Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.2007, Blaðsíða 44
föstudagur 2. febrúar 200744 Helgarblað DV
Sykursýki, of hár
blóðþrýstingur og
hnén að gefa sig.
Þetta þekkja við-
mælendur DV, fólk
sem hafði borið allt
að eitt hundrað kíló
umfram kjörþyngd
árum saman. Þau
líta á magaminnk-
un og garnastytt-
ingu sem neyðar-
úrræði þegar allt
annað hefur brugð-
ist. Sú aðgerð færði
þeim bætta heilsu,
meira sjálfstraust
og eigin virðingu og
annarra.
Að öðlast
Þ
rítug, þriggja barna
móðir gaf börnun-
um sínum holla fæðu.
Sjálf faldi hún sætindi
inni í skápum og þeg-
ar börnin voru sofnuð
hóf hún að raða í sig.
Hún var 140 kíló og farin að einangra
sig frá fólki.
„Hjáveituaðgerð og magaminnk-
un var neyðarúrræði hjá mér,“ seg-
ir Arndís Björk Huldudóttir, þar sem
hún situr fyrir framan mig, glæsilega
klædd og vel snyrt. „Þegar við hjónin
skildum árið 2001 og ég var ein með
þrjú börn, þriggja og hálfs árs, eins
og hálfs árs og þriggja mánaða, varð
maturinn huggun mín og verðlaunin
mín. Ég borðaði allt sem ég náði í og
þegar ég átti ekki peninga fyrir sæt-
indum hrærði ég saman haframjöli
og kakómalti til að fá sykurbragðið.“
Arndís Björk segist alltaf hafa ver-
ið of þung. Þegar hún var barn að
aldri austur í Neskaupstað fannst
henni erfitt að stunda leikfimi, en
sneri svo blaðinu við þegar hún varð
tólf ára.
„Þá fór ég að stunda íþróttir, æfði
handbolta og blak og sótti leikfimi-
tíma. Um svipað leyti byrjuðu mis-
tökin: megrunarkúrarnir. Ég var sí-
fellt að fara í megrun og sprakk svo.
Tók af mér nokkur kíló af vökva
og borðaði svo kílóin á mig aftur á
nokkrum dögum. Um tvítugsaldur
fór ég fyrst yfir hundrað kíló...“
En hún var vel meðvituð um að
hún væri of þung. Svo meðvituð að
hún sótti tíma hjá einkaþjálfara
þrisvar í viku, mætti tvo daga til
viðbótar á eigin forsendum, skokkaði
og kynnti sér allt um næringarfræði,
hvað þyrfti að borða og hversu mikið
magn af hverju.
„Það þýddi aldrei fyrir neinn að
ræða við mig um næringarfræði eða
hollustu,“ segir hún brosandi. „Ég get
talað hvern sem er í kaf um þau mál.
En það er ekki nóg að vita; það þarf
að fara eftir vitneskjunni. Ég skokk-
aði – en það var bara aukabónus til
þess að geta borðað meira.“
„Var að drepa mig á ofáti“
Fyrir þremur árum var Arndís
Björk komin í þá stöðu að hún var
140 kíló og sagðist hafa horfst í augu
við framtíðina af einurð.
„Ég vissi að ég var að „éta mig
í hel“,“ segir hún. „Ég sá fyrir mér
menn með bómu brjóta niður svefn-
herbergisvegginn til að koma mér út.
Ég vissi að ég yrði að gera eitthvað í
málunum.“
Hún fann OA-samtökin og síðar
„Gray Sheet“, Gráu síðuna.
„Þar eru tólf spora fundir og þeir
björguðu mér,“ segir hún hrein-
skilnislega. „Á fundum Gráu síð-
unnar fékk ég matarprógramm til
að fara eftir og þar var ég vigtuð og
hafði trúnaðarmann, líkt og í öðrum
tólf spora prógrömmum. Með þeirra
hjálp náði ég af mér yfir tuttugu kíló-
um á einu ári, sem var undirstaða
þess að ég fengi að fara í hjáveitu-
aðgerðina sem ég hafði kynnt mér.
Svo sprakk ég á þessari fundasókn,
hætti að fara eftir ráðleggingum og
allt fór í sama farið. Þá tók ég endan-
lega ákvörðun um að fara í aðgerð-
ina, en það var eins árs biðlisti svo
ég fór ekki fyrr en í apríl 2005. Það
sem mér óx í augum var að þurfa að
dvelja á Reykjalundi í margar vik-
ur, því ég var alls ekki í aðstöðu til
að fara frá þremur ungum börnum.
Ég fékk undanþágu og mætti á dag-
deild, en gat verið hjá börnunum á
kvöldin og um helgar.“
Hún segist vissulega hafa ver-
ið hálfhrædd við aðgerðina; mest
hrædd um að hún myndi ekki vakna
eftir svæfinguna.
„En auðvitað vaknaði ég!“ seg-
ir hún brosandi. „Aðgerðin stóð al-
veg undir væntingum mínum, en
það sem ég vil þó vekja athygli þeirra
sem hyggjast fara í svona aðgerð á er
þetta: Aðgerðin breytir engu nema
því að þú hættir að vera í yfirþyngd.
Manneskjan, þú sjálf, breytist ekki.
Þunglyndi, brotin sjálfsmynd og
framkoma er það sem þarf að halda
áfram að vinna með. Þetta er ekki
svo auðvelt að maður leggist inn á
sjúkrahús í nokkra daga og komi út
ný og breytt manneskja.“
Arndís Björk hefur náð góðum ár-
angri þrátt fyrir að hafa ekki alveg
nýtt líf
farið að ráðleggingum læknanna.
„Sko. Þeir mæla ekki með að mað-
ur eignist barn fyrr en tveimur árum
eftir aðgerð, en ég á þriggja mánaða
son!“ segir hún hlæjandi. „Það sem
mér fannst erfiðast að glíma við var að
endurheimta sjálfstraustið. Það hef-
ur þó komið hægt og sígandi og það
þakka ég mest þeim stuðningi sem
ég hef fengið með fundasókn og að
ræða við fólk í sömu sporum. Ég hvet
alla sem eru að velta fyrir sér að fara
í svona aðgerð að leita til OA-samtak-
anna eða Gray Sheet, en upplýsingar
um þau samtök má finna á vefsíðunni
gsa.is.“
Fyrirlitning í garð feitra
Hún segir matarfíkn af sama toga
og aðra fíkn og því eðlilegt að matar-
fíklar nýti sér sams konar meðferðar-
úrræði.
„Að mínu mati á aðgerð eins og
hjáveituaðgerðin alltaf að vera síðasta
úrræðið. Tólf spora samtökin ættu að
vinna meira með Reykjalundi. Stærsti
og dýrasti heilbrigðisvandi næstu tíu
ára er offita og því þarf að fara að vinna
markvissara að því að búa til kerfi sem
styður við fólk sem á við offitu að stríða
og fer í aðgerð til að fá hjálp. Fíknin fer
ekkert þótt kílóin fari.Ég er svo heppin
að aukaverkun aðgerðarinnar hjá mér
er sú að ég þoli ekki sykur. Ég get borð-
að allan mat, en sykraðir gosdrykk-
ir og sælgæti fara illa í mig. Það var
þannig áður að ef ég fékk mér ís fékk
ég mér ekki eina skál, heldur sex. Rist-
uðu brauðsneiðarnar voru átta, ekki
ein. Maginn stækkar aftur, en garna-
styttingin stendur eftir. Það er hægt að
seinka því að maginn stækki aftur með
því að drekka ekki með mat, hálftíma
fyrir mat eða hálftíma eftir mat. Núna
ræð ég ekki við að borða nema eina og
hálfa brauðsneið.“
En telur hún að margir haldi að
aðgerðin leysi allan vanda?
„Já, því miður er ég ansi hrædd um
að margir misskilji útkomu aðgerðar-
innar, kannski sérstaklega yngra fólk.
En lífið heldur áfram þótt kílóin séu
fokin. Það lekur ekkert af manni með
lýsinu. Lífið heldur áfram og maður
hittir áfram ókurteist fólk – en það er
svo merkilegt að það er komið fram
við grennri manneskju af meiri virð-
ingu en feita. Ég var orðin vön því að
vera afgreidd sem „feit = heimsk“ en
nú er ég að upplifa allt annað viðmót
í minn garð. Hugsaðu þér, að 64 kíló-
um léttari finn ég fyrir allt öðru við-
móti frá fólki,“ segir hún.
„Ég hafði upplifað það meðan ég
var of þung að taka til máls á fundum
og það var líkt og ég hefði ekkert sagt.
Nú leggja allir við hlustir. Mér finnst
ömurlegt að fólk sé metið eftir líkams-
þyngd. En ég legg áherslu á að aðgerð-
in er ekki ævilöng lausn. Hún er bara
hækja; hjálpartæki. Enn ein aðferðin
til að grennast, en sú sem tryggir að
þú grennist. Það er hins vegar þitt að
halda kílóunum í skefjum til að halda
heilsunni í lagi. Ef maður breytir ekki
um lífsstíl, þá breytist ekki neitt.“
annakristine@dv.is
SjálfStrauStið
kom aftur
„Ég hafði upplifað það
meðan ég var of þung, að
taka til máls á fundum og
það var líkt og ég hefði
ekkert sagt. Nú leggja all-
ir við hlustir. Mér finnst
ömurlegt að fólk sé metið
eftir líkamsþyngd. En ég
legg áherslu á að aðgerð-
in er ekki ævilöng lausn.
Hún er bara hækja; hjálp-
artæki. Ef maður breytir
ekki um lífsstíl, þá breyt-
ist ekki neitt.“
Arndís Björk Huldudóttir