Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.2007, Blaðsíða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.2007, Blaðsíða 39
DV Helgarblað föstudagur 2. febrúar 2007 39 Sakamál U m s j ó n : K o r m á k u r B r a g a s o n . N e t f a n g k o r m a k u r @ d v . i s James Ford Seale 71 árs var handtekinn í síðustu viku, sakaður um morð á tveimur svörtum drengjum, sem framin voru árið 1964. Rússneskur maður hefur verið dæmdur fyrir að drepa ólétta konu í Sviss. Talið er að um leigumorð sem fór úr böndunum hafi verið að ræða. Héraðsdómari í Moskvu sakfelldi Rússann Alexander Bakayev fyrir að drepa Flaviu Bertozzi, eiginkonu svissnesks landamæravarðar, á heimili þeirra í svissneska bænum Ponte Capri­ asca árið 2002. Ákæruvaldið hélt því fram að Bakayev hefði gert samning við hinn þýsk­rúmenska Klaus Opris, sem var dæmdur í ævilangt fangelsi í Rúmeníu árið 2004, um að drepa Andrea Bertozzi, eiginmann fórnarlambs­ ins, Andrea Bertozzi var einn þriggja landamæravarða sem stöðvuðu bíl Opris á svissnesku landamærunum en það varð kveikjan að ofbeldisfullum ágreiningi sem síðar er talinn hafa leitt til þessa morðs. Þegar Bakayev kom að heimili Bertozzi­ hjónanna, vopnaður hnífi og skammbyssu, var Andrea Bertozzi, fyrirhugað fórnarlamb, ekki á staðnum en það var kona hans hins vegar. Hana stakk Bakayev til dauða með hnífnum. Dómstólar úrskurðuðu að Bakayev hefði vitað að hún væri með barni þegar hann stakk hana. Hann var einnig sakfelldur fyrir gíslatöku og ráðagerð um að drepa Andrea Bertozzi. Bakayev, 36 ára, var handtekinn árið 2005 í Suður­ Rússlandi eftir að hafa verið í felum í nokkur ár. Hann kveðst enn saklaus og ætlar að áfrýja dómnum. Rúmeni réð mann til að drepa landamæravörð: Leigumorðingi drepur ólétta konu Reyndi að kyrkja kærustuna Fimmtán ára danskur drengur er ákærður fyrir að hafa ætlað að drepa kærustu sína. Drengurinn sem er frá Jótlandi lokaði kærustu sína inni og gerði tvær tilraunir til að kyrkja hana. Ekki er vitað hve lengi hann hélt henni innilokaðri en hann fer fyrir rétt í næstu viku. Drap fjóra fjölskyldu- meðlimi Bretinn David Bradley, fyrr- verandi hermaður, myrti fimm meðlimi fjölskyldu sinnar með byssu sem hann hafði fengið í skiptum fyrir sígarettupakka í Bosníu. Bradley játaði sig sekan en hélt fram tímabund- inni geðveilu. Hann sagð- ist hafa verið illa haldinn af áfallastreitu eftir allt það sem hann upplifði sem hermaður á Norður-Írlandi. Í mörg ár hafði hann talað við geðlækni sinn um löngun sína til að drepa einhvern og lét loksins verða af því. KU KLUX KLAN atkvæða- mikil hreyfing í suðurríkjum bandaríkjanna. Seale hélt að strákarnir væru hluti af mannréttindahreyfingu sem sendi fólk á milli staða í Mississippi og mótmælti aðskilnaði á milli hvítra og svartra. Vinina fór fljótt að gruna að eitthvað væri ekki eins og það ætti að vera og báðu um að komast úr bílnum en Seale krafðist þess að þeir kæmu með sér. Hent í Mississippi­fljótið Seale kallaði svo á Klan-félaga sína sem komu og saman hjálpuð- ust þeir að við að binda drengina tvo við tré og börðu þá svo harka- lega. Þegar þeir höfðu lokið sér af og drengirnir voru næstum dauð- ir, fóru þeir að huga að hugsanlegri líklosun. Komust þeir að þeirri nið- urstöðu að best væri að henda þeim í ána Ole River, sem er straumlaus vík við Mississippi-fljótið. Það liðu tveir mánuðir áður en lík drengj- anna fundust og á meðan fjölskyld- ur þeirra börðust við áhyggjurnar breiddust út sögusagnir um hvíta samfélagið að Henry Dee hefði „skoðað“ eiginkonu eins vitorðs- mannanna. Játuðu báðir Vitorðsmennirnir urðu sífellt órólegri því þeir bjuggust við að líkin myndu fljóta upp á hverri stundu. Kafarar fundu líkin tveim- ur mánuðum seinna. Bill Williams FBI-fulltrúi var sendur til Natchez fljótlega eftir að líkin fundust og safnaði saman talsverðu magni af sönnunargögnum og ekki leið á löngu áður en James Seale og vitorðsmaður hans Charles Ed- wards voru handteknir. Játuðu báðir sakargiftum en eftir skamm- an tíma kom minnismiði frá FBI þess efnis að saksóknaraembætt- ið hefði rætt málið við sýslumann Franklin-sýslu, aðstoðarsaksókn- ara og vegalögreglu Mississippi- fylkis og þeir höfðu í framhaldi af þessum viðræðum ákveðið að láta málið á hendur Seale og Edwards falla niður. Ástæðurnar sem gefnar voru fyrir því voru þær að sakborn- ingarnir hefðu orðið fyrir miklum fordómum og illri meðferð af hálfu vegalögreglu Mississippi. 43 árum seinna Seale er nú fyrir dómi og þarf að svara til saka fyrir glæpinn 43 árum eftir að hann var framinn. Hann segist þjást af krabbameini og öðrum kvillum og kveðst sak- laus. Sá sem grunaður var um að vera vitorðsmaður Seales, Charles Edwards, hefur ekki verið kærður, talið er að hann sé í samstarfi við yfirvöld. Bandaríska alríkislög- reglan, FBI, rannsak- aði málið ítarlega á sínum tíma en það var látið falla niður. Vinirnir Charles Moore og Henry Dee, báðir 19 ára, stóðu við þjóðveginn í Natchez og biðu eftir bíl svo að þeir gætu húkkað sér far heim þegar vörubílstjórinn og Ku Klux Klan maðurinn James Ford Seale tók þá upp í og síðan hafa þeir ekki sést. James Ford Seale leiddur til yfirheyrslu. Húðstrýktir til dauða Bræðra- lagsdrengir dæmdir Bandarísku háskólanem- arnir Michael Morton og Jason Harris voru dæmdir í tveggja ára fangelsi fyrir að berja til- vonandi bræðralagsmeðlim svo illa með trjágrein í inn- tökuvígslu, að hann þurfti að fara í aðgerð. Dómarinn vildi senda þau skilaboð að svona hegðun væri ekki forsvaranleg í þeirri von að aðrir tilvonandi meðlimir þyrftu ekki að ganga í gegnum ofbeldisfullt ferli bara til að fá að vera með. Níræður dæmdur smyglari Huang Fang-Hou mun líklega eyða því sem eftir er ævi sinnar bak við lás og slá í Kambódíu. Hann var nefnilega dæmdur í 10 ára fangelsi fyrir að smygla 1,6 kílói af heróíni til landsins. Huang sem er frá Taívan var handtekinn í maí á síðasta ári með talsvert magn af heró- íni límt við líkamann í pokum. Hann er elsti heróínsmyglari sögunnar í Kambódíu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.