Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.2007, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.2007, Blaðsíða 24
Menning U m s j ó n : K o r m á k u r B r a g a s o n . N e t f a n g k o r m a k u r @ d v . i s föstudagur 2. febrúar 200724 Menning DV Pabbinn Bjarni Haukur Þórsson, sem sló eft- irminnilega í gegn með Hellisbú- anum fyr- ir nokkr- um árum, er kominn aftur á svið með bráðfyndinn gamanleik um pabbahlutverk- ið. Bjarni vekur upp nokkr- ar skemmtilegar spurningar og varpar gamansömu ljósi á ýmsar aðstæður sem pabb- inn finnur sig í á meðgöngu, kringum fæðingu og fyrstu árin sem uppalandi. Árangurinn af samstarfi hans og Sigurð- ar Sigurjónssonar leikstjóra er vel tímasett og hröð atburða- rás, sem vekur mikla kátínu hjá áhorfendum, kannski sér í lagi hjá kvenþjóðinni. Vafalítið eitt af kassastykkjum ársins.  HHHHH Misery Enn eitt leikhús hefur bæst í leikhúsflóruna í Reykja- vík. Á NASA er nú til sýning- ar leikgerð Simons Moore á sögu hrollvekjumeistarans Stephens King, Misery. Verkið er í stíl enskra kammerverka með hurð, en leikararnir eru þó nánast allan tímann á svið- inu. Að ósekju hefði mátt gera frjálslegri tilraunir með stílinn og kafa dýpra í persónurnar en verkið líður engu að síður hnökralaust áfram. Það er ekki á hverjum degi að nýtt leikhús lítur dagsins ljós en ástæða er til að óska Stúdíói 4 til ham- ingju með framtakið og bjartr- ar framtíðar. HHHHH LeikListar- gagnrýni Egill fær góðar viðtökur í Þýskalandi Ljóðabók Stuðmannsins Egils Ólafssonar, Kysstu kysstu steininn, fær mjög góðar viðtökur í Þýskalandi, en bókin kom samtímis út fyrir jólin á þýsku og íslensku. Þetta er fyrsta ljóðabók Egils, sem fengist hefur við ljóðagerð samhliða lagasmíðum og textagerð í gegnum árin. Það er hinn óþreytandi umboðsmaður Stuðmanna, rithöfundurinn Claudia Koestler, sem þýddi ljóðin yfir á þýsku. Íslendingar þekkja allir Regn- boga Rúríar, sem stendur við Leifs- stöð á Keflavíkurflugvelli og er fyr- ir löngu orðið eitt af kennileitum landsins, eða Fyssu, vatnslistaverk- ið í Grasagarðinum. Vatn og regn- bogar eru gjarnan viðfangsefni hennar og hluti af birtingarformum þeirrar hugmyndafræði sem hún hefur fengist við í list sinni. Rúrí er án efa í hópi okkar merkustu mynd- listarmanna síðustu áratugi, í verk- um hennar skarast mörg svið sam- tímalistarinnar og þau spegla meðal annars skýra sýn hennar á félagsleg- an og pólitískan veruleika manns og náttúru. „Það mætti segja að ég sé að kanna tilvist mannsins í alheimin- um, gjarnan með fókus á hverful- leikann, tímann og afstæði hans og þau gildi sem eru við lýði í samfé- laginu hverju sinni. Ef einhver seg- ir að verk mín séu pólitísk er það kannski vegna þess að ég staldra stundum við smáatriði, og þá meina ég í alheimslegu samhengi, eða af- mörkuð svið og beini þá sjónum að þeim þannig að þau fá samfélags- lega merkingu,“ segir Rúrí. Rætur í konseptlistinni „Ég er gjarnan að vinna að ein- hvers konar hugmyndafræði enda á ég rætur í konseptlistinni, sem var mjög sterk á þeim árum þegar ég var að byrja, en ég er líka að fást við skrásetningu og þessi sýning endur- speglar kannski þau vinnubrögð og er eins konar skrásetning á verkum mínum. Það er náttúrulega stiklað á stóru þannig að þetta er ekki yfirlits- sýning í eiginlegri merkingu en það má sjá að ýmislegt endurtekur sig eins og spírall eða bylgja sem skell- ur á okkur aftur og aftur.“ Stór verk „Jú, ég hef gert nokkur stór verk, en kannski frekar hugmyndafræði- lega stór. Það er samt þannig að þó að ég fái mikið pláss á þessari sýn- ingu í Gerðubergi hefði verið erfitt að koma mörgum af mínum verk- um fyrir. Ég hef reyndar fengist við alls kyns listform og margt af því sem ég hef gert er nokkuð pláss- frekt,“ segir Rúrí. Pólitík, tími, afstæði og gildi „Sýning Rúríar ber nafnið Tími – afstæði – gildi og er plakat sýn- ingarinnar samsett mynd af tveim- ur verka hennar. Annars vegar til- lögu að endurskoðun íslenska þjóðbúningsins til að laga hann að nútímaþjóðfélagsháttum frá 1974 þegar Víetnamstríðið var sem fyrirferðarmest í umræðunni. Hins vegar fossi úr myndröðinni Endangered waters, sem auðvit- að tengist virkjanamálum hérlend- is og stöðu vatnsbúskapar jarðar- innar almennt. Það má því segja að Rúrí sé alltaf að fást við brennandi spurningar þó að hún setji þær allt- af í víðara samhengi. En hér er líka á ferðinni boðskapur sem kem- ur til okkar aftur og tengir okkur í dag til dæmis við Íraksstríðið og veltir þannig upp spurningum um þau gildi eða það gildismat sem við erum að fást við hverju sinni. Þannig upplifum við líka afstæði tímans og hverfulleika gildanna,“ segir Harpa Björnsdóttir, listfræð- ingur og sýningarstjóri. kormakur@dv.is í fossum tímans MyndList Á morgun verður opnuð í Gerðubergi sýning þar sem stiklað er á 33 ára myndlistarferli Rúríar. Í tengslum við sýninguna fer fram Sjónþing undir stjórn Laufeyjar Helgadóttur list- fræðings þar sem kastljósinu er beint að verkum og ferli listakonunnar. Regnbogar tvær sýningar verða opnaðar í Listasafni reykjavíkur í dag, föstudag. annars vegar fyrsta sýningin í nýrri sýningaröð og hins vegar sýning á vatnslitamyndverkum eftir erró frá árunum 1981–2006. Nýja sýningaröðin er tileinkuð yngri kynslóð listamanna og fyrst til að sýna verk sín í d-salnum er birta guðjónsdóttir en sýning hennar ber yfirskriftina einhver verður þar. „Ég hef verið að vinna með hugtakið „reflections“, sem er kannski svolítið víð- ara en speglun á íslensku og vísar líka til endurspeglunar, samsömunar milli fólks og til rýmisins sjálfs. Ég hef einnig verið að fást við tálsýnir, hluti sem blekkja eða sýnast vera annað en þeir eru. Ég nota bæði vídeó og ljósmyndir en sýningin er unnin sérstaklega fyrir rýmið í safninu og mætti kallast staðbundin innsetning,“ segir birta guðjónsdóttir myndlistar- kona. einnig verður opnuð í Hafnarhúsinu sýning sem hingað er komin frá París, gleymd framtíð, en á henni eru 100 vatnslita- myndir eftir erró, margar hverjar frá síðustu árum. Myndefni errós er sem áður fjölbreytt og byggir á klippimynd- um sem listamaðurinn vinnur upp úr ýmsum prentmiðlum samtímans, aðallega myndasögum. „erró hóf að mála vatnslitamyndir upp úr 1980 og áferð þessara mynda er allt önnur en í olíumálverkinu. Þær eru bjartari og mjög fágaðar en þó byggðar á sömu klippitækni og eldri verk hans og myndefnið gjarnan svipað. Vatnslitamyndirnar eru líka minni en olíumálverkin, flestar af svipaðri stærð, svona 60x80, og því auðveldari í flutningi en stóru verkin. Þessar myndir eru flestar í eigu errós og hafa ekki verið sýndar hér á landi áður,“ segir Þorbjörg gunnarsdóttir sýningarstjóri. Erró og D MyndList Birta Guðjónsdóttir Listakonan er fyrst ungra myndlistarmanna sem sýna verk sín í d-sal Listasafns reykjavíkur í nýrri sýningaröð safnsins. Dagur vonar Borgarleikhúsið hefur í hyggju að dusta rykið af nokkr- um eldri íslenskum leikhús- verkum og kanna hvort þau þoli dagsljósið enn á ný. Fyrsta verkið í röðinni er Dagur vonar eftir Birgi Sigurðsson í leikstjórn Hilmis Snæs Guðnasonar, sem er á fjölunum um þessar mund- ir. Það er óhætt að segja að verk- ið heldur enn og að tekist hafi að búa til heilsteypta sýningu. Leikararnir eru afbragðsgóð- ir og umgjörðin öll. Leikmynd Vytautas Narbutas er einkar vel heppnuð og sama má segja um tónlist Egils Ólafssonar og efni- viðurinn á reyndar sérlega vel heima í þeirri samfélags- og sið- ferðisumræðu sem á sér stað í þjóðfélaginu í dag.  HHHHH Sjónþing Í tengslum við sýningu rúríar verður haldið sjónþing í gerðubergi á morgun, laugardag, um verk hennar og feril.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.