Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.2007, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.2007, Blaðsíða 26
föstudagur 2. febrúar 200726 Helgarblað DV Ragnar Hallgrímur Björnsson rafeindavirkjameist- ari kynntist verðandi konu sinni á spjallrás á net- inu og það var ást við fyrstu kynni. Ári síðar var ástin orðin það heit að ekkert stöðvaði hann í að segja upp vinnunni sinni sem tæknimaður útvarps hjá 365, selja íbúðina sína og allt innbúið og panta flugmiða til Oklahóma í Bandaríkjunum. Þar bíður elskan hans eftir honum til að giftast sér í maí næstkomandi. Fann ástina á netinu R agnar Hallgrímur Björnsson skildi við fyrrverandi konuna sína fyrir 11 árum og hefur ekki ver- ið í alvarlegu ást- arsambandi síðan. Einn góðan veðurdag fyrir rúmu ári var Ragnar að vafra á spjallrásinni ICQ og fékk skilaboð frá konu sem hann svaraði ekki strax því hann var að fara að sofa. Nokkrum dög- um seinna spjallaði hann við þessa konu og fór svo vel á með þeim að hann varð strax hrifinn af henni. Þremur og hálfum mánuði síðar var Ragnar farinn í heimsókn til hennar í Oklahóma og segist ekki hafa orðið fyrir vonbrigðum með þann fund. „Ég var orðinn ástfanginn af Mónu áður en ég vissi hvernig hún leit út. Síðan, þegar ég hitti hana í fyrsta sinn, þá fannst mér hún enn- þá fallegri en ég hafði ímyndað mér,“ segir Ragnar og brosir breitt. Hann segir að hún hafi verið stress- aðri en hann þegar þau hittust fyrst því hann hefði alveg eins getað ver- ið glæpamaður eða morðingi án þess að hún vissi af því. Síðan þá hefur Ragnar farið þrisvar í viðbót að heimsækja ástina sína og í júlí í fyrra, eftir hálfs árs kynni, ákváðu þau að gifta sig. Mun sakna dætra sinna mest Ragnar á þrjár dætur, sex ára, sautján og tuttugu og fjögurra ára. „Það erfiðasta við þá ákvörðun að flytja til Bandaríkjanna var tilhugs- unin að sjá dætur mínar ekki eins oft,“ segir Ragnar sem hefur und- anfarin ár lifað fyrir þær og ferðast mikið með þeim um Ísland í frítíma sínum. Hann segir dætur sínar hafa tekið því vel að hann ætlaði að flytja til Bandaríkjanna og giftast þar- lendri konu. „Þær munu koma og heimsækja mig en Móna á tvö börn á sama aldri og eldri dætur mínar,“ segir Ragnar. Hann er náttúrubarn og ferðast mikið um Ísland meðal annars til að stunda áhugamál sitt sem er flugu- veiði og hann er búinn að kynna sér þau mál í Oklahóma. „Þar er veidd- ur fiskur eins og vartari og tunglfisk- ur, bæði í vötnum og ám, svo ég get haldið áfram að stunda fluguveiði,“ segir Ragnar og brosir. Kærastan er sjúkraliði Móna, verðandi kona Ragnars, er 46 ára sjúkraliði í Oklahóma, fráskil- in og á eitt uppkomið barn og annað 18 ára sem býr enn hjá móður sinni. „Allt sem við héldum um hvort ann- að reyndist rétt því við höfum alltaf verið hreinskilin í samskiptum okk- ar. Við tölum saman á hverjum degi og höfum gert það allan tímann síð- an við kynntumst og við höfum alltaf um nóg að tala, það hlýtur að segja eitthvað,“ segir Ragnar og ástin í aug- um hans leynir sér ekki. Hann segist fara af landi brott með blendnar tilfinningar en jafn- framt mikilli tilhlökkun. „Þetta er ekki auðvelt og maður tekur ekki svona stökk í lífinu á hverjum degi en ég er alveg tilbúinn enda höfum við Móna undirbúið þetta í nokkra mánuði.“ Viðbrögðin misjöfn Ragnar segir að viðbrögð vina og vandamanna við því að hann pakki öllu sínu saman og flytji til Banda- ríkjanna til að giftast konu sem hann kynntist á netinu fyrir ári hafi verið misjöfn. „Fólk tók þessu mjög misjafnlega en flestum fannst þetta sniðugt stökk hjá mér í lífinu enda þýðir ekki að sitja heima alla ævi og gera ekki neitt,“ segir hann og hlær. Ragnar segir að það sé svo sannar- lega þess virði að taka þetta stökk og að í lífinu sé ekkert öruggt, það viti hann, fráskilinn maðurinn. „Eins og þetta lítur út í dag, þá er þetta rétti hluturinn fyrir mig að gera og ég hef ekki áhyggjur af að fá vinnu því mér er alveg sama þó að ég fari að vinna við annað en tækni- mál, enda er ég búinn að vinna við þau mál í tæp þrjátíu ár og tími kominn til að breyta til,“ segir Ragn- ar og er hinn bjartsýnasti og iðrast ekki vegna ákvörðunar sinnar um að fljúga yfir Atlantshafið í leit nýrra ævintýra og í faðm elskunnar sinn- ar sem bíður hans með opna arma. jakobina@dv.is Ragnar og Móna kærastan hans á góðri stund í Oklahóma „Ég var orðinn ástfanginn af Mónu áður en ég vissi hvernig hún leit út.“ Dætur Ragnars sem hann á eftir að sakna sárt signý, 6 ára, Ingunn anna, 24 ára, og guðný ragna, 17 ára. Ragnar Hallgrímur Björnsson Hefur unnið undanfarin átta ár sem tæknimaður útvarps hjá 365. Ragnar nokkrum dögum áður en hann fór til Bandaríkjanna Það mun skína meiri sól á ragnar í Oklahóma en í reykjavík í náinni framtíð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.