Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.2007, Blaðsíða 62

Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.2007, Blaðsíða 62
FÖSTUDAGUR 2. FebRúAR62 Helgarblað DV að lokum Misjafnlega hættulegir Af hverju agnú- ast fjölmiðlar og álitsgjafar sífellt út í Bandaríkin, sem hafa tekið einarða afstöðu gegn hryðjuverk- um íslams? Af hverju draga þeir fjöður yfir grimmd terrorista til að koma höggi á Bandaríkin? Af hverju er þag- að um hryðjuverk, kvennamorð og ýmsa karlrembu og ofbeldi róttækra múslima, en stöðugt kvartað yfir ofbeldi af hálfu Bandaríkjanna, sem þó eru lýð- ræðisríki, grein á vestrænum meiði? Allt þetta stafar af, að íslam er ekki hættulegt Vest- urlöndum, en Bandaríkin eru hættuleg allri heimsbyggðinni. Engar krossferðir takk Vesturlönd eiga ekki að skipta sér of mikið af stjórnarfari í löndum múslima, ekki að fara með stríði á hendur þeim og alls ekki hernema þau. Slíkt framleiðir bara hatur. Það hafa Bandarík- in verið að gera síð- ustu ár. Þau hafa framleitt heilar hersveitir hryðjuverkamanna með því að fara í stríð við ríki múslima. Undir forustu trúar- ofstækismanns í embætti forseta hafa þessi stríð Bandaríkjanna orðið að krossferðum, sem ekki eru til neins annars en að auka hatur á Vesturlandabúum. Þar með talinni ríkisstjórn Íslands, sem í barnaskap styður styrjaldir Bandaríkjanna. Engar sérþarfir takk Við eigum á allt annan hátt að mæta róttæk- um útgáfum íslams, sem okkur er illa við. Við skul- um ekki sætta okkur við slík sjón- armið á vesturlöndum. Við skul- um reka burt kennimenn, sem hafna helztu gildum Vesturlanda og predika ofbeldi gegn vest- rænu samfélagi. Um leið og við sættum okkur við róttækt íslam í þeirra heimshluta skulum við hafna því í okkar heimshluta. Við skulum hafna karlrembu og ofbeldi, hvort sem það heitir ís- lam eða annað. Þótt við höfn- um krossferðum, skulum við líka hafna tillits- semi við múslimsk- ar sérþarf- ir á Vest- urlöndum. Í Róm hagi þeir sér eins og Rómverjar. veðrið um Helgina ritstjorn@dv.is Laugardagur 0 0 2 1 2 Sunnudagur ... alfreð Þorsteinssyni að hafa verið íþróttafréttamaður. alfreð á það sameiginlegt með ... ... Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni að búa í Breiðholti. Vilhjálmur á það sameiginlegt með ... ... Jóni Magnússyni að þeir gengu í Heimdall sama daginn. Jón á það sameiginlegt með ... ... Ingu Jónu Þórðardóttur að vera af akranesi. Inga Jóna á það sameiginlegt með ... ... Ingibjörgu Sólrúnu gísladóttur að hafa skipað áttunda sæti framboðslista í reykjavík. Ingibjörg Sólrún á það sameigin- legt með ... ... Tómasi Tómassyni Stuðmanni að hafa útskrifast á sama tíma úr Vogaskóla. Tómas á það sameig- inlegt með ... ... rúnari Júlíussyni að spila á bassa. rúnar á það sameiginlegt með ... ... Bubba Morthens að hafa sungið um Franklin Steiner. Bubbi á það sameiginlegt með ... ... Birna Inga Hrafnssyni að vera Kr-ingur. Snjóar að nýju Tengsl Björn Ingi Hrafnsson á það sameiginlegt með ... Með huganum, veit Rocky af þessu? 27 ára bardagalistamaður, reynir alfreð Sveinsson, hefur und- anfarið kennt konum að verja sig á sjálfsvarnarnámskeiðum hjá Stígamótum. Reynir segir sjálfsvarnarnámskeið eins og skyndi- hjálparnámskeið, menn verði ekki sérfræðingar á einu kvöldi. SjálfSvörn með huganum Áhugi bardagalistamannsins Reynis Alfreðs Sveinssonar á sjálfs- varnarfræðum fyrir konur kviknaði fyrir nokkrum árum þegar hann ætl- aði að kenna vinkonu sinni sjálfs- vörn. Hún hafði lítinn tíma aflögu svo hann byrjaði að kanna hvern- ig hann gæti kennt henni að verja sig án þess að of mikill tími færi í kennsluna. Hann komst í samband við kanadískan bardagaþjálfara sem kenndi það sem hann var að leita að, bardagalistakerfi byggt á sálfræði og lífeðlisfræði. Þróar eigið kennsluefni Kennarinn ýtti undir að Reynir gerði sínar eigin rannsóknir og þá ákvað hann að skoða ársskýrslur Stígamóta. Þar rakst hann á ýmsar athyglisverðar staðreyndir, til dæmis þá að alvarlegasta ofbeldið gegn kon- um er yfirleitt framið af þeirra nán- ustu og þær hugmyndir sem hann hafði um ókunnuga menn í húsa- sundum hurfu út í buskann. Reyn- ir vildi vera viss um að vit væri í því sem hann ætlaði að kenna og hafði því samband við Stígamót. Konun- um þar leist svo vel á aðferðir hans að þær buðu honum að halda nám- skeið. Innsæið bjargar þér Námskeiðið er aðallega í fyrir- lestrarformi þar sem farið er yfir hvað gerist í líkamanum og hvernig hann vinnur í ógnvekjandi aðstæð- um. Reynir segir að frekar þurfi að æfa sálfræðileg viðbrögð en líkam- leg því hægt sé að aftengja sig til- finningalega frá ótta með hugan- um. Hann tekur sem dæmi að jafnvel konur sem æft hafi karate í mörg ár hafa sjaldnast notað æfð karatebrögð þegar á þær var ráðist. „Innsæið skipar stóran sess í varnarviðbrögðum líkamans, það er partur af heilanum og hjálpar þegar líkaminn þarf á að halda. Innsæið fer aldrei af stað út af engu, það svarar alltaf einhverju, en 99 prósent mann- kyns bæla það niður.“ reynir er vel þjálfaður bardagalistamaður Tók það upp hjá sjálfum sér að kenna konum sjálfsvörn „Í kvöld er útlit fyrir síðustu rign- ingargusuna í bili, því í kjölfar henn- ar frystir. Um helgina er ekki að sjá annað en að það verði snjókoma eða éljagangur á landinu. Hvítt teppi mun því aftur leggjast yfir mest allt landið. Þó mun að öllum líkindum ekki snjóa suðaustanlands og á Aust- fjörðum,“ segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur. Hann bætir við að á laugardag sé spáð suðvestanátt, en á sunnudag norðan- og norðaustanátt. Einar segir vetrarveðráttuna oft þannig að það skiptist á tímabil með svipaðri tíð, en síðan skipti algjör- lega um gír og veðrið taki á sig nýja og aðra mynd. „Þannig var köld tíð um land allt og sannkallaður vetur dagana 6. til 22. janúar. Frá 23. janúar hafa hins vegar ríkt hlýindi með allmikilli rign- ingu sunnanlands og vestan og allan snjó tekið upp á láglendi. Það er sem sagt komið að næstu „gírskiptingu“ í veðrinu frá og með laugardegin- um. Grænlandshæð er í kortunum eftir helgi með norðaustan- og aust- anátt og lægðirnar verða fyrir sunn- an land. Hve langvarandi þessi kafli verður er ekki gott að segja, veðrið er dyntótt og ekki alltaf fyrirsjáanlegt,“ segir Einar. 12 1 1 2 2 2 4 5 3 31 2 3 1 1 0 12 10 10 8 10 7 7 518 13 10 10 10 8 8 13 10 8 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.