Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.2007, Side 53

Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.2007, Side 53
DV Helgarblað föstudagur 2. febrúar 2007 53 Lífið eftir vinnu Föstudagur Laugardagur JBK á Ólíver Ólíver verður sko ekki í Putalandi í kvöld, ef svo að orði má komast. Það er plötusnúðurinn JBK sem sér um að æsa múginn, en sá kann listina að þeyta skífum upp á tíu. Hreint og klárt dansiball, sem hressir og fjörugir mega ekki missa af. BrynJar Már á SÓlon Útvarpsmaðurinn og rapparinn Brynjar Már valdimarsson, eða BMv, sér um stemmarann á Sólon í kvöld. Það er alltaf fjör þegar Brynjar er við stjórnvölinn en hann hefur gert Sólon að sínu konungsdæmi. Pottþétt partí. Stuð á BarnuM Það verður heljarinnar fjör á Barnum í kvöld. Þar spila þeir Dj Höddi og Þormar á neðri hæðinni, en þeir eyddu nokkrum vikum í að finna sér flott listamannanöfn. á efri hæðinni er svo enginn annar en frændi þeirra Hödda og Þormars, Dj ernir. um að gera að drífa þetta í gang. HáSKÓlaKvölD á PravDa Háskólafólk er boðið velkomið á Pravda í kvöld, en þar verður boðið upp á fjölbreytta og spennandi stemmingu. Þeir Dj áki Pain og Maggi Flass deila húsnæðinu á milli sín og sjá til þess að allir rassar í húsinu verði á þeytingi á dansgólfinu. BörKur á ParíS Dj Börkur spilar sína tóna á Cafe Paris í kvöld. Börkur sem er oftast kenndur við Jagúar spilar svaðalega músík, fönk, soul, r&b og hiphop. allir að dansa og glansa í sínu fínasta pússi. Það held ég nú. Gulli ÓSÓ á PriKinu Föstudagskvöld á Prikinu eru alltaf hress og skemmtileg. Þeir Franz og Kristó byrja kvöldið með almennilegri trúbadorastemmingu en fljótlega eftir það tekur Gulli í Ósóma við með ekkert nema ferskleikann að vopni. P.e. á KaFFiBarnuM á Kaffibarnum í kvöld er enginn annar en snúðurinn sæti Pétur eggertz. Pétur hefur tryllt lýðinn með topptónlist alveg frá því hann var í Grandaskóla í gamla daga. um að gera að hoppa í kínaskóna, troða sér í þröngu gallabuxurnar og einhverja feita hettupeysu. Megastöff. KviKinDi á PriKinu Það verður fjör á Prikinu á laugardagskvöldið en þá koma fram plötusnúðarnir Dj Kvikindi og anna Brá. Þau eru öllu vön og hafa margoft breytt dansgólfi Priksins í vígvöll. Stans- laust stuð. luKKan á CaFé PariS Það er plötusnúðurinn ingvar, betur þekktur sem lucky, sem þeytir skífum á París í kvöld. ingvar spilar fjölbreytta tónlist, en í hávegum hefur hann reggí, soul, fönk og r&b- tónlist. Hress og flottur. FlaSSFJör á PravDa Það verður nóg um að vera á Pravda annað kvöld. Þá koma fram plötusnúðarnir Dj Maggi Flass, sem þekktastur er fyrir störf sín á útvarps- stöðinni Flass, og áki Pain sjálfur. en áki er einn duglegasti plötusnúður á íslandi. BrynJar Már oG riKKSterinn á SÓlÓn FM-peyjarnir Brynjar Már og rikki G lofa brjálaðri stemmingu á Sólon í kvöld. Brynjar sér um að halda fjörinu gangandi á efri hæðinni en rikki G snýr skífunum á þeirri neðri. FM-hnakkar, vinsamlegast ekki láta þetta kvöld framhjá ykkur fara. Peter ParKer á BarnuM Þó svo að köngulóarmaður- inn verði ekki á Barnum í kvöld, þá þarf enginn að örvænta. Peter Parker, frændi hans, verður nefnilega á neðri hæðinni í kvöld með brjálað bít. á þeirri efri er einn svaðalegur, Dj tweak. troMM troMM á Ólíver JBK tekur sína aðra vakt í röð við stálborðin á Ólíver. Með honum í kvöld verður trommuleik- arinn addi, sem sér til þess að takturinn haldist brakandi ferskur og flottur. Ólíver á laugardags- kvöldið verður funheitur. árni SveinS á KaFFiBarnuM Það er melódíumeistarinn sjálfur árni Sveins sem verður við stjórnvölinn á KB annað kvöld. árni er þaulreyndur plötusnúð- ur og hefur staðið vaktina á Kaffibarnum í mörg ár. eins og sagt er, ef það er ekki bilað skulum við ekkert vera að laga það. tveGGJa ára aFMæliS- Hátíð Flex MuSiC á naSa á skemmtistaðnum naSa við austurvöll verður hrikaleg veisla í kvöld. tveggja ára afmælishátíð Flex Music með tilheyrandi glamúr. Þeir Ghozt og Brunhein hita upp fyrir meistara Demi & omid 16-b. PlayerS í BlÓMa Það verður nóg að gera í Kópavogi um helgina, nánar tiltekið á skemmtistaðnum Players. í kvöld kemur fram hljómsveitin vinir vors og blóma, sem ætti að kæta margan manninn. á morgun er það hljómsveitin Sixties sem kemur fram og því um að gera að skella sér í lakkskóna og drífa sig niður á Players. StuðBanDa- laGið í KrinGlunni Það verður nóg um að vera á Kringlukránni um helgina. Hljómsveitin Stuðbanda- lagið mun halda uppi fjörinu bæði í kvöld og á morgun, en bandið er þekkt fyrir líflega sviðsframkomu og ærlega sveiflu. Gamaldags dansiball eins og það gerist allra best. ÚthverFin Flex býður upp á S.O.S. á NASA „Við erum að halda upp á tveggja ára afmæli Flex Music á NASA núna á laugardaginn,“ seg- ir Kristinn Bjarnason, annar eig- andi Flex Music. „Við höfum feng- ið fyrirtækið Hljóð-X í samstarf með okkur og það verður sett upp algjörlega nýtt hljóð- og ljósakerfi sem er í hæsta gæðaflokki,“ seg- ir Kristinn enda sé ekki hægt að bjóða listamönnum líkt og þeim sem fram koma neitt minna. „Það eru þeir Demi og Omid 16-b úr S.O.S. sem eru aðalnúm- er kvöldsins. Þeir spila saman á fjóra geislaspilara, tvo mixera, tvær tölvur og plötuspilara og all- ar græjur. Þannig að þeir eru bara hreinlega að spila lifandi tónlist,“ segir Kristinn og talar um að þeir félagar í S.O.S. séu að fá ótrúlega dóma um allan heim. „Þeir eru álitnir einhverjir þeir bestu í dag og ekkert sem jafnast á við klúbba- kvöld með S.O.S.“ Forsala miða fer fram í 12 tón- um á Skólavörðustíg og er miða- verð 1.990 krónur. Miðaverð við hurð er 2.500. „Þetta byrjar klukk- an 22 með teiti á efri hæðinni á NASA og svo á miðnætti fær- ist þetta niður þar sem geðveikin verður langt fram eftir nóttu.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.