Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.2007, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.2007, Blaðsíða 17
Fundur í miðborginni Á 3ju og 4ðu hæð Iðu-hússins eru tveir fallegir salir. Stærri salurinn tekur allt að 150 manns og minni salurinn 120 manns. Allur aðbúnaður og tæknibúnaður er fyrsta flokks; þráðlaus kerfi, nettengingar og aðstaða fyrir starfsfólk svo eitthvað sé nefnt. Lídó er glæsilegur salur á horni Ingólfsstræti og Hallveigarstíg. Salurinn tekur allt að 400 manns í sæti og hentar frábærlega fyrir funda- og ráðstefnu- hald. Veisluþjónusta okkar er rómuð fyrir fjölbreyttar og spennandi veitingar, útbúnar af snjöllustu fag- mönnum. Við leggjum áherslu á sveigjanleika, enda eru kjörorð okkar: Ykkar ánægja er okkar markmið. Kynntu þér þjónustu okkar á www.veislukompaniid.is eða hringdu í síma 517 5020 og við lögum okkur að þínum þörfum. Með kveðju, Hafsteinn Egilsson Staðsetning ráðstefnunnar eða fundarins er ekki síður mikilvæg en fyrsta flokks aðbúnaður og þjónusta.Við bjóðum allt þetta; frábæra staðsetningu í hjarta borgarinnar, þrjá glæsilega sali með öllum nauðsynlegum tæknibúnaði og fyrirtaks veisluþjónustu. Lækjargötu 2a 101 Reykjavík s 517 5020 www.veislukompaniid.is F í t o n / S Í A Stofna félög í Hollandi Til skoðunar hjá stjórnvöldum „Við erum að fara yfir þessi mál,“ segir Baldur Guðlaugsson, ráðuneytisstjóri í fjármálaráðu- neytinu. Hann segir ástæðurnar tvær. Annars vegar er verið að skoða tillögur nefndar um alþjóðlega fjármálastarfsemi á Íslandi sem skilaði tillögum um breytingar á íslensku lagaumhverfi á síðasta ári. Hin ástæðan er sú að eftir að nefndin skilaði af sér bárust fréttir af tilflutningi eignarhluta til Hol- lands. Þar vísar Baldur til FL Group en stjórnendur félagsins tiltóku að ástæðan fyrir stofnun eignarhalds- félags í Hollandi væri til að nýta skattahagræðið sem það hefði í för með sér. Fulltrúar nokkurra ráðuneyta skoða þetta núna, meðal annars þá hugmynd að fella niður skattlagn- ingu á söluhagnaði lögaðila. Baldur segir þetta í skoðun en of snemmt að segja til um hvaða breytingar verði gerðar á lögum. milljarð króna í skatta ef það endur- fjárfestir ekki. Þessu er öfugt farið í Hollandi, og reynar víðar, þar sem söluhagnað- ur er ekki skattlagður. Þar þurfa fjárfestar ekki að endurfjár- festa eða fresta skött- um vegna söluhagn- aðar heldur geta þeir snúið sér beint að því að fjárfesta eða nýta féð með öðr- um hætti. Þetta leið- ir því til þess að ís- lensku fyrirtækin eru ekki fyllilega samkeppnishæf við erlend fé- lög að mati endur- skoðenda og banka- manna sem DV hefur rætt við. Annað sem fjárfestar sjá athuga- vert við íslenska skattkerfið er að fyrirtæki sem greiða út arð verða að halda eftir 10 prósenta staðgreiðslu af arðgreiðslum, jafnt til fyrirtækja sem einstaklinga, þó að arðgreiðsl- ur sem fyr- irtæki fá af eign sinni í öðrum fé- lögum séu ekki skatt- skyldar. Hluti arð- greiðslna skilar sér því ekki fyrr en mörg- um mánuð- um eftir að þær voru upphaflega greiddar út. Þessu komast þeir hjá sem stofnað hafa fé- lög í Hollandi. Milljarðahagnaður Erfitt getur verið að leggja mat á hversu mikið félög hagnast við að stofna dótturfélög í Hollandi. Hluti ágóðans verður ekki talinn í krón- um heldur í hagræði þegar kemur að bókhaldi og þeim skuldbindingum sem þarf að skrá þar. Önnur atriði eru áþreifanlegri. Endurskoðendur sem DV ræddi við sögðu að einstök fyrirtæki gætu hæglega hagnast um hundruð milljóna króna á því hag- ræði sem fylgir dótturfélögum í Hol- landi. Í heildina næmi hagnaðurinn því milljörðum króna. Bara fyrir þá stóru Minni fjárfestar standa ekki frammi fyrir sömu möguleikum í Hollandi og þeir stærri. Endurskoð- andi sem hefur veitt ráðgjöf á þessu sviði segir að leggja verði hlutabréf að verðmæti tugir milljarða króna í dótturfélagið hollenska ef fyrirtækið ætlar sér að græða á þessum mögu- leika, þessari fléttu, eins og sá hinn sami orðaði það. Gólfið gæti þá verið við 30 til 40 milljarða króna markið. Sem dæmi um þetta má nefna Odda- flug BV, félag Hannesar Smárasonar, sem er skráð fyrir 47 milljarða króna hlut í FL Group. Félagið er því yfir þeim stærðarmörkum sem þarf til dótturfélagið í Hollandi skili hagnaði. Annar endurskoðandi vildi ekki setja krónutölu á hversu stóran hlut þyrfti að setja í fé- lagið en sagði að umsvifin þyrftu að vera allnokkur til að rekstrarkostnaður dótt- urfélagsins í Hollandi æti ekki upp skattahagræðið. Það hversu lengi dótturfé- laginu er haldið gangandi fer svo eftir því hversu lengi það er hagkvæmt fyrir eigendurna. Baldur Guðlaugsson ráðuneytis- stjóri Umhverfi fjármálafyrirtækja er í endurskoðun. Íslenskt fyrirtæki sem kaupir hlutabréf í öðru félagi fyrir 10 milljarða og selur síðan fyrir 15 milljarða ætti að greiða 18 prósenta skatta af 5 millj- arða króna söluhagnaði. Þessu er þó hægt að fresta um tvenn áramót og með því að endurfjárfesta 5 milljarðana sem eru í hagnað kemst fyr- irtækið hjá því að greiða skattinn. Selji fyrirtækið hins vegar nýja hlut- inn verður það að endurfjárfesta til að komast hjá skattgreiðslu. DV Fréttir 90 milljarðar Kjalar Invest BV í eigu Ólafs Ólafssonar er ekki minna en 90 milljarða króna virði, stærsta eignin er 68 milljarðar í Kaupþingi banka.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.