Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.2007, Blaðsíða 53

Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.2007, Blaðsíða 53
DV Helgarblað föstudagur 2. febrúar 2007 53 Lífið eftir vinnu Föstudagur Laugardagur JBK á Ólíver Ólíver verður sko ekki í Putalandi í kvöld, ef svo að orði má komast. Það er plötusnúðurinn JBK sem sér um að æsa múginn, en sá kann listina að þeyta skífum upp á tíu. Hreint og klárt dansiball, sem hressir og fjörugir mega ekki missa af. BrynJar Már á SÓlon Útvarpsmaðurinn og rapparinn Brynjar Már valdimarsson, eða BMv, sér um stemmarann á Sólon í kvöld. Það er alltaf fjör þegar Brynjar er við stjórnvölinn en hann hefur gert Sólon að sínu konungsdæmi. Pottþétt partí. Stuð á BarnuM Það verður heljarinnar fjör á Barnum í kvöld. Þar spila þeir Dj Höddi og Þormar á neðri hæðinni, en þeir eyddu nokkrum vikum í að finna sér flott listamannanöfn. á efri hæðinni er svo enginn annar en frændi þeirra Hödda og Þormars, Dj ernir. um að gera að drífa þetta í gang. HáSKÓlaKvölD á PravDa Háskólafólk er boðið velkomið á Pravda í kvöld, en þar verður boðið upp á fjölbreytta og spennandi stemmingu. Þeir Dj áki Pain og Maggi Flass deila húsnæðinu á milli sín og sjá til þess að allir rassar í húsinu verði á þeytingi á dansgólfinu. BörKur á ParíS Dj Börkur spilar sína tóna á Cafe Paris í kvöld. Börkur sem er oftast kenndur við Jagúar spilar svaðalega músík, fönk, soul, r&b og hiphop. allir að dansa og glansa í sínu fínasta pússi. Það held ég nú. Gulli ÓSÓ á PriKinu Föstudagskvöld á Prikinu eru alltaf hress og skemmtileg. Þeir Franz og Kristó byrja kvöldið með almennilegri trúbadorastemmingu en fljótlega eftir það tekur Gulli í Ósóma við með ekkert nema ferskleikann að vopni. P.e. á KaFFiBarnuM á Kaffibarnum í kvöld er enginn annar en snúðurinn sæti Pétur eggertz. Pétur hefur tryllt lýðinn með topptónlist alveg frá því hann var í Grandaskóla í gamla daga. um að gera að hoppa í kínaskóna, troða sér í þröngu gallabuxurnar og einhverja feita hettupeysu. Megastöff. KviKinDi á PriKinu Það verður fjör á Prikinu á laugardagskvöldið en þá koma fram plötusnúðarnir Dj Kvikindi og anna Brá. Þau eru öllu vön og hafa margoft breytt dansgólfi Priksins í vígvöll. Stans- laust stuð. luKKan á CaFé PariS Það er plötusnúðurinn ingvar, betur þekktur sem lucky, sem þeytir skífum á París í kvöld. ingvar spilar fjölbreytta tónlist, en í hávegum hefur hann reggí, soul, fönk og r&b- tónlist. Hress og flottur. FlaSSFJör á PravDa Það verður nóg um að vera á Pravda annað kvöld. Þá koma fram plötusnúðarnir Dj Maggi Flass, sem þekktastur er fyrir störf sín á útvarps- stöðinni Flass, og áki Pain sjálfur. en áki er einn duglegasti plötusnúður á íslandi. BrynJar Már oG riKKSterinn á SÓlÓn FM-peyjarnir Brynjar Már og rikki G lofa brjálaðri stemmingu á Sólon í kvöld. Brynjar sér um að halda fjörinu gangandi á efri hæðinni en rikki G snýr skífunum á þeirri neðri. FM-hnakkar, vinsamlegast ekki láta þetta kvöld framhjá ykkur fara. Peter ParKer á BarnuM Þó svo að köngulóarmaður- inn verði ekki á Barnum í kvöld, þá þarf enginn að örvænta. Peter Parker, frændi hans, verður nefnilega á neðri hæðinni í kvöld með brjálað bít. á þeirri efri er einn svaðalegur, Dj tweak. troMM troMM á Ólíver JBK tekur sína aðra vakt í röð við stálborðin á Ólíver. Með honum í kvöld verður trommuleik- arinn addi, sem sér til þess að takturinn haldist brakandi ferskur og flottur. Ólíver á laugardags- kvöldið verður funheitur. árni SveinS á KaFFiBarnuM Það er melódíumeistarinn sjálfur árni Sveins sem verður við stjórnvölinn á KB annað kvöld. árni er þaulreyndur plötusnúð- ur og hefur staðið vaktina á Kaffibarnum í mörg ár. eins og sagt er, ef það er ekki bilað skulum við ekkert vera að laga það. tveGGJa ára aFMæliS- Hátíð Flex MuSiC á naSa á skemmtistaðnum naSa við austurvöll verður hrikaleg veisla í kvöld. tveggja ára afmælishátíð Flex Music með tilheyrandi glamúr. Þeir Ghozt og Brunhein hita upp fyrir meistara Demi & omid 16-b. PlayerS í BlÓMa Það verður nóg að gera í Kópavogi um helgina, nánar tiltekið á skemmtistaðnum Players. í kvöld kemur fram hljómsveitin vinir vors og blóma, sem ætti að kæta margan manninn. á morgun er það hljómsveitin Sixties sem kemur fram og því um að gera að skella sér í lakkskóna og drífa sig niður á Players. StuðBanDa- laGið í KrinGlunni Það verður nóg um að vera á Kringlukránni um helgina. Hljómsveitin Stuðbanda- lagið mun halda uppi fjörinu bæði í kvöld og á morgun, en bandið er þekkt fyrir líflega sviðsframkomu og ærlega sveiflu. Gamaldags dansiball eins og það gerist allra best. ÚthverFin Flex býður upp á S.O.S. á NASA „Við erum að halda upp á tveggja ára afmæli Flex Music á NASA núna á laugardaginn,“ seg- ir Kristinn Bjarnason, annar eig- andi Flex Music. „Við höfum feng- ið fyrirtækið Hljóð-X í samstarf með okkur og það verður sett upp algjörlega nýtt hljóð- og ljósakerfi sem er í hæsta gæðaflokki,“ seg- ir Kristinn enda sé ekki hægt að bjóða listamönnum líkt og þeim sem fram koma neitt minna. „Það eru þeir Demi og Omid 16-b úr S.O.S. sem eru aðalnúm- er kvöldsins. Þeir spila saman á fjóra geislaspilara, tvo mixera, tvær tölvur og plötuspilara og all- ar græjur. Þannig að þeir eru bara hreinlega að spila lifandi tónlist,“ segir Kristinn og talar um að þeir félagar í S.O.S. séu að fá ótrúlega dóma um allan heim. „Þeir eru álitnir einhverjir þeir bestu í dag og ekkert sem jafnast á við klúbba- kvöld með S.O.S.“ Forsala miða fer fram í 12 tón- um á Skólavörðustíg og er miða- verð 1.990 krónur. Miðaverð við hurð er 2.500. „Þetta byrjar klukk- an 22 með teiti á efri hæðinni á NASA og svo á miðnætti fær- ist þetta niður þar sem geðveikin verður langt fram eftir nóttu.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.