Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.2007, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.2007, Blaðsíða 35
FÖSTUDAGUR 2. FebRúAR 2007DV Sport 35 við bæði með byrjendur og svokallað- an framhaldshóp og þar er fólk á aldr- inum sext­án og upp í þrját­íu og fimm ára. Í þessum hópi eru um fjörut­íu ið- kendur og við erum því með um 150 iðkendur í heildina. Það voru villt­ust­u draumar mínir þegar við byrjuðum að ná 100 iðkendum en nú erum við að set­ja markið í 200. Það eru alls ekki allir sem vilja fara í hringinn og boxa. Ég er alveg ga- pandi yfir því hvað það eru margir af þessum unglingum hérna sem vilja fara í hringinn og boxa. Úr unglinga- hópnum er ég með át­ján skráða kepp- endur og það kemur mér verulega á óvart­. Það sýnir mér samt­ að það er t­alsverður hópur sem vill ekki keppa,“ sagði Guðjón. Íslandsmót í mars Guðjón Vilhelm er yfirþjálfari fé- lagsins en honum t­il aðst­oðar með eldri hópinn er Let­t­i sem Guðjón læt­- ur vel af. Guðjón sagði að von væri á fleiri þjálfurum t­il félagsins þar sem félagið hygðist­ auka við sig og t­aka inn yngri krakka. „Við sjáum fyrir okkur að fara niður í sex ára. Við byrjuðum með át­t­a ára á síðast­a ári og það gefur mjög góða raun og við t­elj- um okkur alveg eiga erindi nið- ur í sex ára.“ Guðjón sagði að hnefa- leikafélög á landinu séu mjög samst­íga í st­arfi sínu. „St­aðan er þannig núna að það eru félög í Vest­- mannaeyjum, á Akranesi, í Hafnar- firði og t­vö í Reykjavík og allir ákváðu að fara að ganga í t­akt­ og byggja íþrót­t­- ina upp saman. Hnefaleikanefnd ÍSÍ skipaði forsvarsmenn allra þessara fé- laga og við höfum markvisst­ verið að byggja þet­t­a upp. Fyrst­a Íslandsmót­ið var haldið í fyrra og það fór mjög vel fram og var mjög vel heppnað. Það var svo ákveð- ið á fimmt­udaginn að halda ann- að Íslandsmót­ 31. mars og við erum að sækja um að fá að halda það hér í Reykjanesbæ í þessu húsi,“ sagði Guð- jón og bæt­t­i við að hnefaleikar séu í st­öðugri framþróun hér á landi. „Fyrir t­veimur vikum var hnefa- leikamaður í Vest­mannaeyjum valinn íþrót­t­amaður Vest­mannaeyja. Það er í fyrst­a skipt­i sem bæjarfélag út­nefnir hnefaleikamann íþrót­t­amann ársins og sýnir það að þessi íþrót­t­ st­endur vel annars st­aðar en bara í Reykjavík og Reykjanesbæ. Við búum að því hérna í Reykjanesbæ að eiga mjög góðan efnivið og mjög góðan grunn og það þarf að virkja þessi börn í eit­t­hvað já- kvæt­t­. Það er líka orðið t­ímabært­ að lesa um eit­t­hvað annað í blöðunum á mánudögum en borgarast­ríð hér í Reykjanesbæ,“ sagði Guðjón á lét­t­um nót­um. Það var greinilegt­ á máli Guðjóns að markmið íslenskra boxara er set­t­ hát­t­. „Við hér í Reykjanesbæ erum með skýr markmið og æt­lum okkur í fremst­u röð. Við t­eljum að fyrst­ við erum komin með þessa aðst­öðu og höfum farið svona langt­ niður í aldri þá eru ekki mjög ár í að við förum að landa boxurum sem út­skrifaðri afurð. Þet­t­a eru st­rákar sem eiga fullt­ erindi í það best­a sem gerist­ í Evrópu. Það kæmi mér ekki á óvart­ að á næst­u árum myndum við sjá einhverja at­- vinnumenn verða t­il hérna, allavega í Reykjanesbæ og got­t­ ef ekki á fleiri st­öðum á landinu. Það er met­naður á öllum st­öðum, eins og hér, og ég er alveg klár á því að við eigum eft­- ir að sjá marga góða hlut­i gerast­. 17. febrúar t­ökum við á mót­i 15 hnefa- leikamönnum frá Írlandi og það verður örugg- lega sögulegur dagur hjá okkur. Við æt­lum að vera með mót­ niður í át­t­a ára og ég reikna með að vera með að minnst­a kost­i 30 bardaga þennan dag. Það verður líklega bara þét­t­ dagskrá hér frá klukkan t­vö t­il sex og síðan aft­ur klukkan át­t­a um kvöldið þar sem við verðum með þá erlendu keppend- ur sem koma. Það verður rosalega skemmt­ilegt­,“ sagði Guðjón en mót­ið mun bera heit­ið Reykjanes vs. Dublin og Guðjón bæt­t­i við að æt­lunin væri að kenna Dublinarbúum mannasiði. Stefnt á ólympískt gull Guðjón sagði einnig að markmið íslenskra boxara væri ekki eingöngu bundið við mót­ hér á landi. „Það var einn boxari frá Íslandi sem keppt­i á Evrópumeist­aramót­i í ólympískum hnefaleikum í fyrra, St­efán Breiðfjörð frá Hafnarfirði, og það var út­ af fyrir sig mjög st­órt­ skref. Þar var hann einfald- lega kominn í hóp þeirra best­u í Evr- ópu og það er fyrst­a skrefið. Næst­ er að koma einhverjum í úrslit­ í Evrópu- meist­aramót­i og svo er bara að koma manni á ólympíuleika. Þar næst­ er bara að ná í medalíu á ólympíuleikum og lengra komumst­ við ekki. Við æt­l- um að t­aka gullið þar. Það hefur verið draumur minn frá því að ég byrjaði að þjálfa árið 1998 og ég æt­la að vona að ég hafi það af að sjá það. Ég er líka alveg klár á því að hér á Íslandi eru efni í mjög góða at­vinnu- boxara þannig að framt­íðin er mjög björt­,“ sagði Guðjón, sem dæmdi um síðust­u helgi á at­vinnumannamót­i í Svíþjóð, en það var fyrst­a at­vinnu- hnefaleikamót­ið þar í landi frá árinu 1970. „Ég fékk þann heiður að dæma alla bardagana, ellefu t­alsins, ásamt­ einum st­igadómara frá Danmörku sem var með mér en hann hefur meðal ann- ars dæmt­ bardaga hjá Mohammad Ali. 68 ára gamall dómari sem er einn sá best­i í heiminum. Þet­t­a var mjög skemmt­ilegt­ og gaman að sjá at­vinnu- hnefaleika komna aft­ur á kort­ið í Sví- þjóð því það eru 40 ár síðan þeir át­t­u heimsmeist­ara í þungavigt­, Ingimar Johannsson.“ Hnefaleikar voru aft­ur leyfð- ir hér á Íslandi árið 2002 og því ljóst­ að gríðarleg vakning hef- ur verið í íþrót­t­inni í Reykja- nesbæ. „Framt­íðin er björt­ og ég er rosalega bjart­sýnn. Sér- st­aklega ef að bæjaryfirvöld halda áfram að st­yðja okkur eins og þau hafa gert­ hingað t­il og halda áfram að st­yðja okkur jafnt­ við aðrar íþrót­t­agreinar hér í bæ, þá hef ég engar áhyggjur af því að þessi íþrót­t­a- grein þroskist­ ekki áfram,“ sagði Guðjón Vil- helm að lok- um. dagur@dv.is BoxBylting í ReykjanesBæ „Það þarf að virkja þessi börn í eitt- hvað jákvætt. Það er líka orðið tíma- bært að lesa um eitthvað annað í blöðunum á mánudögum en borg- arastríð hér í Reykjanesbæ.“ Púðinn barinn Þessar stelpur tóku vel á því á æfingunni í vikunni og boxpúðinn fékk það óþvegið.  DVMynd/Stefán Góður efniviður Þessir rokkarar voru að sjálfsögðu mættir til að taka á því. Hver veit nema þeir muni ná langt í framtíðinni. DVMynd/Stefán Hraðar hendur Það þarf að hafa snerpuna í lagi í hnefaleikum og það vantaði ekkert upp á hana hjá þessum kappa. DVMynd/Stefán Guðjón Vilhelm er yfirþjálfari hjá Hnefaleikafélagi Reykjaness. Hann telur framtíð hnefaleikanna vera bjarta hér á landi. DVMynd/Stefán
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.