Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.2007, Blaðsíða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.2007, Blaðsíða 50
„Þegar ég fékk Loga fyrst, hugs- aði ég bara hvað ég væri heppin að fá svona yndislegan strák í fangið,“ segir Ingibjörg E. Logadóttir, móðir Loga Geirssonar. „Samband okkar hefur alltaf verið mjög gott og hann hefur alltaf verið mjög góður við mig. Logi hefur alltaf verið skemmtilegur strákur, með ákveðnar skoðanir sem komu eiginlega í ljós þegar hann var í vöggu. Hann hefur alltaf verið svo- lítill grallari, eiginlega svolítill prakk- ari en það kom mjög snemma í ljós að hann var mjög ákveðinn.“ Ingibjörg segir Loga hafa mótast mest af foreldrum sínum, sér og Geir Hallsteinssyni, ömmum og afa og eldri bræðrum: „En ekki síst af frjálsræði og leik- svæðinu í hrauninu í Hafnarfirði. Sem unglingur var hann hress og duglegur, ótrúlega metnaðargjarn og alltaf að æfa sig.“ Þegar Ingibjörg er spurð hvort hún hafi alið Loga á einhverju sér- stöku fæði á æskuárunum svarar hún umhugsunarlaust: „Já, á Tröllamjöli...! – Nei, hann ólst upp við að fá hollan og venjuleg- an heimilismat. Eftirlætismaturinn hans var lambakjöt og humar, en í morgunmat fékk hann lýsi, hafra- graut og kornflex til skiptis.“ Kann húsverkin en gerði góða samninga Kann hann eitthvað til heimilis- verka? „Já, svona aldeilis! Logi getur þetta allt, straujað, ryksugað, skipt á rúmum – en hann samdi alltaf ein- hvern veginn þannig við mömmu sína og systur að hann slapp við verkin!“ Hvenær hefur þér fundist þú mest ómissandi í lífi hans? „Mér finnst alltaf að ég sé ómiss- andi á einhvern hátt. Hann er jú strákurinn minn.“ Virða skoðanir hvort annars Ingibjörg fylgist með HM-leikjun- um á skjánum í stofunni heima: „Já, ég viðurkenni að ég er nú frekar æst þegar ég fylgist með, öskra reyndar aldrei, en stappa nið- ur fótum!“ Og stekkur upp þegar mörkin eru skoruð? „Já, það geri ég!“ Ingibjörg segist vera í sambandi við Loga annan hvern dag meðan á keppninni stendur og viðurkenn- ir að vissulega verði hún stundum áhyggjufull ef hún sér hann detta eða verða fyrir hnjaski. „En nei, ég verð nú ekki brjál- uð út í þá sem ýta við honum,“ seg- ir hún aðspurð. „En ég er auðvitað ekkert sátt við þá! Ég hugsa að það sé einstaklingsbundið hvort strák- unum þyki gott að hafa mæður sínar viðstaddar á leikjum, en ég var síð- ast viðstödd á stóru móti þegar Logi varð Evrópumeistari með Lemgo. Núna fylgist ég bara með gegnum sjónvarpið.“ Þau mæðgin eru náin og Ingi- björg segir þau geta hlegið sig mátt- laus af litlu tilefni. „Bestu stundirnar okkar eru hérna heima... Ég tel að maður rækti best samband við son sinn með því að sýna traust, geta talað saman og virt skoðanir hvort annars. Það hef- ur reynst mér vel.“ Þeir eru „strákarnir okkar“ núna – en breytist það þegar þeir koma heim. Verður Logi þá bara strákur- inn þinn? „Ég held að þeir verði alltaf „landsliðsstrákarnir okkar“, í blíðu og stríðu. Þetta eru flottir strák- ar sem skemmta okkur svo frábær- lega... Ég er stolt yfir því þegar ég heyri fólk tala um landsliðið sem „strákana okkar“.“ annakristinedv.is Ákveðinn og hláturmildur grallari Strákarnir okkar „Ég var uppgefin að koma þess- um syni í heiminn!“ segir Ingigerð- ur Gunnarsdóttir, Inga, móðir Ró- berts Gunnarssonar. „En, hann var bara fallegastur. Samskipti okkar þegar hann var barn voru góð, hann var alltaf eins og hugur manns, þótt hann hafi vissulega reynt að komast eins langt og hann gat með móður sína án þess að brjóta nokkrar reglur! Íþróttirnar mótuðu hann mest og um leið og hann fór að standa í fæturna var hann farinn á fótboltaæfingar með föður sínum Gunnari Baldurs- syni í Fylki. Fimm ára var hann far- inn að æfa fótbolta með Fylki, síðan handbolta og um tíma stundaði hann báðar íþróttirnar í einu með góð- um árangri. Eftir langa íhugun varð handbolti fyrir valinu...“ Róbert Gunnarsson fékk sér hafra- graut í upphafi dags þegar hann var barn, en Fylkis-morgunmáltíðin átti líka stóran sess í lífi hans: „Hún samanstóð af kornflexi, rist- uðu brauði með osti, appelsínusafa og lýsi,“ segir Inga. „Upp á þennan málsverð var boðið fyrir alla leiki og mót. Það var eins konar athöfn og um leið hjátrú, sem ekki mátti sleppa. Vaninn og hefðin tóku því snemma við í lífinu! En Róbert var líka mikill sælkeri og alltaf til í að prófa eitthvað nýtt. Á sex ára afmælisdegi sínum borðaði hann upp úr rjómaskálinni með bestu lyst! Skúffukaka var og er ennþá eftirlætiskakan hans og þeg- ar ég bakaði skúffuköku bauð hann öllum í hverfinu í köku. Svo heldur hann mikið upp á pítsu.“ Heimakær unglingur Inga segir Róbert hafa verið þægi- legan ungling, frekar heimakæran, enda yfirleitt uppgefinn eftir allar æf- ingarnar. „Móðurinni til mikillar ánægju!“ bætir hún við hlæjandi. „Honum var mjög umhugað um Clöru systur sína, tók hana með á æfingar og til vina sinna þegar hann var að passa hana. Einhverju sinni tók hann Clöru með sér á fótboltaæfingu og lofaði henni að passa fyrsta vatnsbrúsann sem hann hafði eignast. Að æfingu lokinni kom hann að Clöru við að tyggja stútinn á brúsanum, sem var þar með ónýt- ur. En Róbert varð ekki reiður frekar en nokkru sinni þegar hún átti í hlut, hún mátti gera allt, sem aðrir hefðu kannski ekki komist upp með. Þeim var mjög umhugað hvoru um annað og vildu alltaf vita hvar hitt var.“ Róbert fór aldrei á það stig að skammast sín fyrir mömmu sína – að minnsta kosti ekki þannig að Inga tæki eftir. „Nei, ég varð aldrei vör við að hann skammaðist sín fyrir móð- ur sína. Okkur samdi vel, höfðum sameiginlegt áhugamál sem er tíska, en það kemur til af því að ég er hár- greiðslumeistari og allt snerist um tísku. Hann tók þátt í sýningum og við fórum oft í uppáhaldsbúðina hans, Kormák og Skjöld – og auðvit- að borgaði mamma og fékk stóran koss fyrir. Það skipti engu máli hvar við vorum stödd, Róbert hefur aldrei farið í felur með hlýju sína. Hann er einlægur og þakklátur.“ Mamman missir sig Inga er hreinskilin þegar ég spyr hana hvort hún missi sig aldrei úr spenningi á leikjum. „Jú, svona heldur betur! Við fjöl- skyldan horfum á leikina með vin- um og vandamönnum og það er ævinlega mikil stemning og mikil eft- irvænting. Ég er nú farin að þrosk- ast og tek leikjunum með jafnaðar- geði og líka því þegar Róbert skorar! Og þó...“ bætir hún við brosandi. „Ég verð að viðurkenna að ég segi með til- þrifum: „JESS, Róbert, góður!“ Áður var ég ekki svona spök. Ég átti það til að ræða við dómarana og mætti meira að segja stundum inn á völlinn að ræða við þá! Það voru sett mörk á mig: Ég mátti koma á leikina ef ég missti mig ekki og hrópaði nafn hans yfir Höllina. En ég missti mig iðulega, enda er þetta holl og góð útrás!“ Inga segir örugglega einstaklings- bundið hvort strákarnir vilji hafa for- eldra sína á vellinum, en hún hafi nú grun um að Róbert þyki ekki verra að vita af fjölskyldunni uppi í stúku. „Þetta er fyrsta stórmótið sem ég kíki á og það er stórkostlegt að finna andann sem ríkir innan veggja íþróttahallanna – þvílík stemning! Ég sendi Róberti hvatningar-SMS fyrir alla leiki, hvort sem þeir eru innan- lands eða utan.“ Birta í lífið Þau mæðgin eru miklir vinir og Inga segist vera afar stolt af stráknum og stolt af að deila honum með þjóð- inni. „Róbert er stór og sterkur, í orðs- ins fyllstu merkingu, samviskusam- ur, athugull og laðar fólk að sér. Hann er hvers manns hugljúfi og ég held að hann komist ótrúlega langt á því. Hann kappkostar að fólkinu í lífi hans líði vel og heldur alltaf skopskyninu.“ Mæðginin deila áhugamálum, hönnun, bókmenntum og áhuga á leikhúsi og nú hefur bæst við birta í líf þeirra. „Birtan okkar, Birta, yndislega dóttir Róberts, fæddist 27. september 2006. Ég dvaldi mikið hjá honum í Þýskalandi í fyrra, þar sem hann býr, og virkilega naut þeirra stunda. Róbert er alinn upp við að annast heimilis- verk, því þar sem ég var með fyrirtæki og hann keppti í tveimur íþróttagrein- um, komst ég ekki yfir að þvo af hon- um, svo hann lærði snemma á þvotta- vélina. Ég verð nú samt að viðurkenna að ég dúlla við hann þegar hann kem- ur heim til Íslands! Hann var sko alls ekki hjálplegur við heimilisstörfin en ég réði hann hins vegar sem skúring- armann á góðum launum í fyrirtæk- ið mitt. Kenndi honum að skúra alla leið út í hornin og þótt honum finnist nú betra að mamma hans straui skyrt- urnar af honum, þá gerir hann það listilega vel sjálfur.“ Þegar Inga er spurð hvenær henni finnist hún mest ómissandi í lífi sonar síns svarar hún: „Það er þegar á reynir í lífi hans. Þá er mikilvægast að vera til staðar og gefa sér tíma. Það skiptir sköpum að hlusta á börnin sín. Ég hef alltaf gef- ið mér tíma til að spjalla við Róbert, lagði frá mér önnur verk og það skipti engu máli hvaða tími sólarhringsins var. Tíminn með börnunum er stutt- ur og mikilvægt að njóta hans.“ föstudagur 2. febrúar 200750 Helgarblað DV Sælkeri með skopskyn Margrét Sigfúsdóttir, skólameistari Hússtjórnarskóla Reykjavíkur, er móð- ir Sigfúsar Sigurðssonar. Hún ól strák- inn sinn upp við góða siði og hollan mat, gaf honum hafragraut og lýsi í morgunmat, en líka stundum súr- mjólk með all-bran og rúsínum. „Ég kenndi honum húsverk og hann er allgóður í að elda,“ segir Mar- grét. „Þegar hann fæddist held ég að ég hafi bara verið nákvæmlega eins og aðrar mæður sem fá barn sitt í fang- ið, ég hugsaði: „Mikið er hann yndis- legur!“ Samskipti okkar Sigfúsar hafa alltaf verið mjög góð. Hann var fyrir- ferðarmikill strákur, en glaður og auð- veldur í umgengni.“ Sannur vinur vina sinna „Sigfús er hlýr og gefandi ungur maður og hann er mikill vinur vina sinna. En geri einhver eitthvað á hlut hans eða hans nánustu, þá verður minn maður allreiður!“ Áhugi Sigfúsar á handbolta hef- ur alltaf verið mikill að sögn móður hans, sem bendir á að nágranni þeirra hafi haft þar sitt að segja: „Geir Sveinsson átti heima í næsta húsi við okkur og Sigfús leit mjög upp til hans. Stundum reið út í dómarana Margrét segist telja að allar mömmur hafi áhyggjur þegar strák- arnir verða fyrir hnjaski. „Ég held að allar mömmur upp- lifi það að hafa áhyggjur þegar þær sjá strákana detta, einhvern rekast harkalega í þá og þar fram eftir götun- um. Ég verð þó sjaldan reið út í þann sem veldur, en á það til að verða fúl út í dómarana, ef um brot hefur verið að ræða og þeir dæma ekkert á það!“ Þótt Margrét sitji ekki á áhorfenda- pöllum í Þýskalandi þessa dagana, segist hún telja að strákunum þyki gott að hafa stuðningsmenn á vellinum. „Þá skiptir ekki höfuðmáli hvort það er mamman eða einhver annar, en það skiptir strákana máli að hafa sem flesta stuðningsmenn liðsins á vellinum. Við Sigfús tölum oft saman í síma, en það sem skiptir Sigfús mestu máli í lífinu er Alexander sonur hans, fjölskyldan – og svo góður matur!“ Og um það hvernig best er að halda góðum tengslum við uppkominn son sinn segir Margrét: „Það er að vera alltaf til staðar, tala saman, eiga trúnað hvort annars og vináttu. Það skiptir mig mestu að fá stórt knús frá honum og bestu stund- irnar okkar eigum við saman heima. Ég er óskaplega stolt af honum syni mínum. Sigfús verður alltaf Sigfús, strákur sem gefur gott knús og fær fólk til að hlæja.“ Strákur sem gefur stórt knús
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.