Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.2007, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.2007, Blaðsíða 29
Íslenska þjóðin beið í ofvæni eftir leik Íslendinga og Rússa í gær. Hvernig myndu „strákarnir okkar“ standa sig á móti rússneska birninum sem þeir höfðu aðeins einu sinni unnið á stórmóti. H m í þ ýs k a l a n d i 2007 Íslenska landsliðið beið lægri hlut gegn rússneska birninum 28– 25 í leik þar sem íslenska liðið var sjálfu sér verst. Samtals liðu 25 mín- útur án þess að íslenska liðið skor- aði mark, 10 mínútur í fyrri hálfleik og 15 í þeim síðari. Alfreð Gíslason landsliðsþjálfari gerði eina breytingu á hópnum frá því í leiknum á móti Dönum. Arnór Atlason kom í stað Einars Arn- ar Jónssonar. Snorri Steinn Guð- jónsson, sem átti stjörnuleik á móti Dönum, hefur verið að glíma við flensu allt frá því á mánudag, en hann reimaði á sig skóna og var til- búinn til að berja á Rússum. Það var ljóst í byrjun að bæði lið höfðu gefið allt í leikina í átta liða úrslitum. Miklir tæknifeilar voru hjá báðum liðum og leikmenn inni á vellinum voru lengi að ná stress- inu úr líkamanum. Rússar urðu fyr- ir áfalli í upphafi leiks þegar einn besti hornamaður heims Eduard Koksharov meiddist og lék ekki meira með. Rússar spiluðu þungan og hæg- an sóknarleik og reyndu þannig að draga úr hraðanum í leiknum sem tókst á köflum ágætlega. Fyrri hálfleikur var í raun hálf- furðulegur. Birkir Ívar Guðmunds- son varði vel í fyrri hálfleik en sóknarleikur íslenska liðsins var sveiflukenndur. Átta mörk komu eftir hraðaupphlaup og sex eftir venjulegar sóknir. Eitt mark kom frá vinstri skyttum íslenska liðsins, þeg- ar rúm ein mínúta var eftir af fyrri hálfleik. Segja má að íslenska lið- ið hafi verið heppið að vera aðeins tveimur mörkum undir eftir fyrri hálfleik, 16–14. Íslenska liðið skor- aði aðeins 2 mörk á síðustu 10 mín- útum fyrri hálfleiks og komu þau á síðustu andartökum fyrri hálfleiks. Íslenska liðið hóf síðari hálfleik- inn einum leikmanni fleiri eftir að Rússar skiptu vitlaust inn á und- ir lok fyrri hálfleiks. En rússneski björninn hóf síðari hálfleik engu síð- ur af miklum krafti og jók muninn í fjögur mörk 18–14. Alexey Kostigov markvörður Rússa, sem hafði verið mikið gagnrýndur heima fyrir, fór allt í einu að verja eins og berserk- ur en þrátt fyrir að íslenska liðið hafi klúðrað hverju dauðafærinu á fætur öðru var það ennþá inni í leiknum. Í stöðunni 20–17, þegar dómar- ar leiksins voru komnir með hend- urnar á loft, til merkis um leiktöf, reis fyrirliðinn Ólafur Stefánsson upp, krækti í vítakast og einn Rúss- inn var rekinn út af í tvær mínútur. Birkir Ívar sem reyndar hafði var- ið vel í upphafi síðari hálfleiks lok- aði markinu um stund og Íslending- ar náðu að komast yfir 22–21 í fyrsta skipti frá því í stöðunni 12–11. Eitt- hvað fór þetta í skapið á Rússum því einn leikmaður þeirra kýldi Sverre Jakobsson í magann, en dómararn- ir sem sáu atvikið ráku Rússann ekki út af, sem vakti þó nokkra athygli. En Rússarnir eru engum líkir, Kostigov markvörður hreinlega lok- aði markinu og segja má að íslenska liðið hafi verið sjálfu sér verst. Eft- ir að hafa verið tveimur mörkum yfir, klúðruðu „strákarnir okkar“ sex dauðafærum í röð, meðal ann- ars vítakasti, og Rússarnir gengu á lagið og unnu 28–25 og þar með er ljóst að Íslendingar munu leika við heimsmeistara Spánverja um sjö- unda sæti sem verða að teljast von- brigði því Danir og Rússar eru svo sannarlega ekki með betri hand- boltalið en við Íslendingar. „Við vorum að mínu mati betra liðið en Rússarnir voru einfaldlega klókir í sínum aðgerðum. Á meðan við vorum að taka léleg skot utan af velli leituðu þeir að einföldum færum eftir að hafa spilað boltan- um lengi á milli sín,“ sagði Guðjón Valur Sigurðsson í viðtali við RÚV eftir leikinn . benni@dv.is Einn á móti þrem Þrátt fyrir að íslenska liðið hafi leikið ágætlega, reyndist rússneski björninn einu númeri of stór. Vonbrigði Leikurinn við Dani sat greinilega í okkar mönnum. Leikur við Spán fram undan, sem verða að teljast vonbrigði, því Danir og Rússar eru ekki með betra lið en Íslendingar. Of mörg dauðafæri í súginn Íslenska liðið lék samtals 25 mínútur í leiknum án þess að skora mark. Sjálfum okkur verStir FÖSTUDAGUR 2. FebRúAR 2007DV Helgarblað 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.