Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.2007, Blaðsíða 29
Íslenska þjóðin beið í ofvæni eftir leik Íslendinga
og Rússa í gær. Hvernig myndu „strákarnir okkar“
standa sig á móti rússneska birninum sem þeir
höfðu aðeins einu sinni unnið á stórmóti.
H m í þ ýs k a l a n d i 2007
Íslenska landsliðið beið lægri
hlut gegn rússneska birninum 28–
25 í leik þar sem íslenska liðið var
sjálfu sér verst. Samtals liðu 25 mín-
útur án þess að íslenska liðið skor-
aði mark, 10 mínútur í fyrri hálfleik
og 15 í þeim síðari.
Alfreð Gíslason landsliðsþjálfari
gerði eina breytingu á hópnum frá
því í leiknum á móti Dönum. Arnór
Atlason kom í stað Einars Arn-
ar Jónssonar. Snorri Steinn Guð-
jónsson, sem átti stjörnuleik á móti
Dönum, hefur verið að glíma við
flensu allt frá því á mánudag, en
hann reimaði á sig skóna og var til-
búinn til að berja á Rússum.
Það var ljóst í byrjun að bæði lið
höfðu gefið allt í leikina í átta liða
úrslitum. Miklir tæknifeilar voru
hjá báðum liðum og leikmenn inni
á vellinum voru lengi að ná stress-
inu úr líkamanum. Rússar urðu fyr-
ir áfalli í upphafi leiks þegar einn
besti hornamaður heims Eduard
Koksharov meiddist og lék ekki
meira með.
Rússar spiluðu þungan og hæg-
an sóknarleik og reyndu þannig að
draga úr hraðanum í leiknum sem
tókst á köflum ágætlega.
Fyrri hálfleikur var í raun hálf-
furðulegur. Birkir Ívar Guðmunds-
son varði vel í fyrri hálfleik en
sóknarleikur íslenska liðsins var
sveiflukenndur. Átta mörk komu
eftir hraðaupphlaup og sex eftir
venjulegar sóknir. Eitt mark kom frá
vinstri skyttum íslenska liðsins, þeg-
ar rúm ein mínúta var eftir af fyrri
hálfleik. Segja má að íslenska lið-
ið hafi verið heppið að vera aðeins
tveimur mörkum undir eftir fyrri
hálfleik, 16–14. Íslenska liðið skor-
aði aðeins 2 mörk á síðustu 10 mín-
útum fyrri hálfleiks og komu þau á
síðustu andartökum fyrri hálfleiks.
Íslenska liðið hóf síðari hálfleik-
inn einum leikmanni fleiri eftir að
Rússar skiptu vitlaust inn á und-
ir lok fyrri hálfleiks. En rússneski
björninn hóf síðari hálfleik engu síð-
ur af miklum krafti og jók muninn í
fjögur mörk 18–14. Alexey Kostigov
markvörður Rússa, sem hafði verið
mikið gagnrýndur heima fyrir, fór
allt í einu að verja eins og berserk-
ur en þrátt fyrir að íslenska liðið hafi
klúðrað hverju dauðafærinu á fætur
öðru var það ennþá inni í leiknum.
Í stöðunni 20–17, þegar dómar-
ar leiksins voru komnir með hend-
urnar á loft, til merkis um leiktöf,
reis fyrirliðinn Ólafur Stefánsson
upp, krækti í vítakast og einn Rúss-
inn var rekinn út af í tvær mínútur.
Birkir Ívar sem reyndar hafði var-
ið vel í upphafi síðari hálfleiks lok-
aði markinu um stund og Íslending-
ar náðu að komast yfir 22–21 í fyrsta
skipti frá því í stöðunni 12–11. Eitt-
hvað fór þetta í skapið á Rússum því
einn leikmaður þeirra kýldi Sverre
Jakobsson í magann, en dómararn-
ir sem sáu atvikið ráku Rússann ekki
út af, sem vakti þó nokkra athygli.
En Rússarnir eru engum líkir,
Kostigov markvörður hreinlega lok-
aði markinu og segja má að íslenska
liðið hafi verið sjálfu sér verst. Eft-
ir að hafa verið tveimur mörkum
yfir, klúðruðu „strákarnir okkar“
sex dauðafærum í röð, meðal ann-
ars vítakasti, og Rússarnir gengu á
lagið og unnu 28–25 og þar með er
ljóst að Íslendingar munu leika við
heimsmeistara Spánverja um sjö-
unda sæti sem verða að teljast von-
brigði því Danir og Rússar eru svo
sannarlega ekki með betri hand-
boltalið en við Íslendingar.
„Við vorum að mínu mati betra
liðið en Rússarnir voru einfaldlega
klókir í sínum aðgerðum. Á meðan
við vorum að taka léleg skot utan
af velli leituðu þeir að einföldum
færum eftir að hafa spilað boltan-
um lengi á milli sín,“ sagði Guðjón
Valur Sigurðsson í viðtali við RÚV
eftir leikinn .
benni@dv.is
Einn á móti þrem
Þrátt fyrir að íslenska liðið hafi
leikið ágætlega, reyndist rússneski
björninn einu númeri of stór.
Vonbrigði
Leikurinn við Dani sat greinilega í
okkar mönnum. Leikur við Spán
fram undan, sem verða að teljast
vonbrigði, því Danir og Rússar eru
ekki með betra lið en Íslendingar.
Of mörg dauðafæri í súginn
Íslenska liðið lék samtals 25
mínútur í leiknum án þess að skora
mark.
Sjálfum okkur verStir
FÖSTUDAGUR 2. FebRúAR 2007DV Helgarblað 29