Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.2007, Blaðsíða 45

Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.2007, Blaðsíða 45
DV Helgarblað föstudagur 2. febrúar 2007 45 Þ jóðin horfði á Grétar Mar Jónsson skipstjóra minnka um mörg númer. Hann segir hlæjandi að það hafi víst ekki farið framhjá mörgum, enda hefur hann oft þurft að koma fram í fjöl- miðlum starfa sinna vegna. „Ég byrjaði að fitna eftir tvítugs­ aldurinn, en þegar ég varð skipstjóri 22 ára gamall hætti ég að vinna!“ seg­ ir hann og skellihlær. „Þá hætti ég nefnilega að púla og puða og gerði það sem skipstjórar gera; sat á rass­ inum og sagði öðrum til! En ég hætti hins vegar ekkert að borða...“ Hann segir það kannski mega flokkast undir galla að kokkar á skip­ um séu ævinlega frábærir matreiðslu­ menn „... og ég hef átt því láni að fagna gegnum tíðina að vera með góða kokka. En ég hafði svo sem reynt að grennast,“ bætir hann við. „Tvívegis fór ég í megrunarprógramm í Hvera­ gerði upp á vatn og gras og náði þar ágætis árangri einu sinni. Þá missti ég einhver fimmtán kíló og hélt áfram að léttast eftir að ég kom heim. Á einu ári náði ég af mér 27 kílóum, en var ekki lengi að bæta þeim á mig aftur á skömmum tíma. Megrunarkúrar hafa aldrei gefist mér vel.“ Hann segist í raun ekki hafa haft val þegar honum bauðst að fara í hjá- veituaðgerðina, sem hann kallar bara „offituaðgerð“. „Ég var kominn með áunna syk­ ursýki og fæturnir voru farnir að gefa sig. Það segir sig sjálft að þegar mað­ ur er að bera um 100 kíló af umfram­ þunga, þá gefur eitthvað sig. Ég var farinn að misstíga mig oft með þeim afleiðingum að ég tognaði á fæti og það var fyrir tilstilli systur minnar að ég kynnti mér þessar aðgerðir. Þeg­ ar mér bauðst fyrst að fara í aðgerð­ ina var ég staddur úti á sjó, svo hún frestaðist um tvö ár.“ Með blóðsykur eins og heilbrigðir En í aðgerðina fór hann fyrir fimmtán mánuðum og nú er hann 64 kílóum léttari en þá. „Mér fannst þessi aðgerð lítið mál,“ segir hann. „Ég vaknaði rúmum tveimur tímum eftir hana og var hent heim þremur dögum síðar. Auðvitað var ég slappur fyrst á eftir eins og ger­ ist og gengur, var á fljótandi fæði sem ég setti ofan í mig eftir klukku og létt­ ist um 18 kíló á fyrstu þremur vikun­ um. Það var skrýtið að þurfa að borða til að lifa en ekki eins og áður: að lifa til að borða!“ segir hann og hlær sín­ um smitandi hlátri. Grétar Mar segir helstu breyting- una á lífi sínu vera þá að hann sé al- gjörlega laus við of háan blóðþrýsting sem hafði háð honum, sem og sykur- sýkina. „Ég tek reyndar tvær töflur á dag, en sykurmagnið í blóði hjá mér er það sama og hjá heilbrigðum einstakl­ ingi,“ segir hann bara nokkuð stoltur. „Ég hef alveg fylgt ráðum læknanna – nema því að mæta í eftirlit, því ég er svo oft úti á sjó þegar ég á að hitta þá! Lystin hefur verið að smá aukast og ég get borðað allan mat – en ekki magn í neinni líkingu við það sem áður var. Það má þó segja að ég sé ekki kom­ inn í alvöruúrslitin ennþá. Ég þoli að missa tuttugu kíló í viðbót og þá þarf ég virkilega að breyta um lífsstíl. Þá þarf ég að gæta þess að borða rétt og hreyfa mig.“ Grétar Mar er svo elskuleg persóna að manni dettur ekki í hug að hann hafi nokkru sinni orðið fyrir aðkasti vegna yfirþyngdar. „Jú, jú, ég fékk alveg skot frá félög­ unum, en ég lét það nú ekki á mig fá. Það dugði ekkert svoleiðis á mig!“ segir hann og hlær. „Mér fannst yfirþyngdin aldrei há mér í félagslífi og ég var virk­ ur í félagsmálum, sat í mörgum stjórn­ um og var ekkert að fara í felur.“ Fimm ónothæf jakkaföt í skápnum Grétar Mar dvaldi á Reykjalundi í nokkrar vikur áður en að aðgerð- inni kom og segir meðferðina þar afar góða. Því hvort hann sé kominn með fatadellu eftir að hafa misst svona mörg kíló svarar hann: „Nei, en þetta er vissulega svolít­ ið kostnaðarsöm breyting! Þegar ég hafði misst fyrstu tuttugu kílóin fjár­ festi ég í nýjum fötum. Tuttugu kíló­ um síðar voru þau orðin of stór og enn einum tuttugu kílóunum síðar á ég nú fimm, nánast ónotuð, jakkaföt inni í skáp! Flestallar skyrturnar mín­ ar eru líka orðnar of stórar, en mað­ ur horfir nú ekki í peninginn þegar manni líður svona miklu betur.“ Og Grétar Mar þarf ekki að hugsa sig um þegar hann er spurður hvort hann mæli með því að of þungt fólk fari í hjáveituaðgerð: „Já, alveg tvímælalaust. Ég held að þetta sé ódýr forvarnaraðgerð, því oft eru fætur þeirra of þungu farnir að gefa sig og fólk komið á hækjur eða í hjóla­ stól. Það er dýrt fyrir samfélagið. Ég hvet alla sem eiga við offituvandamál að stríða að kynna sér þessar aðgerðir. Í mínu tilviki öðlaðist ég nýtt líf.“ annakristinedv.is nýtt líf læknaðist af sykursýki „Ég held að þetta sé ódýr forvarnar­ aðgerð, því oft eru fætur þeirra of þungu farnir að gefa sig og fólk komið á hækjur eða í hjólastól. Það er dýrt fyrir sam­ félagið. Ég hvet alla sem eiga við offituvandamál að stríða til að kynna sér þessar aðgerð­ ir. Í mínu tilviki öðl­ aðist ég nýtt líf.“ Grétar Mar Jónsson Margrét Óskarsdóttir gengur hratt á háu hælunum sínum. Hún er í mínípilsi og aðskorn- um jakka, stærð 42. Þegar Margrét var 28 ára, þriggja barna móðir var hún 140 kíló. Hún segist hafa glímt við offituvandamál frá barnsaldri, en offita var fjölskylduvandamál. „Við erum níu systkinin og glímd­ um öll við offitu, líkt og foreldrar okk­ ar,“ segir Margrét. „Ég reyndi alltaf að vera undir hundrað kílóa þyngd­ inni, en það tókst sjaldnast. Þegar ég tók ákvörðun um að fara í hjáveitu­ aðgerð og magaminnkun árið 2003 var ástandið orðið þannig að ég var hætt að geta keypt á mig föt, var orð­ in mjög einangruð og átti orðið bara þá vini sem komu til mín í heim­ sókn. Ég hafði verið í megrun alla mína ævi,“ bætir hún við. „Það sem hjálpaði mér að taka ákvörðun um að fara í þessa aðgerð var það að mér var farið að líða svo illa andlega að ég leitaði til Ólafs Þórs Ævarssonar geð­ læknis og það er honum að þakka að ég dreif mig í að gera eitthvað í hlut­ unum. Heilsan var líka farin hjá mér vegna þyngslanna; fæturnir báru mig ekki lengur og andleg og líkam­ leg heilsa hefði ekki geta orðið verri. Ég tók mér heilt ár í andlegan undir­ búning áður en að aðgerðinni kom.“ Dreymdi um að komast í gallabuxur Á því ári léttist hún um 30 kíló en bætti þeim og tíu kílóum að auki við á tveimur mánuðum. „Það háði mér gríðarlega. Ég var komin í stærð 60 í fatnaði og hafði í raun ekki meiri væntingar til árang­ urs aðgerðarinnar en þær að ég gæti kannski einhvern tíma farið í míní­ pils eða gallabuxur, farið í gönguferð­ ir með börnunum mínum og minnk­ að gigtar­ og geðlyfin sem héldu mér gangandi. Svo vonaðist ég auðvitað til að eignast vini og aðdáun karlmanna, sem mér sýnist vera komin núna,“ segir hún og brosir glaðlega, enda hafa nokkrir karlmannanna sem leið eiga framhjá okkur gefið henni auga. „Erfiðast við að fara í aðgerð­ ina myndi ég segja að hafi verið að kveðja besta og dyggasta vin minn alla ævi: átfíknina. Þessi aðgerð er mjög flókin og maður þarf að breyta mataræði og lífsstíl algjörlega. Ég var tiltölulega fljót að ná mér eft­ ir aðgerðina og fékk mikla hjálp frá fólkinu mínu og geðlækninum mín­ um. En aðgerðin breytti lífi mínu mun meira en ég hafði átt von á og það á jákvæðan hátt. Það var mik­ ið ævintýri þegar ég eignaðist fyrsta hjólið og nú syndi ég líka og geng mikið, en aðalbreytingin finnst mér vera sú að geta farið í hvaða verslun sem er að kaupa föt.“ rimlarnir féllu Hún segir að í raun líði sér eins og hún hafi losnað úr rammgerðu búri. „Ég er laus úr líkama sem ég vildi ekki vera í; það var eins og að losna úr rimlabúri. Mér þykir mjög vænt um þær breytingar sem orðið hafa á lífi mínu og sjálfri mér. Ég er nú 42 ára og ætla mér ekki að verða grind­ horuð, en ætla að láta mér líða vel. Mér finnst stórkostlegt að vera kom­ in í fasta vinnu og vera ekki öryrki lengur.“ Margrét segist mæla með aðgerð sem þessari fyrir þá sem hafa átt við offitu að stríða í langan tíma. „En ekki þá sem þyngjast mikið í einhvern afmarkaðan tíma,“ seg­ ir hún með áherslu. Þetta er flók­ in og erfið aðgerð, en fólk sem er í sömu sporum og ég var, er með brotna sjálfsmynd, það á rétt á að öðlast betra líf eins og ég hef feng­ ið að njóta. Það hjálpaði mér mikið að taka ákvörðun um að fara í að­ gerðina að hlusta á reynslusögur annarra og ég mæli með því að þeir sem eru að velta þessari aðgerð fyr­ ir sér leiti til þeirra sem geta hjálp­ að þeim.“ Úr stærð 60 í 42 MarGrét óskarsDóttir „Ég hafði í raun ekki meiri væntingar til árangurs aðgerðar­ innar en þær að ég gæti kannski ein­ hvern tíma farið í mínípils eða galla­ buxur, farið í göngu­ ferðir með börn­ unum mínum og minnkað gigtar­ og geðlyfin sem héldu mér gangandi.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.