjarnarnesi svo það komst lítið
annað að en íþróttirnar. Hafi hann
einhvern tíma farið á það stig að
skammast sín fyrir móður sína, þá
hafði hann vit á því að láta mig ekki
finna fyrir því!“
Guðjón Valur hóf íþróttaferil sinn
í fótbolta hjá KR, þótt hann byggi á
Nesinu, en stundaði svo handbolta
og fótbolta jöfnum höndum fram að
sautján ára aldri.
„Þá þurfti hann að velja á milli. Það
hefur alltaf verið mikill handbolta-
áhugi á Nesinu og það að hann var
kominn í unglingalandslið yngri en
16 ára í handbolta hefur sjálfsagt haft
töluvert að segja um ákvörðun hans
að halda áfram í handbolta. Góð-
ir þjálfarar skipta líka miklu máli. Frá
fyrstu tíð hefur fjölskyldan fylgt hon-
um eftir og það eru ekki mörg íþrótta-
húsin á Stór-Reykjavíkursvæðinu sem
við heimsóttum ekki á árum áður!“
Man þegar mamma sleppti leik
Guðrún Ína var að koma heim af
HM í Þýskalandi þegar við ræddum
saman.
föstudagur 2. febrúar 200748 Helgarblað DV
Margrét Bárðardóttir er móð-
ir Markúsar Mána Michaelssonar og
segist hafa þótt sonurinn dásamlega
fallegur frá fyrstu stundu.
„Samband okkar Markúsar Mána
hefur alltaf verið náið, innilegt og
skemmtilegt,“ segir hún. „Hann var
glaður, einbeittur, viljasterkur, orku-
mikill og fjölhæfur strákur sem var
margt til lista lagt. Auk mín og manns-
ins míns mótaðist hann mikið af ynd-
islegum þjálfurum yngri flokka Vals.“
Mamman gætti þess að drengur-
inn fengi hollan og næringarríkan
morgunverð.
„Ég gaf honum fimm korna graut
úr lífrænt ræktuðum, nýmöluðum
kornum með hunangi og ávöxtum.
Þess vegna er hann svona vel byggð-
ur! Og já, vitaskuld kenndi ég hon-
um að vinna húsverkin, þau voru nú
ekki efst í forgangsröðuninni meðan
hann bjó heima en hann stendur sig
vel í dag.“
Hvenær hefur þér fundist þú mest
ómissandi í lífi hans?
„Það var þegar Derrick var á skján-
um! Við horfðum alltaf á þá þætti
saman.“
Markús Máni var góður ungling-
ur sem mamman þurfti ekki að hafa
áhyggjur af.
„Ég var einstæð móðir um tíma og
beið alltaf eftir unglingavandamál-
unum, en þau komu aldrei. Það var
aldrei vesen á honum. Hann var ann-
aðhvort í Valsheimilinu eða í Tóna-
bæ.“
Margrét segist muna eftir tímabili
þegar strákurinn „skammaðist“ sín
fyrir mömmu sína.
„Það var reyndar mjög stuttur tími,
einhvern tíma í kringum tíu ára aldur-
inn og þá vildi hann ekki að ég kæmi
að horfa á fótboltaleiki hjá honum.“
Þjálfarar Vals mótuðu drenginn
Áhuga Markúsar Mána á hand-
bolta má að sumu leyti rekja til móður
hans, sem sjálf stundaði handbolta á
yngri árum.
„Ég átti tvær litlar medalíur sem
hann var hrifinn af þegar hann var
barn. Áhuga hans á handbolta má
þó skrifa að mestu á Gaupa, Guðjón
Guðmundsson íþrótta-
frétta-
mann,
sem hef-
ur allt-
af stutt
minn
mann. Snorri
Steinn, sonur
Gaupa, og Markús
Máni eru æskuvinir
og léku sér mikið saman
í boltanum hjá Gaupa og
Karenu í bílskúrnum þeirra
í Eskihlíðinni.“
Margrét segist alltaf hafa fylgst
vel með íþróttaiðkun sonar síns og
farið svo til á alla leiki sem hann hef-
ur spilað.
„Ég held ég hafi farið á svo til hvern
einasta leik og geri það enn þann dag
í dag. Ég gat ekki verið í Þýskalandi
núna, en horfi auðvitað á alla leik-
ina heima í stofu með fjölskyldunni.
Jú, jú, ég er auðvitað stundum æst –
en vil helst ekki segja meira um það!“
segir hún hlæjandi.
Stundum ósátt...
Hefurðu einhvern tíma áhyggjur
af honum, til dæmis ef þú sérð hann
detta eða slíkt?
„Já, það geri ég. Hann meiddi sig
illa í leik á móti Lemgo þegar hann
lék með Düsseldorf, ég var að fylgj-
ast með leiknum á netinu þegar hann
meiddist, var lagður á börur og bor-
inn út. Það situr í manni...“
Verðurðu ekki brjáluð út í þá sem
meiða soninn?!
„Brjáluð? Nei, kannski ekki brjál-
uð en ég er auðvitað stundum ósátt.“
Margrét segist nánast vera í dag-
legu sambandi við son sinn með-
an á HM stendur.
„Ég ýmist hringi eða sendi
tölvupóst, en ég vil ekki trufla
hann of mikið... Hann hef-
ur líka sent mér SMS. Og já,
ég held að það sé gott
fyrir
strákana að hafa mömmur sínar á
vellinum í keppni sem þessari, það er
ég alveg viss um.“
Hvernig fullorðinn einstaklingur er
sonur þinn?
„Hann er sáttur, ánægður, metnað-
arfullur, einlægur og með góða konu,
sem er hún Fríða að norðan... Við höf-
um gaman af að spjalla um lífið og til-
veruna og borða góðan mat. Það sem
ég myndi segja að við eigum einkum
sameiginlegt, er áhugi okkar á íþrótt-
um og mannlífinu almennt. Reyndar
höfum við meiri áhuga á mannlífinu
en íþróttum...“
Þeir eru strákarnir okkar
núna, en þegar þeir koma heim
verður Markús...
„Sá hinn sami og örugglega
mjög ánægður og þakklátur fyrir
að hafa fengið að taka þátt í þessu
handboltaævintýri. Svo snýr
hann sér bara að verkefninu á
Hlíðarenda og vinnu sinni
hjá Straumi-Burðarási.
En ég er þakklát og stolt
yfir því að hann skuli
vera einn þeirra sem
þjóðin kallar strákana
sína, en fyrst og fremst
er þetta bara ofboðs-
lega gaman.“
Og spurningunni
um hvernig maður rækti
best vináttusamband við son
sinn svarar Margrét:
„Með því að eiga stund þar sem
tíminn skiptir ekki máli.“
Strákarnir okkar
Greiðvikinn, hlýr og rosalega stundvís
Hefur mikinn
áhuga á mannlífi
Ingibjörg E. Logadóttir, mamma Loga Geirssonar:
„Logi mótaðist ekki síst af frjálsræði og leiksvæðinu í
hrauninu í Hafnarfirði. Mér finnst ég alltaf ómissandi
á einhvern hátt. Hann er jú strákurinn minn!“
Guðrún Ína Einarsdóttir, mamma Guðjóns Vals Sigurðssonar:
guðjón Valur var alltaf mjög fyrirferðarmikill og ákveðinn
strákur sem þurfti að hafa öryggi og allt á hreinu. Þrif á baði
eru hans sérgrein...!“
Karen Christensen, mamma snorra steins guðjónssonar:
„snorri steinn er líflegur og duglegur strákur og ég er mjög sátt
við að þjóðin öll skuli eigna sér þessa stráka.“