Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.2007, Blaðsíða 22
föstudagur 2. febrúar 200722 Helgarblað DV
Samfylkingin er flatreka þegar síst skyldi og þegar flokkurinn hefur haft
öll tækifæri til að sækja fram, til að styrkjast og til að verða virkilegt afl í ís-
lensku samfélagi. En hvað hefur farið úrskeiðis, hvað hefur orðið til þess
að Samfylkinguna rekur stjórnlaust og bjargarvana?
Andstæðingar flokksins hafa alla tíð sótt fast að honum og þeim hefur
tekist að búa til þá mynd að ekkert mark sé takandi á Samfylkingunni, hún
segi eitt í dag og annað á morgun og jafnvel eigi hún til verri hliðar, þær
að ekki sé sama hvaða forystumaður tali hverju sinni. Fullyrt er að Sam-
fylkingin sé sem vindhani. Staksteinar Morgunblaðsins og aðrir nafnleys-
ingjar kölluðu Össur Skarphéðinsson ótt og títt vindhana meðan hann var
formaður flokksins. Það var sama hvað Össur reyndi að má af sér stimpil
vindhanans og það var sama hvað flokksfélagar lögðu honum mikið lið í
þeirri baráttu. Samfylkingunni tókst ekki að má stimpilinn af formannin-
um og flokknum. Eftir að Össur féll í formannskjöri er hann ekki lengur
kallaður vindhani, hann er ágætlega liðinn og vel um hann talað. En ekki
flokkinn.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sóttist eftir formennsku og fékk. Hún felldi
sitjandi formann nokkuð örugglega. Flokksmenn væntu mikils af henni
og töldu bjartari tíma fram undan. Þær væntingar hafa ekki gengið eftir
og nú þegar komið er að lokaspretti í kosningabaráttunni er ljóst að Sam-
fylkingin hefur ekki einu sinni farið í þjálfunarbúðir og baráttan verður
flokknum erfið.
Andstæðingar Samfylkingarinnar hafa ekkert gefið eftir. Með réttu og
með röngu er hún úthrópuð sem sundurlaus hjörð sem ekki sé á byggj-
andi. Enn og aftur finnur Samfylkingin engar varnir og er flatreka, nýja
formanninum tekst jafnvel verr en þeim fyrri að stýra flokknum í skjól
undan gagnrýninni og árásunum. Sú er staða Samfylkingarinnar fáum
mánuðum fyrir kosningar.
Það sjást brestir í ýmsum stoðum flokksins. Jón Baldvin Hannibals-
son sem lengi talaði um Ingibjörgu Sólrúnu sem mestu framtíðarvon ís-
lenskra stjórnmála hefur fengið nóg af vandræðaganginum. Samfylkingin
er sökuð um að hafa haft uppi óþarft og óþolandi málþóf á Alþingi. Samt
er það svo að það eru þingmenn vinstri grænna sem tala mest. Stjórn-
arflokkarnir hafa hins vegar, af einhverjum ástæðum, varast að gagnrýna
vinstri græna í líkingu við það sem þeir gera með Samfylkinguna, með
þeim árangri að Vinstrihreyfingin - grænt framboð mælist nú sem annar
stærsti flokkurinn.
Hugsanlega verður sú staða uppi eftir kosningar að í fyrsta sinn verði
hægt að mynda meirihlutastjórn á Alþingi án þátttöku Sjálfstæðisflokks
og Framsóknarflokks, að aðrir flokkar en þessir miklu valdaflokkar geti
myndað meirihlutastjórn. Ef svo fer verða úrslit kosninganna söguleg
og vissulega spennandi. En til að það gangi eftir verður Samfylkingin að
komast úr brimgarðinum og á siglingu. Ábyrgðin er þess flokks og þess
fólks sem honum stýrir. Til að það gangi eftir verður forystan að ná áttum.
Sú kenning er í stjórnmálum að sá sem er stór og sterkur hefur sjálfstraust
og óttast ekki, sá talar ekki mikið, ruggar ekki bátnum, lætur minni flokka
og framboð um hamaganginn. Nýjasta útspil formanns Samfylkingarinn-
ar um misnotkun valds stjórnarflokkanna er dæmi um taugaveiklun, ekki
vegna þess að það stenst ekki, heldur vegna þess að málflutningurinn var
ekki nógu góður, ekki nógu trúverðugur. Það vantaði borðleggjandi dæmi
og það vantaði sjálft höggið.
Sigurjón M. Egilsson
Umbrot: dV. Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja. Dreifing: Pósthúsið ehf. - dreifing@posthusid.is. dV áskilur sér rétt til að
birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð.
Flatreka á versta tíma
ÚtgáFuFélag: Dagblaðið-Vísir útgáfufélag ehf.
StjórnarFormaður: Hreinn loftsson FramkVæmDaStjóri: Hjálmar Blöndal
ritStjóri og áByrgðarmaður: Sigurjón m. Egilsson
FréttaStjóri: Þröstur Emilsson ritStjórnarFulltrÚi: janus Sigurjónsson
guðbergur bergsson
rithöfundur skrifar
Þá líður ekki á löngu
að hún verði talin
óhæf.
Vandi Denna
Meðal þeirra
sem þurfa að
gera upp hug
sinn fyrir kosn-
ingar er fyrr-
verandi forsæt-
isráðherrann
og formaður
Framsóknar-
flokksins Steingrímur Hermanns-
son og er honum nokkur vandi á
höndum. Steingrímur hefur verið
gagnrýninn á sinn gamla flokk og
Guðmundur sonur hans er farinn í
framboð fyrir Samfylkinguna. Stein-
grímur þarf því að gera upp á milli
síns gamla flokks og sonarins. Sjálfur
lætur Steingrímur ekkert uppi, seg-
ist vona að hans gamli flokkur rísi við
en segir ekki hvaða lista hann ætlar
að kjósa.
Færandi
hendi
Sviðsljós-
ið er misjafn-
lega hliðhollt
mönnum og
getur breyst
á milli vikna.
Harald-
ur Johann-
essen rík-
islögreglustjóri lenti í sviðsljósinu í
síðustu viku þegar Hæstiréttur úr-
skurðaði hann vanhæfan til að stýra
skattrannsókn gegn fimm sakborn-
ingum í Baugsmálinu. Þessi vika í
sviðsljósinu var honum öllu betri.
Nú kom Haraldur færandi hendi og
afhenti Stefáni Eiríkssyni, lögreglu-
stjóra höfuðborgarsvæðisins, þrjá
nýja bíla fyrir embættið og fékk þá
væntanlega uppreist æru.
Þolinmæðin
Einhvern
tíma var sagt að
þolinmæði væri
dyggð. Spurning
hvort það eigi
við í tilfelli Valdi-
mars Leós Frið-
rikssonar sem
gekk á dögunum til liðs við þingflokk
frjálslyndra og sagði þá ekkert hafa
verið rætt um framboð hans fyrir
flokkinn. Því lengur sem hann bíður
virðist fyrirstaðan verða minni. Fé-
lagar hans í þingflokknum hrósuðu
sigri á flokksþingi um síðustu helgi
og nú er Sigurlín Margrét Sigurðar-
dóttir, varaþingmaður í kjördæmi
Valdimars, gengin úr flokknum. Fyr-
irstöðunum á leiðinni í fyrsta sætið í
Kraganum fækkar því.
spurðu okkur
Kristjáni L.
Möller, þing-
manni Samfylk-
ingarinnar, er
mjög umhugað
um hag lands-
byggðarinn-
ar eins og sjá má af störfum hans
á þingi. Þar hefur hann lagt mikla
áherslu á góðar samgöngur og spyr
nú síðast ýmissa spurninga um
Grímseyjarferjuna nýju. Hann vill
vita hvað hún kostar í innkaupum,
hvenær hún verði tilbúin og hversu
mikið viðgerðir á henni kosti. Spurn-
inguna lagði Kristján fram á mánu-
dag. Hann hefði þó getað sparað
sér fyrirspurnina því svörin er öll að
finna á blaðsíðu 22 í DV, föstudaginn
26. janúar.
Inga Lind snýr
aftur
Nýtt Ísland í
dag lítur dags-
ins ljós í næstu
viku. Inga Lind
Karlsdóttir snýr
aftur á Stöð 2
og bætist í hóp-
inn sem sér um
þáttinn, nú und-
ir stjórn Steingríms Sævars Ólafs-
sonar. Líklegast er að allir þeir sem
nú eru í áhöfninni verði áfram en þó
er óvíst hvort Þorsteinn J. sem tók við
ritstjórn þáttarins á síðasta ári verði
áfram. Fleiri breytingar verða gerð-
ar á þættinum, nýtt sett lítur dags-
ins ljós í Skaftahlíðinni og aðstaða
verður uppi á Lynghálsi fyrir stærri
atburði, nokkuð sem er ekki hægt í
Skaftahlíðinni og starfsmenn hafa
kvartað mjög undan.
breytingar í efstaleiti
Úr Útvarpshúsinu við Efstaleiti
berast þær fregnir að breytinga sé
að vænta á högum Þórhalls Gunn-
arssonar, sem verið hefur stjórnandi
Kastljóssins síðan Páll Magnússon
útvarpsstjóri lokkaði hann til sín í
stríðinu mikla um sjónvarpsstjörn-
urnar, rétt áður
en NFS fór í loftið.
Hlutverk Þórhalls
fer víst vaxandi inn-
an stofnunarinnar
og heyrist hvískrað
að hann eigi eftir
að fá meira vald yfir
dagskrá Sjónvarps-
ins en hann hefur haft hingað til,
jafnvel að taka að sér dagskrárstjórn.
Lítið er þó staðfest og Páll er þögull
sem gröfin.
Vandinn í
Álafosskvos
Vegagerðin
við Álafosskvos
hefur lengi vafist
fyrir mönnum.
Ein fyrsta ákvörð-
un bæjarstjórn-
ar eftir kosning-
ar var að kveða
af eða á um hvort
fresta ætti fram-
kvæmdum þegar tillaga kom fram
um slíkt. Vinstri grænir áttu í mikl-
um vanda því Karl Tómasson, bæj-
arfulltrúi þeirra, varð að víkja vegna
tengsla við kvosina og það varð fyrsti
varamaður hans líka að gera. Þurfti
því að kalla til næsta varamann sem
sagði já, að sögn eftir að hafa fund-
að um málið með Karli og sjálfstæð-
ismönnum.
Í návígi
Eitthvert vinsælasta hugtakið í
fyrirtækjarekstri er samlegðaráhrif.
Spurning hvort Sigríði Dögg Auðuns-
dóttur og Valdimar Birgissyni hafi
komið þetta til hug-
ar þegar þau völdu
stað fyrir nýja blað-
ið sitt, Krónikuna.
Það verður til húsa
við Hverfisgötu 4, í
sama húsi og skrif-
stofur forsætisráðu-
neytisins og í návígi
við flest ráðuneyt-
in. Þau ættu því að vera fá sporin sem
þarf að stíga til að afla ýmissa gagna
sem gætu nýst í þær ítarlegu frétta-
skýringar sem ritstjórinn hefur lofað.
Kannski að meira þurfi til að fá menn
til að láta þau af hendi.
rokk og pólitík
Íþróttamálaráðherrann Þorgerð-
ur Katrín Gunnarsdóttir og utanrík-
isráðherrann Valgerður Sverrisdótt-
ir heimsóttu Þýskaland í vikunni til
að hvetja strákana okkar, Valgerð-
ur meira að segja í fullum lands-
liðsskrúða, enda heimsmeistaramót
augljóslega alþjóðasamskipti. Ekki
þótti hins vegar jafnaugljóst hvers
vegna utanríkisráðherrann var dag-
inn eftir valinn til að afhenda tónlist-
arverðlaun fyrir bestu rokk- og jaðar-
plötuna.
Lögmálið um framboð kvenna til embætta í stjórn-
sýslu eða formennsku flokka verður ljósara eftir því
sem þátttaka þeirra vex á sviði sem þeim var ekki ætl-
að áður. Þetta sést helst í lýðræðisríkjum þar sem fólk
nýtur frelsis og menntunar. Reglan er einföld: Kona
fer í framboð. Í fyrstu fær hún mikinn meðbyr og lit-
myndir af sér eins og skylt er þegar konur stíga á svið.
Blöðin birta risafyrisögn: Verður X fyrsti kvenforseti
lands eða leiðtogi flokks? Það stefnir í yfirburðasigur,
X fær flest atkvæði í skoðanakönnunum. Í framhaldi
af því birtast greinar um dyggðir hennar, heimilið og
hvernig henni tekst að leysa vanda kvenna á með-
göngutímanum og annast uppeldið með pólitískum
skyldum. X segist notar hverja frístund til að vera með
fjölskyldunni. Teknar eru myndir af henni í sófa með
eiginmanni og brosandi börnum. Nú slaka fjölmiðl-
arnir á athygli sinni uns fréttir berast af fyrsta feil-
spori X, svo því næsta. Þá heyrist orðrómur um með-
almennsku hennar, en flokkurinn eða þjóðin þurfi á
traustri forystu að halda á erfiðum tímum. Engu er
líkara en aldrei hafi stjórnmálaflokki eða þjóð verið
stjórnað af karlbjána. Fylgið reytist utan af X í skoð-
anakönnunum en hún er áfram í fréttum til að læða
því að hvernig hún misstígur sig, mismælir sig, er með
kvenlegt blaður á alvarlegum fundum. Þá líður ekki á
löngu að hún verði talin óhæf. Það er ekki sagt berum
orðum heldur gefið í skyn, og fylgjendurnir, oft rót-
tækar menntakonur og karlar, fara að efast og halla
sér í framboðinu að mönnum sem halda fram traustri
og trénaðri hægri- eða vinstristefnu. Að lokum tapar
X í kosningum. Hið athyglisverða er að í framboði
kvenna sjást meginreglur í lævísum áróðri, hvern-
ig eigi að sigra andstæðing eða til dæmis selja vöru:
Í fyrstu má ekki snúast öndvert gegn neinu heldur
vera sammála. Síðan er andstæðingi leitt hægt fyrir
sjónir að hann hafi á röngu að standa, hin varan sé
betri. Bragðinu við að sannfæra og vinna á sitt band
er núna beitt jafnt gegn Ingibjörgu Sólrúnu, Margréti
Sverrisdóttur, Segolen Royal og Hillary Clinton. Og
það svínvirkar.
Kjallari
sandKorn
lögmál um
framboð kvenna
Ofsaakstur í Vesturbæ
Örlygur skrifar:
Stóraukið umferðareftirlit lögreglu, meiri sýni-
leiki og hraðamælingar á fjölförnum umferðaræð-
um hefur skilað árangri. Dregið hefur úr umferð-
arhraða og jafnvel meira
en óþolinmóðir ökuþórar
ráða við á leið úr og í vinnu.
Ekki er óalgengt að flautað sé á þá sem virða lög-
in og halda sig innan hámarkshraða. Við því verða
hinir óþolinmóðu að leita sér meðferðar. Lögregl-
an á hrós skilið fyrir, en minna hrós fær hún fyrir
löggæsluna í íbúðarhverfum, til dæmis í Vestur-
bænum. Lögreglan hlýtur
að gefa gaum þeim ofsa-
akstri sem títt viðgengst á
götum nærri Melaskóla,
Hagaskóla og leikskólanum
Hagaborg. Yfirspenntir for-
eldrar á leið með börn sín í
geymslu virða alls ekki 30
kílómetra hámarkshraða sem gildir á götum nærri
skólunum og aðeins Guðs mildi að ekki hefur orðið
stórslys. Skorað er á lögreglu að taka á þessum efn-
um, áður en einhver hlýtur skaða af.
lesendur